Skemmdar tennur og niðurskurður barnabóta.

Ætli skemmdar tennur heillar kynslóðar barna og skerðing barnabóta um 10 milljarða verða helsti minnisvarði þessarar ríkisstjórnar þegar fram í sækir? - Það er kannski ekki nema von að ríkissjóður sé rekinn með hagnaði í einhver ár þegar ríkisstjórn finnst sig engu varða að tannlækningar barna hafa árum saman koðnað niður og bæta svo um betur og skera barnbætur niður um 10 milljarða. - En ætli börnin muni ekki minnast þess þegar fram í sækir - að það var þá þegar Sjálfstæðisflokkurinnn var við völd að ekki fékkst almennilegur stuðningur við tannlækningar þeirra.
mbl.is Skerðing barnabóta gagnrýnd harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ábyrgð foreldra engin? Hvernig væri að kenna krílunum að tannbursta sig?

Gísli (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Því miður dugir tannburstunin ekki ein. Skemmdar tennur stafa af bakterím sem mannslíkaminn myndar hægt mótstöðu gegn þannig þó að tannskmmdir eru í lágmarki frá 20 ára - 70 ára. Einn megin tilgangur barnatannlækninga eru forvarnir til að tennurnar nái að komast heilar eða að mestu heilar yfir þetta viðkvæma tímabil barnæskunnar áður en þokkaleg mótstaða hefur myndast við bakteríunum sem skemma þær. Á því tímbíli get þær skemmst mjög hratt. -Tannlækningar eru hinsvegar afar dýrar og því miður dugir tannburstunin ekki ein.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.3.2007 kl. 20:35

3 identicon

Ég flutti til Danmerkur sl haust með rúmlega tveggja ára son minn. Stuttu eftir að við komum hingað fékk sonur minn boðskort frá skólatannlækninum þar sem honum var boðið í heimsókn á tannlæknastofuna til að skoða aðstæður og jafnvel telja tennurnar ef allt gengi vel. Heimsóknin gekk alveg súpervel og ég veit hann á eftir að búa vel að þessari fyrstu reynslu af tannlækni, sem skiptir alveg rosalega miklu máli.

Hérna eru öll börn hjá sérstökum skólatannlækni og ríkið greiðir allan kostnað undir 16 ára aldri, amk. Er það ekki þannig sem það ætti að vera?

kv, Dagný - www.reykjalin.com/blog

Dagný Reykjalín (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 20:54

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jú akkúrat.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.3.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband