Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

ESB aðild: ekki þegar allt leikur í lyndi og ekki þegar kreppir að

HPIM0720Þegar allt leikur í lyndi og þjóðin hefur það gott má ekki huga að ESB af því allt leikur í lyndi og þjóðin hefur það svo gott. Þegar efnahagslegt hrun blasir við má heldur ekki huga að ESB aðild því fyrst þarf þjóðin að rétta úr kútnum svo allt leiki í lyndi og allir hafi það gott áður en huga má að aðild að ESB. 

Þegar menn hlusta á áróður ESB-andstæðinga nú um að ekki megi leita til ESB þegar kreppir að ætti ekki að gera það öðruvísi en rifja upp afdráttalausar yfirlýsingar þeirra gegn könnun á möguleikum ESB aðildar undanfarin ár þ.e. „í góðærinu“. Fyrstu rök voru alltaf að hér gengi allt svo vel að engin ástæða væri til að líta til ESB aðildar. 

En nú segja þeir að það megi ekki líta til ESB aðildar þegar vandi steðjar að, - það ætti auðvitað að sýna öllum hinn raunverulega áróður þeirra sem er að aldrei megi sækja um ESB-aðild sama hvað gerist eða breytist - hvernig sem ESB, heimurinn eða við þróumst og breytumst. - Svo hræra þeir atvinnuleysisdraugnum og sjálfstæðismálun saman við eftir þörfum nákvæmlega eins og í EFTA og EES umræðunum. Munurinn er þó sá að núna erum við þegar með alla þá þætti sem gætu aukið atvinnuleysi þ.e. frjálst flæði fjármagns, vöru og vinnuafls, en tækjum með ESB aðild væntanlega upp evru sem myndi lækka vexti og því ef eitthvað er auka á eftirspurn eftir vinnuafli en ekki minnka hana. Svo hitt að engum dettur í hug að segja þjóðir ESB ófullvalda eða að Bretar og Frakkar og Danir og Svíar og Luxemborgarar séu ekki fullvalda og sjálfstæðar þjóðir. - ESB er bandalag fullvalda þjóða.

f065Mér hefur raunar þótt það ill rök og lýsa þjóð okkar sem lásigldri í hugsun að við ættum ekki að ganga til liðs við ESB nema víst væri að við legðum ekki meira í beinum peningum til þróunarsjóða fátækustu ríkja Evrópu í gegnum ESB en við fengjum sjálf til baka í aurum talið. Engu að síður sýnist mér að sú yrði nú samt raunin að við fengjum meira, svo þeir sem ekkert vilja leggja til þróunar fátækari þjóða ættu ekkert að þurfa óttast.

Þú tryggir ekki eftirá
Við erum sem smáþjóð á hjara veraldar undirseld duttlungum heimsins jafnt í náttúru og í samskiptum stærstu leikenda heimskerfisins. Í mínum huga væri ESB aðild fyrst og fremst eins og að kaupa sér tryggingu hjá tryggingafélagi. Vissulega setur tryggingafélagið ákveðin skilyrði fyrir tryggingunni - en hvað með það? Það er ekki bara við efnahagslegar þrengingar sem við gætum þurft að eiga bakhjarl í Evrópu heldur ekki síður við náttúrhamfarir og aflabrest - hvernig ætlum við þá að orða beiðni um hjálp eftir að hafa notað það sem rök gegn aðild að við værum svo rík að með aðild neyddumst til að leggja öðrum lið?

- OG svo auðvitað frelsi uppvaxandi kynslóða til skólagögnu og þátttöku í Evrópu. Eða gera menn sér grein fyrir að nú þrufa íslenskir stúdentar að greiða himinhá skólagjöld í t.d. breska skóla - en ESB þegnar ekki? - og falla undir heildarkvóta um fjölda utan ESB nemendur. - Við eru nú lakar sett gagnvart skólagöngu í löndum Evrópu en nokkru sinni í sögu okkar.

Það er fyrst og fremst ótrúleg skammsýni og fyrirhyggjuleysi stjórnvalda að við skulum ekki þegar gengin í ESB - það er engin ástæða til að framlengja þá skammsýni lengur.


Ímynd lögreglunnar stórsködduð meðal ungs fólks


Löggur 2008 04 23 15 04 37++
Nú liggur það þá loks fyrir samkvæmt könnun Gallup að vörubílstjórarnir eru ekki án stuðnings meðal þjóðarinnar. Reyndar held ég að með látunum við heimsókn forseta Palestínu hafi þeir komist næst því að missa samúð almennings. - Þvert á það sem reynt hefur verið að innprenta okkur óbreyttum almúganum fengu þeir hinsvegar samúðina til baka með aðgerðum lögreglunnar á Norðilingaholti. - Sjálfum finnst mér málsstaður bíllstjóra ekki koma því við hvaða skoðun ég hef á aðgerðum lögreglu gegn þeim. 

Loggur 2008 04 23 15 02 54

Allir lögreglumenn sem ég þekki eru afbragðs menn og tvímælalaust meðal þeirra einstaklinga sem ég treysti best.

Loggur 2008 04 23 15 22 51+

Það breytir því ekki að aðgerðir lögreglunnar á Norðlingaholti voru kjánleg leiksýning með yfirdrifnum leikbúningum sem átti að þjóna sama hlutverki og þegar herir fyrir nokkrum öldum voru klæddir skrautlegum og mikilúðlegum búningum og stilltu sér upp í breiðfylkingu andspænis óvininum til að skrautið og búningarnir hræddi almúgann og óvininn til uppgjafar og undirgefni. Því miður fannst ungu fólki þessi hersýning íslensku lögreglunnar hlægileg og ögrandi - eiginlega eins og skildirnir og hjálmarnir með andlitshlífum kölluðu á að í þá væri kastað eggjum.

Loggur 2008 04 23 15 13

Þegar á daginn leið stóðst ég ekki mátið að fara uppeftir og taka nokkrar myndir sem eru hér í albúmi á spássíu, ég kaus hinsvegar að skrifa ekki um málið fyrr en það hefði aðeins róast. Það verður hinsvegar að draga af því réttan lærdóm - og hann er ekki sá að lögreglan eigi að fá að vopnast rafmagnsbyssum.

Löggur 2008 04 23 15 14 40

Var þetta fólk lögreglunni svona mikil ógn?

Þegar ég kom uppeftir stóðu tugir lögreglumanna gráir fyrir járnum andspænis í mesta lagi jafn mörgum unglingum, börnum og kannski tug fullorðinna bílsstjóra. Fréttamenn og upptökumenn voru trúlega jafn margir og bílsstjóranir. Ég velti fyrir mér hvort lögreglunni væri virkilega alvara að telja sig þurfa að verja sig með þessum hætti andspænis þessu fólki (sjá myndir), og ef þess þurfti fyrr um daginn hversvegna núna? - Hvaða styrk sýnir lögreglulið sem þarf svo mikinn varnarviðbúnað gagnvart svo lítilli ógn? - Hún virðist þvert á móti hrædd og veik.

Loggur 2008 04 23 15 12 10

Myndir mínar sýna bæði lögregluna og fólkið sem hún stóð þannig andspænis þá klukkustund sem ég staldraði við. Ef lögreglan teldi þetta fólk svo hættulegt að slíkan varnarviðbúnað þyrfti við hvernig gat hún þá eftirlátið óvininum sjálfa bensínstöðina? Hvað myndi lögregla sem í alvöru teldi þetta fólk vera alvöru hættulegan múg reikna með að múgurinn gerði? - með bensín og bensíndælur rétt við hendina?

- Auðvitað vissi lögrelgan að engin hætta stafaði af þessu fólki - sviðsetningin var heldur ekki til varnar gagnvart því  heldur illa misskilin uppfærsla fyrir sjónvarp, -engin slík ógn steðjaði að lögreglunni frá þessu fólki að réttlætti uppfærsluna.

Augljóslega var vegurinn lokaður miklu lengur vegna aðgerða lögreglunnar sem hindraði vörubílsstjórana frá að komast aftur til bíla sinna en ef ekkert hefði verið aðhafst fyrr en eftirá.

Í ofanálag snérist sá kafli atburðarásarinnar sem ég varð vitni að um að fjarlægja bíl foringjans Sturlu - en bíl Sturlu var lagt langt útí kanti á löglegu bílastæði þ.e. eins utarlega á löglegu bílastæði og unnt var - og til að fjarlægja þann bíl var m.a. brotin í honum rúða og tekið í sundur drifskaft.

Því miður hefur lögreglan þarna unnið stórfellt skemmdarverk á orðspori sínu meðal uppvaxandi kynslóða þessa lands og annarra landsmanna - fyrir nú utan að vera orðin að sérstöku aðhlátursefni með Gas-árásinni sinni. - Enginn vafi er á að enginn ein atburðarás hefur skaðað eins orðspor og traust til lögreglunnar á Íslandi og atburðirnir á Norðlingaholti.

Löggur 2008 04 23 15 18 57Loggur 2008 04 23 15 08 36

.


mbl.is Meirihluti telur aðgerðir lögreglu gegn bílstjórum of harkalegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband