Merkilegt hve mörg vatnstjón hafa orðið nú á örfáum dögum, nú síðast í húsi HR sem áður var hús Morgunblaðsins. Ekki er augljós sameiginleg orsök - nema þá ef vera kynni að bilunin í dælubúnaði Orkuveitunnar um daginn þegar eldingu laust niður í rafkerfið, hafi valdið svona miklu álagi á veitukerfið að í kjölfarið hrökkvi í sundur veikir hlekkir þó svo nokkrir dagar líði. Ætli þetta verði kannað í því ljósi? Kannski brustum lagnir ,,næstum því" víða sem svo verða að gefa sig alveg næstu mánuði eða ár?
Tölvuvert tjón á loftum í húsi HR vegna vatnsleka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 19. mars 2007 (breytt kl. 14:50) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.