Ljóst er af kjörsókninni og upplýsandi kosningabaráttunni að Hafnfirðingar og lýðræðið eru hér að vinna glæsilegan stórsigur hver sem niðurstaða kosninganna verður. Eftir að úrslit liggja fyrir mega því ekki tapsárir menn komast upp með að skyggja á þennan mikla sigur og gera lítið úr sameiginlegum stórsigri íbúalýðræðisins og allra Hafnfirðinga.
Tæplega 6.000 Hafnfirðingar hafa greitt atkvæði í álverskosningunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 31. mars 2007 (breytt kl. 15:14) | Facebook
Athugasemdir
Þetta er fáránlegt að halda því fram að þetta sé sigur lýðræðisins. Þarna er stórveldi með nánast ógrynni peninga að reyna að sveigja og beygja okkur Hafnfirðinga til hlýðni með óróðri, hótunum og mútum.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 15:26
Tap alls venjulegs almennings sem kaupir rafmagn á heimili sín er verulegt, því þau niðurgreiða rafmagnssamningana til álbræðslunnar í landinu. Tap á Kárahnjúkavirkjun er eitthvað á bilinu 30- 40.000.000.000,- kr. Þessu tapi er mætt eins og venjulega með því að velta því yfir á smásölurafmagnið okkar. Sjá niðurstöður hagfræðinga sem reikna út frá tölum sem Landsvirkjun leggur til :
http://notendur.centrum.is/ardsemi/mal.htm
Siggi (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 15:30
Fyrir utan að vankantarnir eru til að læra af þeim og skrefið sem stigið er til lýðræðis er miklu stærra en niðurstaðan þá fer svo fjarri því að ekki hafi allir aðilar komið sínum málsstað vel á framfæri og fengið til þess marghátaða aðstoð fjölmiðla og peninga. Kjósendur eru tiltölulega vel upplýstir um málið þegar þeir ganga til kjörsstaðar og það skiptir mestu máli.
Helgi Jóhann Hauksson, 31.3.2007 kl. 15:35
Það að tala um almenningur borgi fyrir stóriðjunna er algjörlega út í hött. Þetta er stórnotandi sem tekur sama magnið allan sólarhringin,Stöðugt. Ef við tökum dæmi af Reykjarvíkurborg þá eru sveiflurnar gífurlega og toppnotkunin kl 18 á aðfangadag. Til að eiga alltaf rafmagn fyrir neytendur í Reykjavík þarf að byggja virkjanir sem nýtast aðeins 30% miðað fulla afkasagetu bara til að taka toppa orfáar Klukkustundir á ári. Það er ekki hægt geima rafmagn í þessu mæli.
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 31.3.2007 kl. 15:52
Munurinn á tímum á hámarksafli er þó ekki meiri en þetta. Heildsöluverðið sem OR fær rafmagnið á frá LV við Geitháls er næstum þrisvar sinnum hærra en stóriðjan fær það á. Þá á OR eftir að rukka borgarbúa um miklu hærra smásöluverð fyrir að dreifa rafmagninu til þeirra eftir kúnstarinnar reglum.
http://notendur.centrum.is/ardsemi/alv.doc
Pétur Þorleifsson , 31.3.2007 kl. 22:09
Athyglisvert!
Helgi Jóhann Hauksson, 31.3.2007 kl. 22:14
þvílík hörmung fyrir Hafnfirðinga stopp er að byrja
Björn Emil Traustason, 2.4.2007 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.