Djúsí fyrirlestur heimsspekingsins Slavoj Zizek

zizekreykjavikFór í dag á fyrirlestur slóvenska heimsspekingsins Slavoj Zizek í Öskju í troðfullum sal sem haldinn var í boði Listaháskólans og Háskólans á Bifröst.
Nálgun Slavoj Zizek er í flesta staði óvenjuleg og hann hrærir upp í áhorfendum. Sem dæmi sagði hann aðspurður atburðina 911 smáviðburð og honum gæti ekki verið meira sama um hver bæri ábyrgð á þeim, en hinsvegar viðbrögð okkar við atburðinum og þróun samfélagins síðan stórviðburð.
Forvitnilegast fannst mér þegar hann aðspurður vék að  Lenín og Marx. Annars kom hann svo víða við á stuttum tíma að drúga stund tekur að melta það allt.

Hann talar útfrá því sem allir þekkja, kvikmyndum sem allir hafa séð og persónum og atburðum sem allir hafa skoðun á, og frá X-files og Titanic og bæði fræðingum og dægurpersónum, en nálgast það allt með öðrum hætti en við eigum að venjast.
Zizek_2007-03-30_kl_16-34-57Það hefði með engu móti komist fleiri í salinn og Hið íslenska bókmenntafélag gaf gestum í kynningarskyni forprentun á fyrsta kafla bókar Zizek Óraplágunni sem væntanleg er í íslenkri þýðingu þegar hallar sumri.
Bókabúðirnar eiga hinsvegar á ensku talsvert af verkum hans. Zizek_2007-03-30_kl_17-55-18
Hér eru nokkrar ljósmyndir úr Öskju sem ég tók af þessum óvenjulega fyrirlesara, rithöfundi, heimsspeking, listamanni og pólitíkus. Einhver sjónvarpsstöðin ætti að taka við manninn viðtal á meðan hann er hér, hann er stórmerkilegur. Hér má smella beint til að skoða Google-leit um hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband