Álíka og fótbrotinn kenni gifsinu um þegar FF kennir útlendingum

Hendur Það er svona álíka eins og fótbrotinn maður kenni gifsinu sínu um veikindi sín þegar Frjálslyndi flokkurinn bölsótast út í útlendinga sem við höfum laða til okkar til að vinna þau störf sem við höfum ekki mannafla til að sinna í þenslunni sem verið hefur.

Þenslan nú er nákvæmlega sami sjúkdómur og á verðbólguárunum nema núna er verðbólgan með magabelti svo þenslan leitar annarrar útrásar.
Í stað þess að eftirspurnin eftir vinnuafli sem fylgir þenslunni leiði til vixlhækanna kaupgjalds og verðlags og óðaverðbólgu sem engum raunverulegaum auknum verðmætum skilar í launaumslögin fær hún nú útrás með innflutningi fólks sem er í atvinnuleit;.
EN alveg eins og þenslan en ekki verðbólgan var raunverulegi sjúkdómurinn og verðbólgan var aðeins afleiðing hennar -einkenni, þá höfum við sama sjúkdóm nú aftur og eins og áður skapar hann umfram eftirspurn eftir vinnuafli en einkennin birtast þar sem auðveldast lætur undan og nú er það með innflutningi vinnuafls. Ef innflutningurinn yrði stöðvaður með þvingandi úrræðum myndi eftirsprunin eftir vinnuafli leiða til vixlverkanna kaupgjalds og verðlegas þ.e. til verðbólgu.

DSC_0279+Það verður því að lækna þensluna, þá verður hvorki óðaverðbólga né óviðráðanlegur innflutningur vinnuafls vandamál. Þenslan leiðir til umframeftirspurnar eftir vinnuafli og birtist nú með innflutningi fólks . -Alveg eins og þegar fótbrotinn maður birtist með gifs eftir fótbrotið en ekki öfugt, - það væri augljós heimska að kenna gifsinu um fótbrotið, - en það er einmitt það sem FF er að gera þegar þeir snúa sér að útlendingunum en ekki þenslunni.

Ef FF vildi lækna meinið þá snéru þeir sér að því að draga úr þenslunni en ekki að skammast út í sáraumbúðirnar, það undarlegasta er þó að í gær heyrði ég Guðjón Arnar lýsa yfir stuðningi við virkjanaáform og álversverksmiðju í Húsavík - Þó er þar einmitt sjálft meinið á ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þetta þykir mér misskemmtileg lesning. Einkum þó þar sem FF hefur ekki verið að bölsótast útí útlendinga heldur öðru nær, tala um að þjónusta þá sem hafa flust hingað og aðstoða þá til þess að aðlaðast íslenskum aðstæðum með Íslenskukennslu og fræðslu um réttindi þeirra og skyldur. Það er ótækt að fara með slíkar fleipur eins og algengt hefur verið nýverið að FF séu kynþáttahatarar á meðan það er ekki staðreynd málsins.

Mér þykir það svipa meir til kynþáttahyggju að flytja inn endalaust magn verkafólks hingað til þess að starfa í láglaunastörfum, oft fyrir misvandaða einstaklinga sem greiða illa og sinna ekki skyldum vinnuveitanda til fullnustu.

Það skýtur einnig talsvert skökku við að þeir flokkar sem kenna sig við jafnaðarstefnu, VG og S, skuli halda úti þessum fordómaáróðri sem er í hæsta lagi ómálefnalegur og raunar upploginn. Vissulega hafa menn orðað hlutina klaufalega á stundum, en ég held að þú, þetta menntaður maður, hljótir að búa yfir nægum lesskilningi til þess að átta þig á því að það er enginn að kenna innflytjendum um. Þvert á móti. Frekar er hugleysi fólks til þess að ávarpa þessi mál á málefnalegan máta um að kenna.

Það má ekki láta myndast hér lágstétt innflytjenda sem settir verða í illa launuð skítverk vegna félagslegra báginda að hálfu Íslendinga, undirbjóða í ómenntuð störf og verða loks fyrir aðkasti alvöru kynþáttahatara, en það er það sem stefnir í ef ekkert verður aðhafst í málefnum innflytjenda hvað varðar fræðslu og málakennslu. Þekkst hafa dæmi að erlendir læknar hafi starfað við ræstingar í heilbrigðisgeiranum hérlendis sökum bágrar málakunnáttu. Það er algjörlega óafsakanlegt.

Þó vissulega megi leiða að því rök að hér sé þenslunni um að kenna þá ertu samt sem áður að fara yfir velsæmismörk með því að væna heilan stjórnmálaflokk um kynþáttahatur vegna þess að stefna flokksins inniheldur meðal annars það að vilja að Ísland sé vænlegur kostur, að aðstæður hér séu til fyrirmyndar og að innfluttir Íslendingar standi innfæddum jafnfætis. Ef það er kynþáttahyggja, þá veit ég ekki hvað sú þrælastefna sem hér hefur viðhafst er.

Sjáðu til, ég er á móti þrælahaldi og hlynntur því að fólki sé hjálpað til þess að hjálpa sér sjálfum. Þessvegna kýs ég Frjálslynda.

X-F.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 3.4.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Einar þakka þér ýtarleg skrif. Margt rétt sem þú segir m.a. að stundum hefur orðalag verið klaufalegt hjá Frjálslyndum í það minnsta ef tilgagnurinn er ekki að ala á útlendingahatir. Sérstaklega er auglýsingin frá sunnudeginum einkar klaufaleg því þar er útlendingum sem hingað koma ætlað ansi margt við spurð hvort við viljum það. Ég er að benda á að innflutningur "vinnuafls" er lausn við öðrum vanda sem er hin raunverulega orsök þ.e. þenslunni, o ef mönnum líkar ekki lausnin er leiðin að vega að rótum vandans þenslunni en ekki að reyna kenna stuðningsumbúðunum um meinið.

- Hitt er rangt hjá þér að ég hafi í þessum pistli mínum ásakað einhvern um kynþáttafordóma - ég minnist ekki orði á þá.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.4.2007 kl. 14:20

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Afsakið, það er rétt, ég hljóp á mig, sökum mikils gagnáróðurs undanfarið þar sem mínir flokksbræður og systur hafa verið sökuð um að ala á kynþáttahatri, þó það sé alls ekki okkar áætlun.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 3.4.2007 kl. 15:02

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Skýr og rökföst grein.

Ég get ekki heldur séð annað en margumrædd auglýsing Frjálslynda flokksins sé hræðsluáróður.

Með stórum stöfum er málaðar útlínur hræðilegrar framtíðar sýnar. Svo er fyllt betur inn í sýnina með myndum um lakari kjör verkafólks, hættunni við ofálag á velferðarkerfið, og gefið sterklega til kynna að þessi ógn sé af völdum innflytjenda. Þegar skuldsettu verkafólki er sýnd þessi mynd þá finnst þeim stafa að sér ógn, og ekkert er mannlega eðlilegra en að finna til reiði í garð þeirra sem manni finnst ógna sér.

Að skapa óvild í garð innflytjenda er ekki árangursrík leið til að leysa vandamál sem koma upp í samskiptum fólks af ólíkum uppruna, því óvild elur af sér óvild og reitt fólk vill frekar hefndir en lausnir.

Ég vona því að menn eins og þú Einar Valur innan Frjálslyndaflokksins takið stefnumyndunina í ykkar hendur ef ekki er hægt að treysta þeim sem nú halda um stjórnartaumana

Jón Þór Ólafsson, 3.4.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband