Ég varaði við því hér á hádegi kjördag að báðir aðilar álversmálsins virtust vera að búa sér til stöðu til að gengisfella kosninguna ef þeir töpuðu. Ég bað menn um að leyfa ekki tapsárum að komast upp með að lítilsvirða sigur lýðræðsins sem í kosningunni og kjörsókninni felst, hvernig sem færi.
Nú er það að rætast og það kom í hlut Hags Hafnarfjarðar. Að slá því fram að 700 manns hafi flutt til Hafnarjarðar bara til að kjósa gegn álverinu er ekkert nema slíkur rógur, - örþrifaráð tapsárra.
-Fyrir það fyrsta er talan sjálf augljóslega ekki byggð á nákvæmnisvísindum heldur slegið fram með óvissuna á heilu hundraði.
-í annan stað er skrítið að þetta skuli koma fram núna þegar enn er helgi og skrifstofur lokaðar fyrst það var ekki ljóst fyrir kosninguna en nær mánuður er liðinn síðan hægt var að flytja til að komast á kjörskrá.
-Í þriðja lagi jafnvel ef það hefur fjölgað um allt að 700 á kjörskrá í aðdraganda kosninganna getur það verið af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Einfaldlega vegna þess að þegar um svo umtalað mál er að ræða ganga menn rösklega til þess verks sem þeir hafa hugsanlega vanrækt að skrá sig á sitt rétta heimili í Hafnarfirði. Þar sem ekki er samtímis verið að kjósa annarsstaðar flyst fólk hinsvegar ekki að sama skapi af skrá í Hafnarfirði.
-Loks ef einhverjir hafa látið móðinn leiða sig í gönur og skráð sig til Hafnarfjarðar til að fá að kjósa þá er engu líklegra að það séu nei-menn en já-menn, t.d. starfsmenn álversins og aðstendendur þeirra sem eiga allt sitt undir álverinu, trúlegast þó einhverjir úr báðum hópum.
Afar ósennilegt er að nokkur leið sé til að sanna þennan áburð hinna tapsáru, því er hann ekkert nema það -rógur. Ef ekki er einfaldlega hægt að sýna lista yfir 700 yfirlýsta andstæðingar álverins sem hafi flutt lögheimili sitt á heimilsfang þar sem þeir sannanlega eiga ekki raunverulegt heimili þá eru þessi orð "Hags Hafnarfjarðar" ekkert annað en rógur til þess eins fram settur að lítlsvirða niðurstöður þessarra merku kosninga.
Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 2. apríl 2007 (breytt kl. 03:43) | Facebook
Athugasemdir
Flott neðri myndin. Auðvitað lítið tengt innihaldi bloggsins, og þó..
Ólafur Þórðarson, 3.4.2007 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.