Gott hjá Norðmönnum

Ég skil aldrei afhverju Ísraelar og Bandaríkjamenn neiti ekki aðeins bæði að viðurkenna tilverurétt Palistínu og ríkisstjórn Palistínu, heldur líka að Ísrael þurfi að fara að samþykktum Sameinuðu þjóðanna þá sjaldan USA hefur ekki eitt ríkja beitt neitunarvaldi, en gera það svo að tilliástæðu til að svelta Palistínumenn að þeir viðurkenni ekki Ísraelsríki, ríkið sem hersetur þá, rænir þá löndum og sveltir börnin þeirra.

 

Viðbót um Guðs útvöldu:
Kirkjan og norðurljosin Hugmyndin um Guðs útvöldu er afar hættuleg venjulegu fólki því hún stendur í vegi fyrir því að það fólk geti sett sig í spor annarra sem annars er mikilvægasta þroskastigið og kemur oftast með unglingastiginu, að geta sett sig í spor annarra og fundið þeirra sársauka og þeirra tilfinningar. Ef hinsvegar því er bætt við uppeldið að aðrir séu öðruvísi, óæðri og ekki eins þóknanlegir Guði stendur það í vegi þess að viðkomandi geti meðtekið þennan þroska með eðlilegum hætti. Þegar svo við það bætist að trúarbragðahöfundurinn Móse segir þjóð sinni að gjöreyða borgum sem hún vilji leggja undir sig, vægja engum og þakka Guði fyrir ræktarland sem þeir hafi ekki sjálfir sáð, hús sem þeir hafi ekki sjálfir reist, og fagra hluti sem þeir hafi ekki sjálfir smíðað, þá í það minnsta er þeim ekki hollt að við hin tökum undir um að tilfinngar og réttindi Palistínumanna séu léttvægari en Ísraelsmanna. - Ég held að jafnvel Guð sé ekki sáttur við það.


mbl.is Norðmenn aflétta viðskiptabanni á heimastjórn Palestínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband