Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Jafnvel í svæsnustu vísindaskáldsögum hefur mönnum ekki hugkæmst þetta. Monsanto notar erfðaverkfræði til að stjórna framboði og rukka höfundaþókknun af öllu sáðkorni sojabauna og fjölda fleiri ræktartegunda. Framleiðir svo eitur (Roundup) sem drepur allar plöntur nema þær sem hafa erfðaþáttinn þeirra. - Þetta er ekki skáldskapur heldur brot af skugglegri veröld Monsanto fyrirtækisins bandaríska, þess sama og fann fyrst upp PCB, DDT, NutraSweet og svo Orange agentinn til gróðureyðingar í Víetnam og sagði þá að díoxín í honum væri væri skaðlaust þrátt fyrir eigin rannsóknir sem sýndu það sem eitt hættulegasta efni heims.
Ég sá afar merka Kanadíska fræðslumynd í Háskóla Íslands í dag; The World According to Monsanto".
Erfðamengun frá erfðabreyttri ræktun er að valda hamförum á landbúnaðarsvæðum heimsins því nú rukkar Monsanto helsta glæpafyrirtæki heims á þessu sviði höfundaréttarskatt (royalties) af t.d. allri sojabaunaframleiðslu heims, eins og höfundur tónverks á rétt á við flutning þess. Tollurinn sem þeir vilja taka af t.d. öllum sojabaunum sem ræktaðar eru í Argentínu hvort sem sáðkorn kom frá þeim eða ekki er $15 dollarar af rúmmetra (smella hér og hér og hér og Google)
Monsanto sendir genalöggu á bandaríska bændur sem voga sér að taka til hliðar eigið sáðkorn í stað þess að kaupa það af Monsanto með hárri höfundaréttarþóknun til viðbótar söluverði og gerir þá gjaldþrota borgi þeir ekki, og fær að rukka skatt á tonnið frá þeim löndum sem ekki viðurkenna einkaleyfi þeirra og höfundarétt ef sojafarmar fara um þar sem einkaleyfið er viðurkennt.
Þeir telja sig eiga höfundrétt á allskonar sáðkorni öðru ef í því finnst breyttur erfðaþáttur þó slíkt korn hafi aldrei verið keypt eða leyft til landsins sem þeir rukka og eru grunaðir af mörgum um að dreifa því sjálfir með þeim afleiðingum sem það hefur til að rukka svo ef og þegar það finnst.
Þó náttúran sjálf hafi skrifað alla þá sinfóníu sem eitt sáðkorn er en Monsanto aðeins flutt til einn hljóðfæraleikara í því tónverki til að slá einn tón, rukka þeir fyrir allt verkið eins og þeir væru höfundar kornsins sem náttúran skóp í milljónir ára og byggði á allri þróunarsögu lífsins, og milljónir bænda hjálpuðu svo með náttúrulegum kynbótum og vali í þúsundir ára. - Af öllu því tekur Monsanto nú höfundaréttargjald og hefur einkaleyfi á uppskrift sojabaunarinnar eins og hún leggur sig og annars sáðkorns einnig ef splæsti þátturinn sem Monsanto stal tilbúnu úr öðru tónverki lífsins og splæsti inní í sojabaunina finnst í uppskerunni.
Monsanto er nú skuggalegasta birtingamynd kapítalismans og sem slíkt á það sér uppruna í USA en er helst veitt viðspyrna í dag af ESB. Það er að nota erfðaverkfræðina og einkaleyfaformið til að geta rukkað höfundagjald og stýrt framboði á sáðkorni af allri ræktun heims af tilteknum tegundum og stefnir berlega að því sama um allar aðrar. Á meðan USA bannar að merkja hvort matvæli eru erfðabreytt eða ekki og skilgreinir erðabreytt matvæli í engu frábrugðin öðrum, bannar ESB slíka ræktun og skyldar að merkja innflutta vöru sem erfðabreytta sé hún það.
Með aðferð Monsanto væri eins og ef við hefðum allt ritverkasafn Halldórs Laxness en ég rifi eina blaðsíðu úr einu verka Gunnars Gunnarssonar og setti hana einhversstaðar inn í einhverja bóka Laxnes og fyrir það ætti ég eftirleiðis rétt á öllum höfundalaunum fyrir allar seldar bækur Laxness.
Það má ekki verða að menn geti eignast og haldið höfundarétti alls sáðkorns og stýrt sölu þess og framboði með einkaleyfum. Við verðum að rísa gegn þessu.
Hér er svo linkur að annarri mynd um Monsanto en þeirri sem sýnd var í HÍ. Sú er í 7 hlutum á Google hér.
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 28. maí 2009 (breytt kl. 17:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ævintýramenn í leit að skjótfengnum gróða í anda DeCode og ICESAVE vilja nú leggja Gunnarsholt, hjarta og lungu íslensks landbúnaðar undir ræktun og þróun erfðaverkfræðilega breytts byggs með manna-genum til ræktunar líffræðilega virkra efna í miklu magni. Efna sem öllu jafna mannslíkaminn framleiðir í mjög litlum mæli en hafa mikil áhrif og suma menn skortir og þurfa fá gefin sem lyf.
Sem dæmi eru nefndir vaxtaþættir manna en þeirra helstur er HGH (Human growth hormone).
Það er kannski lýsandi að nú hentar ekki lengur að kalla þessi efni hormón á Íslandi heldur þætti. Miklu fleiri slíka manna-þætti kemur þó til greina að rækta með þessum hætti. Það er gert með því að splæsa genum úr erfðaefni manna sem stýrir þessari framleiðslu í DNA þræði byggfræsins og láta byggið þannig framleiða virku efnin sem svo aftur eru unnin úr bygginu þegar það er full sprottið og skorið.
Við einfalda tilraun kom í ljós að bæði gæsir og mýs lögðust á uppskeruna og í roki fuku sum fræ 20 metra svo algerlega er óvíst að hægt sé að halda dreifingu í skefjum.
Með ræktun lyfja-byggsins á að framleiða líffræðilega virk efni sem suma menn skortir og þarf að gefa sem lyf. í dag eru slík lyf framleidd með aðstoð erfðabreyttra gerla í lokuðum verksmiðjum þaðan sem ekkert á að komast út í náttúruna. Með því að fela bygginu þetta hlutverk í opinni íslenskri náttúru í hjarta íslensk landbúnaðar er stigið risastórt skref sem engin önnur þjóð hefur leyft, og ef okkur tekst að sanna að þetta risaksref sé skaðlaust flyst þessi ræktun þangað sem byggrækt er hagkvæmust, ef hún sannast ekki skaðlaus sitjum við uppi með skaðann. Í hvorug tilvikinu að ræktunin sannast skaðlaus eða ekki getur Ísland talist hafa grætt neitt heldur ferkar stór skaðast.
Óvæntir hlutir gerast þegar tekið er að krukka í uppskriftir náttúrunnar með beinum inngripum og er það sífellt að sannast. Í tilviki byggsins var t.d. ekki gert ráð fyrir að virka efnið myndaðist nema bara í fræinu og því auðvelt að safna því öllu eða mest öllu saman með uppskerunni, en nú er ljóst að í einhverjum mæli myndast það einnig í laufunum og verður því eftir á ræktarlandinu. Uppskriftin sjálf, genið er til staðar í hverri frumu byggsins sem fræðilega getur tekið að stýra framleiðslu á virka efninu.
Reynt á Íslandi vegna hættunnar sem aðrir leyfa ekki, en flyst örugglega til kjörsvæða sannist það hættulaust.
Ísland er ekki kjörræktarsvæði byggs í heiminum og eina ástæðan fyrir því að þessar tilraunir eru nú gerðar á Gunnarsholti er að svona ævintýramennska er hvergi annarstaðar leyfð.
Komi í ljós að þetta sé örugglega algerlega skaðlaust mun ræktunin örugglega flytjast þangað sem hún er hagkvæmust þ.e. til þeirra landa eða svæða þar sem uppskera byggs er best og traustust, - það er ekki á Íslandi.
Reynist þetta hinsvegar skaðlegt eða hættulegt mun í besta falli aldrei verða hægt að leyfa byggrækt til manneldis á Íslandi, þar sem byggið gæti verið mengað líffræðilega virkum manna-þáttum. í verra falli rústar þessi ræktun orðspori og trausti íslensks landbúnaðar og landbúnaðarvara, skaðar íslenska náttúru og hefur langtíma ófyrirséð áhrif.
Við stofnum því okkur, Íslandi, íslenskri náttúru, íslenskum landbúnaði, þjóð og ferðmannaiðnaði í hættu til einskis hvort sem þetta reynist hættulaust eða ekki. Þetta er aðeins gert hér á landi vegna þess að engin önnur þjóð leyfir þetta en verður aldrei hagkvæmt hér á landi í samanburði við kjörræktarsvæði byggs í heiminum, þar sem fræin verða stærri og uppskeran traustari og reynslan af byggrækt miklu meiri.
Þeir sem svo eiga að hafa eftirlit með þessu eru sömu aðilar og hrundu verkefninu af stað og ORF hefur verð starfrækt í húsnæði RALA með sömu aðstöðu og að hluta sömu starfsmenn og eiga að fjalla um öryggi og hættur starfseminnar.
Sjá: undirskriftasöfnun til mótmæla hér
Ætlar að rækta erfðabreytt bygg á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 27. maí 2009 (breytt kl. 16:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Innhverf íhugun, eins og Bítla-jóginn Maharishi Mahes Yogi kenndi hana, einfaldlega virkar hvort sem menn trúa því eða ekki og hvort sem menn eru vestrænir eða austrænir og hvort sem menn eru karlar eða konur og hvort sem menn kynna sér hvaðan þessi tækni er runnin eða ekki. Nákvæmleg eins og teygjur og líkamsæfingar jógaleikfiminnar virka hvort sem menn trúa á þær eða ekki.
Ég lærði þessa tækni fyrir um 30 árum og hef síðan átt mín tímabil þegar ég hef verið duglegur við að íhuga og þau sem ég sleppt því alveg en alltaf er ég þakklátur fyrir að eiga þessa einföldu tækni.
Það sem mikilvægara er fyrir okkur núna er að hún hefur áhrif á allt samfélagið ef hópur iðkar tæknina saman.
Kynna sér innhverfa íhugun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 2. maí 2009 (breytt kl. 17:35) | Slóð | Facebook