Ættu sektir ekki að vera tengdar tekjum og eignum?


Folk_0099Refsingar og sektir eru víða á Norðurlöndum tengdar tekjum og eignum. Hér var í haust brugðist við sögum af því að sumir litu á sektir fyrir hraðakstur sem smáaura og eðlilegan kostnað við að komast greitt á milli þannig að sektir voru hækkaðar á alla línuna til að þeir ríku finndu aðeins meira fyrir þeim, -en afhverju ekki sektir eftir eignum og tekjum? Afhverju á að svipta fátækann eignalausan mann heilum mánaðarlaunum fyrir sama brot og efnamenn og jafnvel þeir sem löggan vildi sérstaklega ná til á flottu kraftmiklu bílunum gjalda með virði örfárra vinnustunda eða mínútna jafnvel, og örbroti eigna þeirra fyrir sama brot. – Er refsingin sú sama fyrir þann ríka og fátæka þegar sektað er um 150 þúsund krónur, afhverju að gera resfingu hins fátæka svo harklega til að refsingin nái mögulega að hreyfa við hinum ríka þegar hægt væri að tengja refsinguna við eignir og tekjur? Sekt sem næmi janfgildi einna mánaðrlauna beggja myndu samt ekki svipta þann ríka peningum  fyrir brauði og mjólk - hann ætti nóg fyrir en sá efnalitli gæti verið skilinn eftir án alls.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég tel það sanngjarnt að sektir séu tekjutengdar. Það eru þær t.d. í Danmörku veit ég. Ég lenti í því þegar ég bjó í þar að vera stoppuð af lögreglunni fyrir of hraðan akstur. Laganna vörður spurði mig margoft við hvað ég starfaðien ég vissi það ekki fyrr en eftir á að ástæðan var tekjutengingin. Ég var á þessum tíma "heimaliggjandi" (var samt fyrir framan eldavélina) með börnin mín en fékk að greiða þetta í mánaðargreiðslum. Því þrátt fyrir lámarkssekt var hún hærri en það að heimilishaldið réði við það í einni borgun.

Ef menn eru með 1.5 milljón á mánuði munar þá ekkert um 130 þúsund sem eru lámarkslaun verkafólksins.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.4.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband