Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er lúpínuhatur sama eðlis og rasimsi - útlendingahatur

„Um­hverf­is­stofn­un seg­ir nauðsyn­legt að upp­ræta lúpín­una sem fyrst og hindra frek­ari út­breiðslu henn­ar á Eld­fells­hrauni.“ — En hversvegna?

Allur gróður í nýja hrauninu er aðkominn, var þar ekki 1973.

Vikurinn hefur verið græddur upp með innfluttu grasfræi og innlendri lúpínu til að þarna sé hægt að búa fyrir vikurfoki. AÐ sá gróður dreifist út í hraunið er ekkert nema náttúrlegt ferli — þ.e. ef gróð'urinn getur vaxið þar. — Reyndar er engin planta sem þrífst á Íslandi jafn dugleg að leggja jarðveg fyrir allar aðrar háplöntur og íslenska lúpínan sem eins og allur annar íslenskur gróður barst hingað frá öðrum löndum með vindum og lifandi verum.

Lúpína hefur með sér í rótum sínum lifandi niturbindandi ábuðarverksmiðju sem gerir henni kleyft að vaxa og dafna þar sem engin næring er og svo eftir að hún hefur lagt jarðveginn, öðrum plöntum að þrífat í hennar stað án þess að burðast með áburðarverksmiðju með sér og þá vegna þess forskots að þurfa ekki að hafa áburðarverksmiðju með sér eins og lúpínan, að víkja lúpínnu í burtu.2020_06_29_Heidmörk - 3klipp

Annars þrífst Lúpína ekki í mosbreiðum einfaldlega vegna þess að þar er ekki rými fyrir rætur hennar. Dæmigert er eins og á þessari mynd að hún sest í vegkanta meðfram heilum vegi og þar sem jarðvegi hefur verið raskað mikið og borin lausari jarðvegur í veginn, en að hún nái sér á strik í hraunmosa væri alveg nýtt og andstætt þekktri náttúru lúpínunnar.

Þetta er þroskað hraun á myndinni, nokkurra þúsunda ára gamalt en þarna dreifir lúpína sér ekki út i hraunið nema í mesta lagi einstöku palnta og ungplöntur sem ekki hafa reynt að koma fullburða rótum sínum fyrir.
Eins er lúpína líkleg til að græða upp annars næringasnauðar vikurbreiður — en ekki hraun.


mbl.is Lúpína breiðist út á Eldfellshrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almannavarnir EKKI viðbúnar

Ekki efast ég augnablik um að starfsmenn og stjórnendur Almannvarna gera allt það besta sem þeir geta og kunna. — EN ég tel fullt tilefni til að Screenshot 2021-03-07 at 01.40.13spyrja alvarlegra spurninga um skipulag, viðbúnað og þekkingu almannavarna á Íslandi. „Almannavarnir“ (Civil Protection and Emergency Management) eru til og kennd sem sérstakt fræðasvið sem ramhaldsnám af verkfræði, félagsfræði, skipulagningar og fleiru í flestum löndum heims — nema á Íslandi.

Á Íslandi er dómsmálaráðherra á hverjum tíma æðsti yfirmaður almannvarna og næst undir honum er ríkislögreglustjóri og svo þar undir er yfirlögregluþjónn, varðstjóri lögreglu sem fer með dagsdaglega stjórnun almannavarna. Engin krafa er gerð um að neinn þeirra búi yfir menntun sem „nýtist í starfi“ aðra en menntun í lögum og lögreglufræðum.
42567
Almannavarnir voru virkar og viðbúnar þegar Guðjón Petersen skipherra var yfir þeim. Í grunninn voru þær þó skipulagðar sem viðbúnaður vegna stríðsátaka.

Eftir að kaldastíðinu lauk er eins og þær hafi mætt afgangi og yfirstjórn þeirra ekki eins sýnileg og var. Ríkislögreglustjóri þurft að nota féð í annað.

En hvað er það svo sem svo augljóslega hrópar um vanbúnað almannavarna á Íslandi?

alfonzo-cavite-evacuation-center-january-16-2020-001Ég fór fyrst að spyrja mig spurninga um viðbúnað almannavarna þegar ég átti náinn ættingja sem kom til landsins með flugi Wizz air 2019 sem þurfti að lenda á Egilsstaðaflugvelli um hávetur vegna veðurs í Keflavík.
Minn ættingi eins og um helmingur farþega kaus að fara í land frekar en aftur til Póllands. Þar var hinsvegar ekkert í boði á þessum alþjóðlega varaflugvelli. Engin aðstaða til að leggja sig um nóttina eða hvílast, ekki ein einasta motta, hvað þá beddar.

Showcase_GuatemalaÞað átti að loka flughöfninni á farþegana og neita þeim um skjól fyrir nístingskulda og vindi um hávetur, fljótlega eftir að þeir stigu á land. Það var ekki fyrr en móðir með ung börn brotnaði niður og brast í grát af örvæntingu að starfsmenn ákváðu að spyrjast fyrir hvort þeir mætti leyfa fólkinu, einhverjum eða öllum að vera í húsinu, flughöfninni, þar til far í bæinn biðist þeim.

Þarna á þessum alþjóðlega varaflugvelli var hinsvegar enginn viðbúnaðuar af neinu tagi til að taka á móti og hýsa fólk. Engar dýnur, engir beddar, enginn matur, engin áætlun eða hugsun og hreinlega ekkert í boði.

HTB1g24rmborBKNjSZFjq6A_SpXarÞarna á Egilsstöðum ættu almannavarnir að eiga gáma á dráttarvögnum í góðri geymslu með einföldum beddum eða dýnum, þó ekki væri nema vindsængum, og vera eiga tilbúð skipulag um hvernig tekið væri við fólki sem kæmi með flugélkum á þennan „alþjóðlega varaflugvöll“.

Almannavarnir á Íslandi ættu að eiga skemmur á nokkrum stöðum á landinu með viðbúnaðargámum á dráttaarvögnum eins og allar byggðir eiga slökkvibíla, jafnvel þó þeir séu aldrei notaðir. Í þessum skemmum ættu að vera gámar sem ekki þyrfti annað en að setja á flutningabíl eða aftaní dráttarbíl, og aka fyrirvaralaust þangað sem þörf væri á. Ekki einungis með beddum heldur líka gáma með rafstöðvum og gáma með vatnsdælum (vegna hraunstraums og fl, gáma með aðstöðu fyrir læknishjálp og hjúkrun, eldhúsgáma, og hvað annað sem fyrirsjánlegt væri að til þyrfti að taka í neyð og við hamfarir — þó þeir yrðu aldrei notaðir og endurnýja þyrfti búnaðinn reglulega lítt eða ónotaðan.  Eins og slökkviliðsbíla sveitarfélaganna sem fæsti eru nokkru sinni notaðir til slökkvistarfa — sem betur fer.

BBA_Pumps_flood_control_package_BA700G_pump_with_piping_systemMeð þetta í huga hlustaði ég á viðtal Jóhönnu Vigdísar við Samgönguráðherra Sigurð Inga Jóhannsson um viðbúnað vegna mögulegs goss og hraunstraums á og yfir Keflavíkurveginn (Reykjanesbraut) og Suðurstrandaveg. Sigurður svarði því til að auðvelt væri að ryðja upp varnargörðum eins og í Vestmannaeyjum og kæla hraunið með vatnsdælum. Í dag væri til mikið betri dælur úti í heimi.

Í Vestmannaeyjum var kallað eftir aðstoð bandaríska hersins sem einmitt átti í skemmum tilbúnar dælur eins og margskonar annan viðbúnað — ef þyrfti — og það sem ekki síður skorti til að nota þær, langar lagnir fyrir vatn til og frá dælunum.

200707074009LXVGEf á að kalla í skyndi eftir dælum og lögnum er ekki síður mikilvægt að fyrirfram sé búið að velja þær, vita hvar þær er að fá sem kæmu að bestum notum, sem og annan búnað, vatnslagnir og fjölmargt fleira. Hvar á að fá ýtur og skóflur, hvað er til í landinu hvað þyrfti að kalla eftir, hvar og hvernig.

Á netinu má finna færanlegt allt af öllu. T.d. vatnsdælu sem getur fyllt Ermasundsgöngin af vatni á einungis 10 klukkustundum, en líka litlar sumarbústaðsdælur — og allt þar á milli.

 Hvaða dælur ætlar Sigurður Ingi að velja í skyndi þegar hraun tekur að streyma og hvar og hve fljótt fær hann þær afgreiddar? Í Vestmannaeyjum gekk það tiltölulega fljótt fyrir sig vegna þess að bandaríski herinn hafði þá fyrirhyggju að eiga slíkar dælur tiltækar og bauð okkur aðstoð sína.

Ætlar Sigurður Ingi aftur að leita þangað, veit hann hvort þær biðust og væru hentugar? EScreenshot 2021-03-07 at 15.10.33ða væri kannski ráð núna að í stað þess að treysta á fyrirhyggju annarra að eiga einhvern svona viðbúnað sjálf í gámum í einhverskonar viðbúnaðarskemmu Almannavarna?

Dælur geta líka verið mikilvægar við aðrar aðstæður en að kæla hraunstrauma auk þess sem við gætum þá hugsanlega lánað okkar búnað með litlum fyrirvara annað í heiminn þangað sem náttúrhamfarirð yrðu, eins við höfum notið fyrirhyggju annarra.


SI-TRAILER-backEn stóra spurningin er hvernig á að hýsa flóttafólk frá eldgosi á Íslandi í íþróttahúsum ef ekki er hugsað fyrir dýnum, beddum eða skilrúm eins og nú sjást víðast þar sem fólk er hýst í neyð, t.d. vegna fellibylja?
Þ.e. almannavarnir á Íslandi eiga ekki skemmu og gáma með viðbúnaðarútbúnaði, sem ætti þó að vera jafn sjálfsagður og sjúkrakassi í fjölskyldubílnum – þó flestir sjúkrakassar séu aldrei notaðir.

Í skemmunni ættu að vera til únir gámar með rafstöðvum, dælum, beddum og dýnum, eldhúsum, hjúkrunaraðstöðu og mikið fleiru, eða öllu því sem náttúrhamfarir og veður á Íslandi gætu skapað þörf fyrir.

SI-ACS-trailerEinhverja slíka gáma með nauðsynlegasta viðbúnaði fyrir fólk, ætti að hafa í öllum landsfjórðungum, og að m.k. við þá flugvelli sem eiga að þjóna sem vara- og öryggisflugvellir sem og í Keflavík. Á sínum tíma greiddi NATO vænan hluta byggingakostnaðar flugstöðvarinnar vegna þess að hún átti að geta hýst mikinn fjölda í neyð og þar átti að geyma bedda í kjallara — en hefur það nokkurtíman gerst — að beddar væru geymdir þar á lager?

[Ljósmyndir teknar af vefnum]


Mearsk siglir undir dönskum fána

Ef það er rétt að reglur ESB geri Eimskip ómögulegt að skrá skip sín með heimahöfn á Íslandi, hvernig stendur þá á því að danska skipafélagið Mearsk sem á stærstu gámaskip veraldar (raunverulega) og er mögulega stærsta skipafélag heims, siglir flestum sínum skipum undir danska fánanum, sumum undir fána Hollands/Rotterdam og nær öllum undir ESB-fánum. Danska fánann má sjá yfir skipinu og danska heimahöfn, sem í þessu tilviki er Rønne, má lesa á skut þessa skips ef smellt er á hana og hún stækkuð?
http://kelvindavies.co.uk/kelvin/data/media/33/Arthurm6.jpg
Arthurm6
mbl.is Vilja skrá skipin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveð að sinni - er fluttur á Eyjan.is

Slóðin er http://blog.eyjan.is/hehau/  - Bið að heilsa vinum sem enn eru hér eftir og vel má vera að ég kíki á þá stöku sinnum en því miður er Morgunblaðið, Mbl.is og Mogga-bloggið nú í hjartastoppi. Blóðið sem enn rennur er kalt og helblátt.  Þeir sem annast sjúklinginn neita þó að horfast í augu við að sjúkdómurinn á rætur í græðgi, stolti og stjórnlyndu einræði og er náskyldur fasisma og öfgaþjóðernishyggju. - Ég bara vona að sem fæstir smitist.

Skammarleg framkoma? - en ef við snérum þessu við?

Hvernig virðum við fólk, líf og manneskjur? Afhverju er það skammarlegt að „ónáða“ og „trufla“ efnað, vel menntað, valdamikið og vandlega tengt fullorðið fólk en ekki að slík manneskja hendi lífi 19 ára umkomulauss unglings á haugana?

Dögg Pálsdóttir fv þingmaður og hæstaréttarlögmaður segir það „skammarlega framkomu“ að hróp skyldu gerð að „mannréttindaráðherra“ sem átti að halda ræðu á ráðstefnu um mannréttindamál í kjölfar ómannúðlegrar meðferðar hennar á 19 ára ungling og fleirum.

Miklu fleiri virðast tilbúnir til að fordæma orð og „ónæði“ og „truflun“ sem ráðherra verður fyrir en að sá ráðherra hendi lífi fólks, jafnvel einstæðs unglings á haugana eins og hverju öðru rusli.

Ekkert við Dyflinnarsamkomulagið margumrædda skyldar ráðherra til að senda hælisleitanda til fyrsta viðkomulands Shengen — nema hann ætli annars að senda hælsleitandann án málsmeðferðar til heimlandsins sem hann flúði. Reyndar kveður Dyflinnarsamkomulagið  á um að ekki eigi að nýta þessa heimild ef lengri tími en 3 mánuðir líða án afgreiðslu, í tilviki Noors er miklu lengra um liðið.

Noor í stað Rögnu og öfugt

Ef við nú snérum þessu við, settum framkomuna við Noor í stað Rögnu og öfugt, myndi yfirstéttin á Íslandi telja það skammarlegri framkomu gagnvart Noor hinum 19 ára Íraka sem vart hefur fengið að njóta neins friðhelgis heimilis eða einklífs frá hendi íslenskra stjórnvalda, ef hann nú yrði fyrir „ónæði“ heima hjá sér af fólki utandyra og hann yrði „ónáðaður“ á ráðstefnu, væri það þá skammarlegra að mati fína fólksins en ef við tækjum Rögnu mannréttindaráðherra fyrirvarlaust og flyttum Rögnu síma- og peningalausa til Grikklands og án alls þar sem við vissum að hún yrði uppá stjórnvöld komin sem þó útveguðu aðeins 300 svefnpláss fyrir 50.000 manns sem væru í sömu stöðu og hún. Við vissum svo líka að hún fengi tveggja kosta völ annaðhvort að sitja áfram í fangelsi á flugvellinum í Aþenu svo fullu að þar væri hvergi pláss til að leggjast,  eða vera sleppt allslausri á staðnum rétt kominn í ókunnugt landi auralaus, vegalaus, skilríkjalaus og eiga í engin hús að leita og ekkert skjól að hafa ein á vergangi?

Ragna ætti að fara þetta ferli sjálf

Ætti Ragna ekki að bjóðast til að fara þetta ferli sjálf sem brottvísuðum hælisleitanda til Grikklands, þar sem hún staðhæfir að það sé í góðu lagi.  - Þó ekki væri nema í 5 - 6 daga til að vita hvað hún er að tala um. Það væri nú varla mikið mál fyrir fullorðna manneskju í samburði við 19 ára ungling. - Hversvegna ætti henni vera nokkur vorkunn sem telur þetta fullgot fyrir annað fólk, vel menntuð og lífsreynd og vílar ekki fyrir sér sjósund við strendur Íslands að vetri.  Ætti Ragna ekki að hafa af því fullt gagn að kynnast því í rannsóknarskyni að hún yrði handtekin, svipt símanum og peningum og flutt út eins og hver annar hælisleitandi og án þess að upplýsa ebættismenn í Girkklandi fyrir en eftir nokkrar daga hver hún raunverulega væri?


Bréf frá unglingnum sem við hentum í ruslið

„Ég hef grátið mikið og geri það enn. Ég elska Ísland svo mikið og ég var að vona að ég fengi að dvelja hér allt mitt líf, en þau gáfu mér ekki tækifæri til að komast af og lifa lífinu. Af hverju? Ég vil vita af hverju.

Ég hef aldrei séð eins gott fólk í lífinu eins og fólkið á Íslandi.

Ég er núna í Grikklandi og veit ekki hvað ég á að gera – hef ekki sofið í þrjá daga. Ég var settur í fangelsi á flugvellinum. Ég sver við líf mitt að í fangelsinu eru meira en hundrað manns. Ég gat ekki sofið, ég fann ekki stað eða rúm til að sofa á. Í morgun var mér sagt að ég þyrfti að koma með þeim í viðtal. Ég sver við guð að viðtalið tók ekki meira en tíu mínútur, og eftir það sögðu þau mér að ég væri frjáls. Ég spurði þau hvert ég ætti að fara, ég hef engan stað til að fara á hér í Grikklandil. Þau spurðu bara: Hvort villtu frekar fara eða vera áfram í fangelsi?

Ég vil ekki segja meira vegna þess að ég vil ekki láta mér líða mjög illa. Það sem ég vil segja núna, og ég er eins og grátandi barn, er:

Ég elskaði Ísland og ég vona að ég fái að sjá ykkur á Íslandi aftur og vil þakka ykkur kærlega öllum þeim sem hjálpuðu mér. ÉG ELSKA YKKUR ÖLL.

Með ást og einlægni og virðingu fyrir ykkur öllum.

Noor Al-Azzawi“
  

Hann er 19 ára Íraki og hefur dvalið hér hátt á annað ár við bið eftir svörum um hvort hann fengi hér skjól og þá hvort þessi hæfileikaríki ungi maður gæti hafið líf eins og annað ungt fólk sótt nám og byggt upp líf sitt til framtíðar. Við gerðumst formlegir aðilar að stríðinu sem hrakti hann á flótta og faðir hans kaus að aðstoða herliða okkar og Bandríkjanna sem þá kallaði ofsóknir yfir fjölskyldu hans og sérstaklega karllegginn. Hann er nú einn og vegalaus en hefur eignast fjölda vina og aðdáenda hér á landi þann tíma sem hann hefur beðið hælis, því Noor er mjög hæfileikaríkur ungur maður. 

Þrátt fyrir mikla erfiðleika við að fá vinnu og atvinnuleyfi án landavistarleyfis tókst honum það og sá vel um sig þegar hann var sóttur og sendur til Grikklands sömu nótt. - Þó hefur nefnd dómsmálarðaherra sjálfs sagt í skýrslu sinni að bíða eigi a.m.k. 15 daga frá því slík ákvörðun er kynnt hlutaðeigandi þar til hún er framkvæmd svo raunhæft sé að svara forsendum hennar.

Aleiga hans eru íslenskir peningar sem hann hefur unnið fyrir sér - en fékk ekki að skipta þeim í nothæfa mynt áður en honum var hent.

Ragna dómsmálaráðherra sjálf synjaði ósk Birgittu Jónsdóttur um að hann fengi að hafa símann sinn með sér svo hægt væri að halda tengslum og fylgjast með honum og að hann fengi þann 15 daga frest sem skýrsluhöfundar dómsmálráðuneytisins telja að beri að veita.

Má [kannski] en þarf alls ekki

Dyflinnar samningurinn á að tryggja að allir fái einhversstaðar lágmarks málsmeðferð og að ef ekkert annað landi vill geri það sé það skylda fyrsta viðkomulands. Grikkir ráða hinsvegar ekki við vandann og tryggja ekki fólki lágmarks meðferð, aðstoð og vernd jafnvel ekki svefnpláss.

- Allar ákvarðanir dómsmálaráðherra hér eru pólitískar ákvarðanir - hún má (kannski) en þarf alls ekki. - Engin lög eða reglur banna Rögnu að veita Noor og þeim öðrum sem hún sendi nú til Grikklands hæli, eða skylda hana til að senda hann úr landi - en Ragna gerir það samt, engin lög eða reglur banna Rögnu að leyfa Noor að hafa með sér símann - en Ragna gerir það samt, engin lög eða reglur banna Rögnu að veita Noor 15 daga málsmeðferðarfrest - en Ragna gerir það samt, enginn bannar Rögnu að sjá til þess að hann/þeir geti skipt krónunum sínum í nothæfan pening en Ragna gerir það samt, enginn skyldar Rögnu til að nota heimild Dyflinnarsamningsins um endursendingu til fyrsta Shengenlands en Ragna gerir það samt.


Geðþóttaákvarðanir dómsmálaráðherra

- Allt eru þetta geðþóttaákvarðanir sem Ragna ber ábyrgð á sem sést svo sorglega þegar þær eru færðar uppá raunverulega persónu, þennan 19 ára unga Íraka sem lenti á vergangi þegar fjölskylda hans aðstoðaði innrásarlið okkar og leitað var hefnda fyrir það í heimalandi hans. - Ekkert bannar okkur að veita honum hæli eða skyldar okkur til að senda hann til baka - en við gerum það samt afþví ráðherra telur sig mega það og geta það.

Mannréttindaráðherra ?

Ef það er ámælisvert að ónáða Rögnu á þeim einu stöðum sem til hennar næst og að hneykslanlegt að öskra á Rögnu þegar hún ætlar að tala um mannréttindi á ráðstefnu, þá nær skalinn ekki yfir þann glæp að henda fólki í ruslið eins og Ragna ÁKVEÐUR af geðþótta sínum og stefnu að gera í þessu máli.

Erum við kristið fólk?

Hvernig getur kristið fólk komið svona fram í nafni okkar sem kallar sig kristina þjóð og hefur krossmark í fána sínum?  Í Matteusarguðspjalli 25 segir:

„Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.  ....
Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?
... ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.`“

 

Sjá líka ágætar greinar á Smugunni Ruslið og Herþotur yfir Bagdad


Hér má finna kjarnann í hruninu og spillingunni

Þetta er virkilega krípý birtingamynd hins spillta Íslands og tengsla æðstu embættismanna við þöggunina og aðförina að þeim sem reyna að draga huluna frá.

Ríkisskattstjóri sjálfur ásakar þann sem dregur fram mynd sem við eigum öll kröfu á að þekkja um upplýsingastuld - og blandar inn í málið alls óskyldum ávirðingum í hans garð um skil ársreikninga og fleira. Eins og FME gekk fyrr fram gagnvart blaðamönnum sem afhjúpa er hér sett fram alvarleg hótun  ríkisskattstjóra gagnvart öllum sem reyna að draga huluna frá.

Víst má telja að ef menn rekja sig til þess hver kippir hér í spotta þá finna þeir kjarnann í hinu gegnspillta Íslandi, hverjir eru þar gerendur og hverjir skósveinar.

Nákvæmlega sama gilti um aðför FME (Fjármálaeftirlitsins) að blaðamönnum og aðförinni að Kompás og að Kristni Hrafnssyni og rót þess að FME gerði það mál að sínu fyrsta forgangsmáli til beggja sérstöku saksóknaranna og að lögfræðingur FME vildi sérstaklega kosta kapps að láta á það reyna til hins ýtrasta, með allt hrunið enn órannsakað og óuppgert á sínum borðum.

Víst má telja að hér toga sömu öfl í þræðina og sá sem gæti rakið sig eftir þeim til upprunans finnur fyrir kjarnann í hruninu og hinu gegnspillta Íslandi


mbl.is Grunaður um upplýsingastuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ORF trúverðugt? - Ekkert eftirlit með ræktunarreit ORF

ORF-Líftækni ræktar bygg með virkum mannapróteinum svo sem HGH (vaxtahormón). Það er gert með splæsigeni með viðbættum prómótor sem knýr plöntuna til að sí-framleiða prótein eftir uppskrift gens úr mönnum í fræi sínu óháð þörfum plöntunnar og þó plantan myndi aldrei kalla eftir próteini frá geninu einu og sér nema vegna prómótorsins sem knýr hana til að framleiða eftir uppskrift gensins.

img 2009 08 11 16 39 23Á löngum tíma við slíka ræktun er blöndun við annað bygg til manneldis eða fóðrunar meira en líkleg og vitað er einnig að bygg og melgresi geta frjóvgast saman þó afkomedur fram að þessu séu taldir ófrjóir. Þá er almennt varað við óstöðugleika genabreyttra lífvera og því óvæntum útkomum (dæmi: EMS) og að bakteríur hafi þegar tekið upp gen sem bætt er í allar erfðabreyttar lífverur og gerir þær á stofnfrumstigi ónæmar fyrir sýklalyfjum sem notuð eru til að drepa frumur sem ekki hafa veitt splæsigeninu viðtöku. Fyrst og fermst eru þó allar svona breytingar sem sleppa frá okkur óafturkallanlegar.

Hér ætla ég aðeins að rekja hversvegna ég tel ekkert eftirlit hafi verið með ræktunarreit ORF í Gunnarsholti hvorki af hálfu ORF eða Umhverfisstofnunar, engin úttekt hafi verið gerð af Umhverfisstofnun á uppsetningu reitsins eins og áskilið er og engir eftirlitsmenn hafi komið þar föstudaginn 14. ágúst eins og framkvæmdastjóri ORF heldur nú fram og eftirlit í sumar verið annað hvort afar lítið eða alls ekkert.

Um þetta gæti mér skjátlast en ætla hér að leggja fram mín rök og gögn.S2 16agust2009 028 mold

Þess er að geta að í tilkynningu til ESB segir að svæðið sé vaktað (monitored), merkt skiltum (signs) í fleirtölu og girt rafmagnsgirðingu. Af samhenginu verður að telja að átt sé við mannhelda girðingu skilti sem segja fólki hvað þar fari fram og vöktun sé til að fylgjast með ástandi svæðisins og mannaferðum um það.

Ég vil taka fram að ég hef enga hugmynd um eða yfir höfðuð neinar vísbendingar um hverjir skáru akur ORF, og ekki aðrar vísbendingar um hvenær það var gert en þær sem í myndum mínum felast þar sem m.a. má sjá að sár stráanna eru þornuð og gulnuð sunnudaginn 16. ágúst kl 15:30 og mold á upprifnum rótum er þá þegar þurr. Jafnframt sést á myndunum frá þriðjudeginum á undan, þ.e. 11. ágúst að þá kl 17:00 var akurinn óskorinn og ósnertur.

Ljóst er hinsvegar að ORF hafði ekki hugmynd um hvað hefði gerst fyrr en tilkynning um það barst fjölmiðlum og hrekst þá úr einu skjóli á annað í staðhæfingum sínum um dagsetningar og eftirlit. Trúverðugleika og áreiðanleika fyrirtækisins verður að meta í því ljósi.

H 11agust2009 008AAA hnutur+Umhverfis akur Orf í landi Gunnarsholts er einföld girðing með enn einfaldara hliði sbr myndir. Vera kann að girðingin eigi að gefa dýrum rafmagn en engar merkingar eða viðvaranir um það voru á girðingunni að hún væri rafmagnsgirðing og ekki gaf hún mér rafmagn við að klofa yfir hana við hliðið.

Hliðið er hnýtt aftur með grænu snæri. Þegar inn fyrir er komið er fyrst úr sér vaxið grassvæði en svo tekur við plægt og sléttað moldarsvæði þar sem reiturinn er á miðju svæðinu, sbr mynd.

Moldin er þarna sérlega laus í sér og loftkennd trúlega vegna hás hlutfalls gjósku úr Heklu enda var þetta svæði allt foksvæði þar til Landgræðslan tók til sinna ráða. Fyrir vikið marka fótspor all djúp för í moldina. Dráttavélarför frá sáningu voru einnig mjög skýr og augljós. En það var hreinlega óþægilegt að verða þess áskynja hve skýr fótspor aðkoma mín að reitnum markaði í mjúka moldina. Ég gætti þess þó að stíga hvergi nærri bygginu sjálfu sem var í kjarna ræktunarreitsins sjálfs með hafra-ræktun umhverfis.

G 16agust2009 0027 girdingAf því hve mín eigin fótspor mörkuðust djúp og skýr þykist ég vita fyrir víst að ef einhver annar hefði komið sömu leið þ.e. frá hliðinu að ræktunarreitnum hefðu spor hans verið mér augljós og sýnileg. Engin önnur fótspor en mín lágu hinsvegar inn að reitnum þá leið, hvorki á þriðjudeginum þann 11. ágúst, né sunnudaginn 16. ágúst.

Vafalaust gætu skemmdarvargar hafa komið hvaða leið sem er inn á reitinn en ólíklegt verður að telja að eftirlitsaðilar hefðu ekki farið um hliðið. Þaðan lágu hinsvegar engin sýnileg fótspor nema mín og aðeins ein dráttavélarför sem augljóslega tengdust sáningunni. Þau lágu inná reitinn, eftir beðunum til sáningar með beygjum og snúningi við enda þeirra, einn hring til baka umhverfis reitinn og útaf reitnum aftur sömu leið og inná hann.

Plæging hafði berlega farið fram löngu fyrir sáningu þar sem öll ummerki hennar voru miklu grónari og meira veðruð eftir fok og rigningar en förin og ummerkin eftir sáninguna.

img 2009 08 11 17 24 14 (1)Af ummerkjunum myndi ég halda að sá sem setti upp fuglanetið yfir reitinn hefði komið með dráttavélinni þar sem engin sjálfstæð fótspor nógu nýleg voru inná reitinn.

Af þessum ummerkjum sem staðfest eru hér með myndum tel ég ekki að neinn hafi farið inná svæðið síðan sáð var. Það er t.d. ekki hægt að sjá hvernig fuglanetið væri að standa sig og hvort þyrfti að laga það nema fara langleiðina að því.

Þegar ég kom þarna á sunnudeginum þann 16. hélt ég að ORF væri búið að uppskera byggið og hefði tekið hluta af höfrunum í rannsóknarskyni.

Á miðvikudeginum 19. ágúst sendi „Illgresi“ frá sér tilkynningu um að hafa skemmt akurinn eða þremur dögum eftir að ég var þarna á sunnudeginum þegar sár stráanna voru augljóslega þegar þornuð og gul í endann (sbr myndir í fyrra bloggi um efnið). ORF lýsti því umsvifalaust yfir að skemmdarverkið hefði verið unnið aðfaranótt eða snemma morguns miðvikudags 19. ágúst. Það var ítrekað við alla fjölmiðla, - þar til ég birti í bloggi mínu myndir sem sýndu að ummerkin voru að minnsta kosti tveggja daga gömul þremur dögum fyrr, eða þar með a.m.k. 5 daga gömul á miðvikudeginum.

Eftir að ég birti á bloggi mínu myndir þar sem ég sýndi fram á að skemmdirnar gætu vart verið yngri en 2ja til 5 daga gamlar þegar ég var þarna á sunnudeginum 16. ágúst, lýsti ORF því yfir að eftirlitsmenn þeirra hefðu kannað svæði á föstudeginum 14. ágúst. - Nú vill svo til að þetta er ekki heldur í samræmi við ummerki.

S1 11agust2009 005 moldFyrir það fyrsta voru eins og fyrr segir engin ný fótspor frá hliðinu að svæðinu þegar ég kom þarna þann 16. ágúst nema mín frá þriðjudeginum, en afar ólíklegt verður að teljast að starfsmenn ORF eða Landgræðslunnar gangi ekki um hliðið þegar þeir koma þarna til eftirlits. Í annan stað var allt annað traðk inná svæðið með ólíkindum lítið miðað við það sem þarna hafði gerst þ.e. kornið hafði verið skorið og beð rifið upp. Það voru heldur engin ný hjólför inni á svæðinu hvorki eftir dráttavél eða annað farartæki.

H 11agust2009 008AAAb#4CB759Loks þá hef ég myndir af hliðinu og bæði snærinu og hnútnum sem það var bundið með bæði þann 11. ágúst og aftur 16. ágúst og nokkuð augljósleg hefur ekkert verið hreyft við snærinu eða hnútnum sem hliðið er fest með í millitíðinni. Bandið liggur eins þann 16. ágúst og það gerði á þriðjudeginum þann 11. ágúst, þá er hnúturinn eins og spottinn frá honum er ósnertur og eins, þ.e. engir höfðu farið um hliðið.

Öll ummerki umferðar eða öllu heldur fullkominn skortur á ummerkjum um að farið hefði verið um hliðið og að ræktunarreitnum gera það ólíklegt að nokkur eftirlitsmaður hafi farið þar um síðan traktorinn fór þar þegar sáð var, og næsta útilokað að rétt sé að eftirlitsmenn hafi kannað reitinn föstudaginn 14. ágúst eins og ORF heldur nú fram.

Það verður því jafnvel að teljast ólíklegt að Umhverfisstofnun hafi rækt þá skyldu sína að taka út uppsetningu reitsins eftir sáningu og uppstillingu, því við það hefðu verið skilin eftir fótspor yfir mjúka moldimna til og frá reitnum.

img 2009 08 11 17 37 38img 2009 08 11 17 37 56Þess utan er ber svo akstursleiðin frá þjóðveginum að svæðinu með sér að hún hefur ekkert eða nær ekkert verið ekin í sumar. Hafi verið ekið að girðingunni til eftirlits er það þó algerlega ófullnægjandi því ekki er hægt að sjá þaðan hvernig fuglanetið væri farið eða hvort skepnur hafi komist í og bitið iðagrænan reitinn.


Myndir sem sýna að reitur ORF var löngu skorinn

Ég er í óttalegum vandræðum með þessar myndir af tilraunareit ORF í ljósi frétta dagsins. 

img 2009 08 11 16 11 43Þriðjudaginn 11. ágúst sl fór ég með Heiðu konu minni að Gunnarsholti til að freista þess annarsvegar að taka myndir af íslenskri byggrækt skömmu fyrir uppskeru og hinsvegar að sjá hvort og hvernig ORF - Líftækni hefði sáð fyrir korni á grundvelli leyfis um útiræktun á erfðabreyttu byggi sem afgreitt var frá Umhverfisstofnun seinni hluta júní og taka myndir af því og frágangi þess.

Skemmst er frá að segja að við fundum bæði stóra og ægifagra bygg-akra  með fullþroskuðu img 2009 08 11 17 37 56gullnu byggi og grænan rannsóknareit ORF.

Það vakti þó athygli okkar að svo virtist sem enginn hefði farið að rannsóknareitnum síðan sáð var í hann í vor. Net sem ORF er skyldað til að hafa yfir ræktuninni var rifið, ritjulegt og illa sett yfir, með að því er virtist mjög veikum stoðum og festingum.

img 2009 08 11 17 24 03+Þetta má sjá hér á myndum (nafn myndanna er tímasetning þeirra).

Þar sem verið gat að hirðuleysislegt netið og frágangurinn væri tilfallandi þetta eina augnablik sem ég tók myndirnar, en hugsast gæti að eftirlitsmenn ORF kæmu í reglulegar eftirlitsferðir, ákváðum við að stefna að því að koma aftur eftir nokkra daga til að sjá hvort ástandið hefði væri bætt og taka þá fleiri myndir.

img 2009 08 11 17 22 16Ef ekkert hefði verið lagað í millitíðinni myndi það vera til vitnis um afar slakt eftirlit, hirðuleysislegan frágang  og margskonar brot á skilyrðum umhverfisstofnunar fyrir leyfi og lýsingum á framkvæmd í tilkynningu til ESB.

Svo við komum aftur á vettvang á sunnudaginn 16. ágúst kl 15:30. Bóndi var að slá og hirða tún rétt hjá í næsta nágrenni.

img 2009 08 16 15 18 42Mér til mikillar undrunar var búið að „uppskera“, en afar illa virtist gengið um akurinn. Þar sem mér skilst að hæst hlutfall sé af hinu vænta próteini fyrir fullan þroska fræsins, var samt ekki svo órökrétt að þegar væri búið að skera. Hafrarnir umhverfis byggið, sem eiga að vera bygginu til varnar, voru slegnir í einu beði inn að bygginu og út hinum megin en allt byggið var slegið innúr reitnum og virtist sem axið hefði verið hirt  og stráið skilið eftir eins og  maður getur ímyndað sér við venjulega uppskeru.img 2009 08 16 15 19 14BB img 2009 08 16 15 25 39BBHafrarnir umhverfis voru svo á kafla rifnir upp og slegnir að hluta í ysta beði. Ég ímyndaði mér að ummerkin væru kannski eftir sýnatökur, þó umgegnin væri ekki til fyrirmyndar. Það var þó ekki úr stíl við það sem ég hafði séð þarna 5 dögum fyrr.

Orðið gamalt á sunnudag

Við athugun á myndunum frá sunnudeginum frá því fyrir 3 dögum (nafn myndanna er tökutími þeirra) sé ég hisnvegar að sár stráanna er þá þegar þornað og gulnað. Það var því ekki nýtt á sunnudaginn. Einnig eru moldarkönglar sem fylgdu upprifnum plöntum þurrir að sjá en moldin undir blaut. Þeir sýna því líka að nokkur tími er um liðinn frá því plönturnar voru rifnar upp á sunnudaginn.

Segja verkið unnið aðfaranótt miðvikudags eða  miðvikudagsmorgun

Forráðamann ORF segja skemmdarverk hafa verið unnið nú aðfaranótt miðvikudags eða á miðvikudagsmorgun, en ljóst er að það hafði þegar verið unnið þegar ég tók myndir þar á sunnudag, og virðist helst hafa verið unnið 2-5 dögum fyrr.

Ljóst er að ORF hefur ekkert eftirlit haft með tilraunareit sínum, uppgötvaði fyrst hvað hefði gerst þegar tilkynning barst fjölmiðlum um það og verður þá að fela þá staðreynd að jafnvel þó mögulega meira en vika væri síðan þetta gerðist hefðu þeir ekki hugmynd um það.

Fleiri myndir hér.

 

 


mbl.is Mikið tjón fyrir lítið fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo rakst ég á þennan ref yst á Snæfellsnesinu

Það var heldur tekið að rökkva þegar ég sá ref trítla yfir veginn nokkuð fyrir framan mig og leggjast í vegkantinn eins og til að bíða þess að bíllin færi hjá. Ég stöðvaði hinsvegar bílinn, skrúfaði í snatri niður farþegarúðuna og mundaði myndavélina. Refurinn starði beint framan í mig í forundran eins og hann hefði vart átt von á þessu. Hálf fannst mér hann eymdarlegur með einhverjar síðar silfurlitaðar lufsur af vetrarfeldinum en annars móbrúnn og með dapurt augnatillit. Eftir augnabliks fyrirsætustörf stóð rebbi upp og rölti í burtu og leit aldrei til baka.

  img 2009 07 20 19 48 15B

img 2009 07 20 19 48 15

img 2009 07 20 19 48 40

img 2009 07 20 19 48 43img 2009 07 20 19 48 49img 2009 07 20 19 49 28


 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband