Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Þetta er virkilega krípý birtingamynd hins spillta Íslands og tengsla æðstu embættismanna við þöggunina og aðförina að þeim sem reyna að draga huluna frá.
Ríkisskattstjóri sjálfur ásakar þann sem dregur fram mynd sem við eigum öll kröfu á að þekkja um upplýsingastuld - og blandar inn í málið alls óskyldum ávirðingum í hans garð um skil ársreikninga og fleira. Eins og FME gekk fyrr fram gagnvart blaðamönnum sem afhjúpa er hér sett fram alvarleg hótun ríkisskattstjóra gagnvart öllum sem reyna að draga huluna frá.
Víst má telja að ef menn rekja sig til þess hver kippir hér í spotta þá finna þeir kjarnann í hinu gegnspillta Íslandi, hverjir eru þar gerendur og hverjir skósveinar.
Nákvæmlega sama gilti um aðför FME (Fjármálaeftirlitsins) að blaðamönnum og aðförinni að Kompás og að Kristni Hrafnssyni og rót þess að FME gerði það mál að sínu fyrsta forgangsmáli til beggja sérstöku saksóknaranna og að lögfræðingur FME vildi sérstaklega kosta kapps að láta á það reyna til hins ýtrasta, með allt hrunið enn órannsakað og óuppgert á sínum borðum.
Víst má telja að hér toga sömu öfl í þræðina og sá sem gæti rakið sig eftir þeim til upprunans finnur fyrir kjarnann í hruninu og hinu gegnspillta Íslandi.
Grunaður um upplýsingastuld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 18. september 2009 (breytt kl. 02:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)