Eftir háspennulínunum til stærsta álvers í Evrópu sem rísa á í Straumsvík verða fluttar a.m.k. 7.000.000.000.000 W st af rafmagni eða 7.000 GW st á ári. Vissulega hverfur sjónmengunin ef háspennulínur sem bera miklu meira rafmagn en öll þjóðin notar þess utan eru settar á jörðu, - en er það nóg?
Þarf ekki líka að fara með þær í góðan sveig útfyrir alla væntanlega og núverandi íbúðabyggð og útivistarsvæði? Í jörðu gætu þær seinna verið 1/2 til 1metra undir fótum okkar, barna okkar og barnabarna og vistsvæðum þeirra án þess að við hefðum hugmynd um það með tilheyrandi rafsegulsviði í veldishlutfalli við nálægð línunnar, en á meðan þær eru á möstrum eru þó nokkuð fleiri metrar upp í þær þegar þær eru næstar okkur segulsviðið því miklu minna, og þær eru sýnilegar og augljóst hvar þær liggja fyrir þá sem kjósa að forðast þær, sjá íslenskan vef sem fjallar m.a. um efnið og ég rakst á hér: http://frontpage.simnet.is/vgv/.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 29. mars 2007 (breytt kl. 01:07) | Facebook
Athugasemdir
Sælinú
Það er allt of algengt að fólk sé hrætt við hugsanlega hættu en sættir sig fullkomlega við raunverulega hættu.
Aðal hættan af farsímum er fólk sem keyrir með farsíma.
Svifrykið í Reykjavík er raunveruleg mengun. Ég er til í að hafa þessa háspennulínu inni hjá mér og álver úti í garði en svifrykið vil ég losna við svo ég geti hjólað án þess að verða veikur.
Kveðja
Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 08:50
Svifrykið í Reykjavík er meingun sem við vissum ekkert af fyrr en eftir lagnvarandi mælingar og rannsóknir - það er ekki nýtt fyrirbæri.
-Við fengum að vita hættum af blý í útblæstri bifreiða úr bensíninu og að það færi víða yfir hættumörk í Reykjavík u.þ.b. samtímis því að það hentaði að selja blýlaust bensín - ekki eins og það hafi ekki verið í loftinu fyrr. Málning með PCC hvarf af markaði um leið og málningarfyrirtækin buðu loks málningu án þess og auglýstu sérstakleg skaðlausa málningu - ekki eins og við hefðum neitt fengið að vita að hin væri skaðleg fram að því. - Allskyns ósýnileg mengun er allt í kringum okkur en sjaldan fáum við að vita af henni fyrr en það hentar framleiðslusamfélaginu að bjóða okkur annað í staðin.
Helgi Jóhann Hauksson, 29.3.2007 kl. 12:57
Já, sumt er rétt hjá þér. Ef þú hjólar úti í umferðinni þá uppgötvar þú hættuna við farsímahjal í akstri. Samt þarf "vísindalegar sannanir" til að fólk viðurkenni hættuna. Það er miklu stærra vandamál að almenningur lokar augunum fyrir raunverulegum hættum en fær eitthvert kikk út úr því að velta sér upp úr ímynduðum hættum, því miður. Hver sparar bílinn sinn til að minnka svifryk, hver hefur sparað olíu til að koma í veg fyrir olíustríð? Sjálfur hef ég gert það en veit ekki um neinn annan.
Kveðja
Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.