Eldur í Paradís! - Lærdómur af háhýsabruna á Spáni.

Mér þótti þau hálf hrikaleg húsin á Spáni sem voru í byggingu þegar ég kom þar fyrst sumarið 1976, múrsteinsgólf í margar hæðir á örmjóum steinsteyptm súlum og svo léttir hlaðnir útveggir. Það var svo ekki fyrr en eftir að Spánn og Portúgal gengu í ESB 1986 að teknar voru upp boðlegar byggingareglur þar og staðlar.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég varð vitni að því í ágúst 2005 að eldur varð laus í 20 hæða íbúðahóteli í Benidorm á Spáni. Á aðeins örfáum mínútum dreifðist eldurinn niður eftir húsinu með brennandi sóltjöldum og sundfötum af svölum á svalir frá 16. hæð og niður, eldurinn náði líka að teygja sig upp eftir húsinu. Sem betur fer var ekki vindur svo logandi klæðin dreifðust ekki mikið til hliðar.

Bruni í Playmon03Myndirnar sem ég hef sett hér inn í albúmið “Eldur í Paradís” sýna ef vel er að að gáð hvernig eldurinn dreifir sér, en einnig að þegar slökkviliðið kom á staðinn ná þeir strax að sprauta vatni á neðstu svalatjöldin og stöðva útbreiðsluna eldsins þar, þ.e. uppá 6. hæð en lengra náðu slöngurnar ekki að sprauta, og þó slökkvilið kæmi greinilega víða frá á þeim 5 klukkustundum sem lökkvistarf stóð yfir sást aldrei körfubíll eða bíll með dælubyssur og reyndar komust engir slökkvibílar að svalahlið hótelsins þar sem eldurinn dreifði sér. (-Til að stækka myndir smellið á þær og svo aftur.)
Bruni í Playmon05

Þegar slökkvistarfi lauk kom í ljós að gólfin sem voru byggð með gamla laginu með múrstenum voru við að hrynja eftir brunann. Það sést vel á einni myndanna.

Enginn lést í þessum bruna en 17 manns voru laðgir á sjúkrahús með grun um reykeitrun, þar af einn slökkviliðsmaður.

Ég er nokkuð viss að enginn annar var í aðstöðu til að taka boðlegar myndir af eldinum á meðan hann var enn að dreifa úr sér, og mér hefur fundist síðan þetta var að aðrir þyrfti að geta séð hvernig eldurinn dreifðist í þessum bruna á örfáum mínútum með sóltjöldum og sundfötum á svalasnúrum, og hvernig að brunavörnum er staðið í háhýsaborginni Benidorm. Slökkviliðsmennirnir stóðu sig frábærlega en aðstaða þeirra bæði hvað varðar  aðgengi að svalahlið hússins sem var ekkert og tækjabúnaður virtist í engu samræmi við verkefnið.
Ef ég færi eftur til Benidorm myndi ég því velja mér hótel sem örugglega væri byggt á seinni árum og hefði ekki sóltjöld framaf svölum.

Bruni í Playmon06Bruni í Playmon09Bruni í Playmon10Eldur í Paradís_15Bruni í Playmon04Eldur í Paradís_16Eldur í Paradís_17
Eldur í Paradís_18Eldur í Paradís_20

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjórar myndir í röð hér sem þegar betur er að gáð má sjá að eru allar af sama stað á húsinu og eins klipptar, sýna þróun frá því glóð berst á milli með sóltjöldum þar til meira en klukkutíma seinna að slökkviliðsmaður  er kominn í gegn  en þá er íbúðin fyrir ofan alelda.

Eldur í Paradís_22Eldur í Paradís_23Eldur í Paradís_24Eldur í Paradís_21Eldur í Paradís 25


mbl.is Mikið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Helgi Jóhann, ég hefi áhuga á Spáni m.a. Ég kom fyrst þangað 1969, reyndar á Kanarí. Ég er ekki fróður um byggingar húsa nema ég starfaði í byggingarvinnu á mámsárum mínum í Reykavík og víðar, en mér blöskraði, þegar ég sá byggingu margra hæða hótela á Ensku Ströndinni á þessum árum. Flest þessarra hótela eru enn í notkun!

Hafðu þökk fyrir myndbirtingar þinar. Gleðilega Páska.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.4.2007 kl. 05:06

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Man eftir þessum myndum.

Er þetta þá ekki byggt á FRANCO árunum? Spánverjar höfðu það ekkert voða gott peningalega séð, er það? Eðlilegt að byggingar séu hrákasmíð við lítinn fjárhag.

Það er áhugavert að sóltjöldin beri eldinn svona. Hér í USA er notast við spandrel panels til að hefta hægja á elddreifingu milli hæða. Þar sem spandrel panell er ekki til staðar verður glerið að standast ákveðin eldvarnarpróf.

Ólafur Þórðarson, 8.4.2007 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband