Íbúðahverfi byggð þar sem hraun munu renna

Vallahverfi sem nú rís í nágrenni álversins í Straumsvík er ekki aðeins skipulagt svo nærri uppsprettu mengunar og við öflugustu háspennulínur á Íslandi heldur er það reist á aðeins 850 ára gömlu hrauni þar sem örugglega mun renna hraun aftur, aðeins spurning um hvenær. Næsti eldgígur sem það hraun rann úr er aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð.

Á Reykjanesi verða goshrinur sem standa í um 200 ár og hefjast með um 1000 ára millibili - Nú eru rúm 1000 ár síðan síðsta hrina hófst en hraunið undir Vallabyggð var eitt það síðasta sem rann í þeirri hrinu árið 1151 í Krísuvíkureldum.

Eldgígur mokaður í burtuÁ myndinni sem hér má sjá, er verið að moka í burtu merkilegum eldgíg þeim sem næstur er nokkru höfuðborgarsvæði í heiminum og heitir þá væntanlega bara "gjallnáma" eða eitthvað viðlíka. Ef eitthvað vit væri í okkur hefði Þetta með öðru átt að verða verndaðar minjar og aðdráttarafl ferðamanna en ég held við viljum ekki vita af svona minjum svona nærri okkur. Reyndar er Reykjanesskagi í heild einstakur  þar sem úthfashryggurinn kemur upp á yfirborðið og er eini slíki staður í veröldinni, en önnur eldgosasvæði okkar eru blanda af heita reitnum og Atlantsahafshryggnum, og eru því ekki ómengaður úthafshryggur eins og Reykjnesskaginn.

Við íslendningar erum ótrúlega skammsýnir í skipulagi byggðar, ekki aðeins byggjum við án snjóflóðavarna undir bröttum fjallshliðum þar sem fyrr eða síðar munu falla stór snjóflóð heldur líka á eldfjöllum (Heimaey) og við jaðra þeirra þar sem örugglega fyrr eða síðar mun renna hraun yfir - án neinna fyrirfram hugmynda um hvernig á að verja byggðina þegar þessir alvarlegu atburðir sem fylgja landi okkar munu gerast.

Í ofanálag göngum við afar illa um okkar næsta umhverfi þó við viljum verja fjarlægt hálendið okkar. Eldgosaminjar eru mokaðar í burtu eins og hvert annað rusl og hraun eru rudd langt útfyrir vegstæði við vegagerð sem oft er um þau þvers og kruss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband