Vottar um að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi brugðist

MyndTekin2005-10-25-155325Á elleftu stundu?

Sú staðreynd ein að nægur hljómgrunnur hefur verið fyrir sérstöku framboði þeirra sem mest þurfa á stuðningi velferðarkerfsins að halda, svo að nú leggur fólk á sig stofnun sérstaks flokks, sýnir að ekki aðeins hafa stjórnarflokkarinr brugðist í þróun og viðhaldi velferðarkerfisns heldur ekki síður stjórnarandstöðuflokkarnir, því enginn straumur er til þeirra vegna þessara mála.

Sorglegast þykir mér að jafnaðarmannaflokkurinn Samfylkingin skuli ekki nú vera augljós valkostur allra þeirra sem eru að leggja mikið á sig við þessa flokksstofnun og þeirra sem hafa undanfarið í skoðanakönnunum talið líklegt að þeir styddu svona framboð. Ég held reyndar að þegar til kastanna kemur muni svona framboð ekki fá brautargengi, ekki síst vegna óteljandi kerfislægra hindranna, en það breytir ekki því að það eitt að það skuli nú vera til og hafa mælst með stuðning er áfellisdómur um Samfylkinguna. þrátt fyrir frábæra framstöðu einstakra þingmanna hennnar eins og þeirra Ástu Ragnheiðar og Jóhönnu í málaflokknum þá er það ekki nóg.

Samfylkingin hefur allt í sínu farteski til að geta verið velferðarflokkurinn, en verður samt að ákveða að gera það og kynna af þekkingu og krafti hvað hún hefur fram að færa í þessum málaflokki þannig að augljóst sé að formaður og þingflokkur allur sé afar vel inní grundvallarmáli jafnaðarmanna velferðarkerfinu. Það að aðeins einn og tveir þingmenn sinni málaflokknum án augsýnilegs og viðvarandi bakstuðnings formanns og annarra þingmanna dregur fram hið gagnstæða að þingflokkurinn og formaðurinn séu ekki vel að sér um málefni helstu skjólstæðinga velferðarkerfisins. -Hvort sem svo er í raun eða ekki.


mbl.is Ný stjórnmálasamtök stofnuð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband