Eru Íslendingar nískir á réttlæti og fé?

Skjabord_HJH_027Ég held að það séu engar ýkjur þó ég segi að það sé hluti af sjálfsmynd okkar Íslendinga að við sjáum okkur sem réttsýna og réttláta þjóð, -en stenst sú mynd nánari skoðun?

Að slepptum innflytjenda-málunum sem ég nenni ekki að fjall um í bili hafa undanfarið vakið mig til umhugsunar kröfur um hertar refsingar, þyngdar sektir, skortur á mannsæmandi fangelsum, og svo fréttir af stöðu öryrkja, aldraðra og barna, og loks hefur afstaða okkar til Evrópumálanna vakið mig til umhugsunar í bland við fréttir af Þróunarsamvinnustofnun og þróunarhjálp. Þegar öll þessi mál summeruðust upp í huga mér stendur eftir að kannski sé þjóðin hvorki örlát, samúðarfull né réttsýn, jafnvel frekar nísk og óréttlát í samanburði við aðrar Norður-Evrópuþjóðir.  – Getur t.d. verið að andstaða okkar við ESB mótist af því að við getum ekki til þess hugsað að leggja meira til stuðnings vanþróðari ríkja Evrópu en við fáum frá ESB?  Leitum við allra leiða til að komast hjá því að leggja okkar eigin minnstu bræðrum lið og sameinumst helst í því að finna rétlætingu fyrir því? Afhverju tökum við ekki eftir því að þegar samdráttur hefur verður í efnhagslífinu og við höfum kallað atvinnulausa "letingja sem nenni ekki að vinna" að þegar efnahagslífð réttir við sér rennur fólkinu letin og atvinnleisið hverfur, þ.e. "letinn" er sjúkdómur sem hjaðnar um leið og efnahagslífið réttir við sér, -en þá förum við að tala með sama hætti um sjúka og fatlaða, þ.e. öryrkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband