Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Er lúpínuhatur sama eðlis og rasimsi - útlendingahatur

„Um­hverf­is­stofn­un seg­ir nauðsyn­legt að upp­ræta lúpín­una sem fyrst og hindra frek­ari út­breiðslu henn­ar á Eld­fells­hrauni.“ — En hversvegna?

Allur gróður í nýja hrauninu er aðkominn, var þar ekki 1973.

Vikurinn hefur verið græddur upp með innfluttu grasfræi og innlendri lúpínu til að þarna sé hægt að búa fyrir vikurfoki. AÐ sá gróður dreifist út í hraunið er ekkert nema náttúrlegt ferli — þ.e. ef gróð'urinn getur vaxið þar. — Reyndar er engin planta sem þrífst á Íslandi jafn dugleg að leggja jarðveg fyrir allar aðrar háplöntur og íslenska lúpínan sem eins og allur annar íslenskur gróður barst hingað frá öðrum löndum með vindum og lifandi verum.

Lúpína hefur með sér í rótum sínum lifandi niturbindandi ábuðarverksmiðju sem gerir henni kleyft að vaxa og dafna þar sem engin næring er og svo eftir að hún hefur lagt jarðveginn, öðrum plöntum að þrífat í hennar stað án þess að burðast með áburðarverksmiðju með sér og þá vegna þess forskots að þurfa ekki að hafa áburðarverksmiðju með sér eins og lúpínan, að víkja lúpínnu í burtu.2020_06_29_Heidmörk - 3klipp

Annars þrífst Lúpína ekki í mosbreiðum einfaldlega vegna þess að þar er ekki rými fyrir rætur hennar. Dæmigert er eins og á þessari mynd að hún sest í vegkanta meðfram heilum vegi og þar sem jarðvegi hefur verið raskað mikið og borin lausari jarðvegur í veginn, en að hún nái sér á strik í hraunmosa væri alveg nýtt og andstætt þekktri náttúru lúpínunnar.

Þetta er þroskað hraun á myndinni, nokkurra þúsunda ára gamalt en þarna dreifir lúpína sér ekki út i hraunið nema í mesta lagi einstöku palnta og ungplöntur sem ekki hafa reynt að koma fullburða rótum sínum fyrir.
Eins er lúpína líkleg til að græða upp annars næringasnauðar vikurbreiður — en ekki hraun.


mbl.is Lúpína breiðist út á Eldfellshrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almannavarnir EKKI viðbúnar

Ekki efast ég augnablik um að starfsmenn og stjórnendur Almannvarna gera allt það besta sem þeir geta og kunna. — EN ég tel fullt tilefni til að Screenshot 2021-03-07 at 01.40.13spyrja alvarlegra spurninga um skipulag, viðbúnað og þekkingu almannavarna á Íslandi. „Almannavarnir“ (Civil Protection and Emergency Management) eru til og kennd sem sérstakt fræðasvið sem ramhaldsnám af verkfræði, félagsfræði, skipulagningar og fleiru í flestum löndum heims — nema á Íslandi.

Á Íslandi er dómsmálaráðherra á hverjum tíma æðsti yfirmaður almannvarna og næst undir honum er ríkislögreglustjóri og svo þar undir er yfirlögregluþjónn, varðstjóri lögreglu sem fer með dagsdaglega stjórnun almannavarna. Engin krafa er gerð um að neinn þeirra búi yfir menntun sem „nýtist í starfi“ aðra en menntun í lögum og lögreglufræðum.
42567
Almannavarnir voru virkar og viðbúnar þegar Guðjón Petersen skipherra var yfir þeim. Í grunninn voru þær þó skipulagðar sem viðbúnaður vegna stríðsátaka.

Eftir að kaldastíðinu lauk er eins og þær hafi mætt afgangi og yfirstjórn þeirra ekki eins sýnileg og var. Ríkislögreglustjóri þurft að nota féð í annað.

En hvað er það svo sem svo augljóslega hrópar um vanbúnað almannavarna á Íslandi?

alfonzo-cavite-evacuation-center-january-16-2020-001Ég fór fyrst að spyrja mig spurninga um viðbúnað almannavarna þegar ég átti náinn ættingja sem kom til landsins með flugi Wizz air 2019 sem þurfti að lenda á Egilsstaðaflugvelli um hávetur vegna veðurs í Keflavík.
Minn ættingi eins og um helmingur farþega kaus að fara í land frekar en aftur til Póllands. Þar var hinsvegar ekkert í boði á þessum alþjóðlega varaflugvelli. Engin aðstaða til að leggja sig um nóttina eða hvílast, ekki ein einasta motta, hvað þá beddar.

Showcase_GuatemalaÞað átti að loka flughöfninni á farþegana og neita þeim um skjól fyrir nístingskulda og vindi um hávetur, fljótlega eftir að þeir stigu á land. Það var ekki fyrr en móðir með ung börn brotnaði niður og brast í grát af örvæntingu að starfsmenn ákváðu að spyrjast fyrir hvort þeir mætti leyfa fólkinu, einhverjum eða öllum að vera í húsinu, flughöfninni, þar til far í bæinn biðist þeim.

Þarna á þessum alþjóðlega varaflugvelli var hinsvegar enginn viðbúnaðuar af neinu tagi til að taka á móti og hýsa fólk. Engar dýnur, engir beddar, enginn matur, engin áætlun eða hugsun og hreinlega ekkert í boði.

HTB1g24rmborBKNjSZFjq6A_SpXarÞarna á Egilsstöðum ættu almannavarnir að eiga gáma á dráttarvögnum í góðri geymslu með einföldum beddum eða dýnum, þó ekki væri nema vindsængum, og vera eiga tilbúð skipulag um hvernig tekið væri við fólki sem kæmi með flugélkum á þennan „alþjóðlega varaflugvöll“.

Almannavarnir á Íslandi ættu að eiga skemmur á nokkrum stöðum á landinu með viðbúnaðargámum á dráttaarvögnum eins og allar byggðir eiga slökkvibíla, jafnvel þó þeir séu aldrei notaðir. Í þessum skemmum ættu að vera gámar sem ekki þyrfti annað en að setja á flutningabíl eða aftaní dráttarbíl, og aka fyrirvaralaust þangað sem þörf væri á. Ekki einungis með beddum heldur líka gáma með rafstöðvum og gáma með vatnsdælum (vegna hraunstraums og fl, gáma með aðstöðu fyrir læknishjálp og hjúkrun, eldhúsgáma, og hvað annað sem fyrirsjánlegt væri að til þyrfti að taka í neyð og við hamfarir — þó þeir yrðu aldrei notaðir og endurnýja þyrfti búnaðinn reglulega lítt eða ónotaðan.  Eins og slökkviliðsbíla sveitarfélaganna sem fæsti eru nokkru sinni notaðir til slökkvistarfa — sem betur fer.

BBA_Pumps_flood_control_package_BA700G_pump_with_piping_systemMeð þetta í huga hlustaði ég á viðtal Jóhönnu Vigdísar við Samgönguráðherra Sigurð Inga Jóhannsson um viðbúnað vegna mögulegs goss og hraunstraums á og yfir Keflavíkurveginn (Reykjanesbraut) og Suðurstrandaveg. Sigurður svarði því til að auðvelt væri að ryðja upp varnargörðum eins og í Vestmannaeyjum og kæla hraunið með vatnsdælum. Í dag væri til mikið betri dælur úti í heimi.

Í Vestmannaeyjum var kallað eftir aðstoð bandaríska hersins sem einmitt átti í skemmum tilbúnar dælur eins og margskonar annan viðbúnað — ef þyrfti — og það sem ekki síður skorti til að nota þær, langar lagnir fyrir vatn til og frá dælunum.

200707074009LXVGEf á að kalla í skyndi eftir dælum og lögnum er ekki síður mikilvægt að fyrirfram sé búið að velja þær, vita hvar þær er að fá sem kæmu að bestum notum, sem og annan búnað, vatnslagnir og fjölmargt fleira. Hvar á að fá ýtur og skóflur, hvað er til í landinu hvað þyrfti að kalla eftir, hvar og hvernig.

Á netinu má finna færanlegt allt af öllu. T.d. vatnsdælu sem getur fyllt Ermasundsgöngin af vatni á einungis 10 klukkustundum, en líka litlar sumarbústaðsdælur — og allt þar á milli.

 Hvaða dælur ætlar Sigurður Ingi að velja í skyndi þegar hraun tekur að streyma og hvar og hve fljótt fær hann þær afgreiddar? Í Vestmannaeyjum gekk það tiltölulega fljótt fyrir sig vegna þess að bandaríski herinn hafði þá fyrirhyggju að eiga slíkar dælur tiltækar og bauð okkur aðstoð sína.

Ætlar Sigurður Ingi aftur að leita þangað, veit hann hvort þær biðust og væru hentugar? EScreenshot 2021-03-07 at 15.10.33ða væri kannski ráð núna að í stað þess að treysta á fyrirhyggju annarra að eiga einhvern svona viðbúnað sjálf í gámum í einhverskonar viðbúnaðarskemmu Almannavarna?

Dælur geta líka verið mikilvægar við aðrar aðstæður en að kæla hraunstrauma auk þess sem við gætum þá hugsanlega lánað okkar búnað með litlum fyrirvara annað í heiminn þangað sem náttúrhamfarirð yrðu, eins við höfum notið fyrirhyggju annarra.


SI-TRAILER-backEn stóra spurningin er hvernig á að hýsa flóttafólk frá eldgosi á Íslandi í íþróttahúsum ef ekki er hugsað fyrir dýnum, beddum eða skilrúm eins og nú sjást víðast þar sem fólk er hýst í neyð, t.d. vegna fellibylja?
Þ.e. almannavarnir á Íslandi eiga ekki skemmu og gáma með viðbúnaðarútbúnaði, sem ætti þó að vera jafn sjálfsagður og sjúkrakassi í fjölskyldubílnum – þó flestir sjúkrakassar séu aldrei notaðir.

Í skemmunni ættu að vera til únir gámar með rafstöðvum, dælum, beddum og dýnum, eldhúsum, hjúkrunaraðstöðu og mikið fleiru, eða öllu því sem náttúrhamfarir og veður á Íslandi gætu skapað þörf fyrir.

SI-ACS-trailerEinhverja slíka gáma með nauðsynlegasta viðbúnaði fyrir fólk, ætti að hafa í öllum landsfjórðungum, og að m.k. við þá flugvelli sem eiga að þjóna sem vara- og öryggisflugvellir sem og í Keflavík. Á sínum tíma greiddi NATO vænan hluta byggingakostnaðar flugstöðvarinnar vegna þess að hún átti að geta hýst mikinn fjölda í neyð og þar átti að geyma bedda í kjallara — en hefur það nokkurtíman gerst — að beddar væru geymdir þar á lager?

[Ljósmyndir teknar af vefnum]


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband