Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Myndir: Ungarnir fengu aðeins marflær og hrognkelsaseiði

Þriðja árið í röð hrynur kríuvarpið á Álftanesi.

Hér má sjá röð af myndum úr kríuvarpinu á Álftanesi sem svo stóð autt og yfirgefið skömmu seinna. Myndirnar sýna kríupar reynir að næra ungana sína á annarri fæðu en sílum. Fyrst með pínulítilli marfló og svo með hnöttóttu hrognkelsaseiði sem fullvaxnar kríur geta vart gleypt en ekki litlir ungar. Ungarnir geta hinsvegar tekið við og gleypt síli sem jafnvel eru lengri en unginn (sjá mynd frá 2005) - en hrognkelsaseiðið er einfaldlega of svert fyrir ungann. Þegar svo kríu-„mamman“ gleypir hrognkelsaseiðið sést hve vel að unginn gæti það vart.

Þessar myndir eru teknar á Álftanesi um viku áður en kríubyggðin þar stóð auð og yfirgefin og öll egg og ungar voru horfin - nóg af svartbak til að gera sér þau að góðu þegar krían gafst upp. Án sílanna gat krían ekki nært ungana. Öllu jafna sporðrenna þeir mörgum heilum sílum á dag og vaxa mjög hratt. Þeir halda til í varpinu og eru háðir foreldrunum um alla fæðu þar til þeir ná flugi.

Smellið á myndirnar og svo aftur og aftur til að stækka þær.  

Mynd 2008 06 23 17 31 52

Mynd 2008 06 24 12 15 31

Mynd 2008 06 24 12 15 56

Mynd 2008 06 24 12 19#E6298

Mynd 2008 06 24 12 22 18

Mynd 2008 06 24 12 22 19

Mynd 2008 06 24 12 22 20

Mynd 2008 06 24 12 22 21

Mynd 2008 06 24 12 18#E625Eungarnir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Foreldrarnir höfðu ekki nóg að borða fyrir sig eða ungana þegar sílið var horfið eina ferðina enn. 

8. júlí 2008 - Kríuvarpið á Álaftanesi

Kríubyggðin á Álftanesi auð og yfirgefin 8. júlí 2008 - engir ungar komust upp.


Björn velur enn að Ísland lúti öðrum án áhrifa og aðildar

HPIM0732Það er merkilegt með þessa menn sem hæst bera við rökum úr smiðju innilokunar- og þjóðernishyggjumanna að velja svo alltaf leið örþjóðanna og algers áhrifaleysis. Og nú vill Björn frekar taka upp Evru einhliða án áhrifa eða aðildar að myntbandalaginu. Að evra sé bara útlend mynt notuð hér í stað þess að hún sé okkar mynt sem aðilar að myntbandalaginu sem notar hana. Þeir vilja að við séum áfram áhrifalausir aukaaðilar að ESB í gegnum EES án þess að koma að því borði þar sem ákvarðanir eru mótaðar áður en þær eru teknar - og svo nú þetta að vilja við tökum upp annan gjaldmiðil án þess að gerast aðilar að myntbandalaginu sem stýrir honum.

- Aftur að taka bara upp það sem ESB ákveður án aðildar eða nokkurra möguleika um áhrif.

- Slíkt er ekki leið alvöru ríkja heldur leið örþjóðanna Mónakó, Andorra, Monte-Carlo Lichtenstein, San Marino,  ...

Þannig flokka ráðamenn Sjálfstæðisflokksins Ísland ekki meðal fullburða alvöru þjóða heldur sem eina af örþjóðunum, óburðuga  og vanmegnuga um að setjast til borðs með alvöru ríkjum Evrópu.

Með fullri aðild að ESB og myntbandalaginu með öðrum fullvalda þjóðum Evrópu aukum við áhrif okkar og vald yfir okkar málum og þeim málum sem okkur varða í heiminum, en missum ekki vald - ekki einu sinni í reynd yfir fiskimiðum okkar heldur fengjum við aðgang að nýjum svæðum kvótum sem ESB kaupir í dag t.d. af Grænlendingum.

Leiðin sem forráðamenn Sjálfstæðisflokks vilja fara með Davíð Oddsson í broddi fylkingar hefur sýnt sig vera hið fullkomna fyrirhyggjuleysi og leið algers áhrifaleysis - svo láta þeir sem þeir séu að verja fullveldi okkar, fátt er þó fjær sanni en það því nú erum við í raun á valdi annarra erum eins og leiksoppur í höndum risabraskara og vogunarsjóða heimsins og þurfum að lúta ákvörðunum ESB án áhrifa eða þess bakstuðnings sem aðild veitir.


mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álftanes: Ungar og egg yfirgefin - kríuvarpið autt

7 júlí 2008 - Kríuvarpið á ÁlaftanesiÞvert á það sem menn héldu framan af júní virðist kríuvarp þriðja árið í röð vera að mislukkast. Skemmtileg og góð ljósmynd af kríuunga á Álftanesi á forsíðu Moggans fyrir rúmri viku gaf til kynna að allt léki nú í lyndi í kríuvarpinu þar. En það var öðru nær. Sá ungi og allir aðrir ungar kríuvarpsins á Álftanesi voru af einhverjum ástæðum yfirgefnir án þess að fá tækifæri til að vaxa og dafna frekar.

Svo menn viti aðeins hvað ég er að tala um birti ég hér annarsvegar ljósmynd úr kríuvarpinu frá 2005 sem tekin var þann 6. júlí það ár þ.e. fyrir sléttum þremur árum og svo mynd af sama svæði teknar fyrir nokkrum dögum eða 8. júlí 2008.

Varpið á Álftanesi sem fór svo vel af stað í vor var því yfirgefið og því lauk án þess að neinn ungi lifði að taka flugið í ár. Sama gerðist í öðrum kríuvörpum á Álftanesi - þau voru yfirgefin að fullu jafnvel fyrr en þetta.

Á annarri myndinni af tveimur sem annars eru eins hef ég sett hringi um unga sem sjást á myndinni en hún er tekin yfir hluta af kríuvarpinu á Álftnesi þann 6. júlí árið 2005.

Smellið á myndir og svo aftur og aftur til að stækka og sjá betur.

6. júlí árið 2005:

Kríubyggðin á Álaftanesi 6 júlí 2005

Kríubyggðin á Álaftanesi 6 júlí 2005

Myndir hér að ofan eru teknar 6. júlí árið 2005.

Myndirnar að neðan eru teknar af sama svæði þann 8. júlí í ár 2008. Þar lá fugl við fugl á eggjum framan af júní og virtist varp hafa gengið vel.

 8. júlí árið 2008:

8. júlí 2008 - Kríuvarpið á Álftanesi - yfirgefið og autt

Nóg af vænu síli 11. júní 2008

 

Nóg var af síli í byrjun júní en svo er sem það hafi horfið aftur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband