Vonandi er þetta vísir að því sem koma skal í kosningabaráttunni og hjá næstu ríkisstjórn. Líst vel á að framhaldsskólinn verði skoðaður og kostnaður nemenda (& foreldra) við að sækja sér framhaldsskóla-menntunn og bera það saman við Norðurlöndin. Menn skilja ekkert í því að hér séu fleiri ungir öryrkjar (yngri en 20 ára) - en hvílíkur aðstöðumunur hér og á Norðurlöndum varðandi allt sem kostar eitthvað í framhaldsskólum, verklegt nám, efniskostnað, tölvukostnað (MK), námsbækur, skólagjöld og jafnvel framfærslu, þ.e. hæfingu og endurhæfingu ungs fólks.
Hér á Samfylkingin leik því hún hefur lagt sig fram um að segja ekki nema það sem hún getur staðið við, og nú þarf að taka til í verlferðarkerfinu okkar, öllum er það ljóst og enginn er betur til þess fallinn en alvöru jafnaðarmannaflokkur.
Samfylkingin kynnir aðgerðaáætlun í málefnum barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 30. mars 2007 (breytt kl. 02:20) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.