Tölurnar í fréttinni standast ekki

Litið út til kjósendaI þessari frétt er sagt að 50% aðspurðra meldi sig jákvæða gagnvart Steingrími J Sigfússyni, en svo segir orðrétt aðeins neðar: "Af þeim sem voru jákvæðir gagnvart Steingrími J. Sigfússyni kváðust 93% ætla að kjósa Vinstri græna". - Þetta stenst ekki því ef það væri rétt ætluðu 93% af 50% að kjósa Vinstri græn eða með öðrum orðum að VG hefði 46,5% fylgi. Það eru þó varla réttar tölur - enn sem komið er í það minnsta.
mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Eigum við ekki að gefa þeim vafann á því að orðalagið hafi verið vitlaust hjá þeim. Er ekki átt við að 93% kjósenda VG séu jákvæðir í garð SJS, ég mat það þannig a.m.k.

Ragnar Bjarnason, 7.4.2007 kl. 22:52

2 identicon

50% þeirra sem tóku afstöðu fíluðu Steina.

Gísli (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 22:58

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þessi könnun virkar í öllu falli svolítið einkennileg.

Haukur Nikulásson, 7.4.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband