Afhverju ekki úr 14 í 16 ár?

Það hefur verið svívirða lengi á Íslandi að 14 ára eigi börn að teljast kynferðilega sjálfráða, þannig að þegar þeim aldri væri náð fríaði það fullorðið fólk ábyrgð á kynathöfnum sínum með börnunum ef þau hafa fengist til að samsinna. Í USA er þessi aldur 18 ára en víðast í Evrópu 16 ára. Afhverju hækkuðu þeir það ekki í 16 ár nú í stað 15? Það er enginn að tala um að þessi mörk séu notuð gegn jafnöldrum en þessi lágu mörk gefa fullorðnu fólki sem misnotar ungmenni óþarfa réttlætingu löggjafans.Hærri og lægri
mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Lilja

 Þetta er skref í rétta átt en eins og þú segir, af hverju ekki að hækka aldurinn í 16 ár? Ég held það væri farsælast að hafa það þannig til þess að rími við ýmislegt annað sem unglingum leyfist að gera við 16 ára aldurinn. En 14 ára eru jú bara börn, guði sé lof að menn eru farnir að gera eitthvað í þessum málum.

Anna Lilja, 17.3.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband