Hva...! Um helmingur þess sem Karl græðir við sölu Glitnis.

Þetta er þó ekki nema helmingur þess sem Karl Wernersson er sagður græða eftir viðskipti sín með bréf í Glitni sem samkvæmt fréttum hann stofnaði til fyrir rúmu ári. - Það sýnir kannski best hvað þetta er orðin mikil bilun hér á landi að Bandaríkjamenn undrast og hneykslast á upphæð sem er helmingur þess sem einn maður fær af viðskiptum á íslandi. Gróði Karls samsvarar eftir 10% fjármagnstekjuskatt að einhver hefði 4,5 miljónir króna eftir skatt í árslaun í 10 þúsund ár.

(Myndin er af Bjarna Ármannssyni máta gamlan bankastjórastól á sögusýningu Íslandsbanka)


mbl.is 27 milljarðar króna í árslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Alltaf góð og gild ábendingin sem felst í sögunni um Jantelögin, en eftir sem áður þá er þessi gríðlega virðisaukning bankanna á leið þeirra úr samfélagseign í einkaeing umhugsunarverð. Jafnvel John Lock kvað engann eiga rétt á að taka meira til sín en hann fengi not af fyrir sig á ævi sinni.  

Helgi Jóhann Hauksson, 8.4.2007 kl. 23:48

2 identicon

Sæll Helgi. Keypti Karl Glitni af hinu opinbera? Eitthvað fór það framhjá mér amk. Og svona rétt til að spæla þig ennþá meira þá má gera ráð fyrir því að Karl endurfjárfesti og greiði engan fjármagnstekjuskatt.

Styrmir (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 12:09

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Allir bankarnir voru með einum eða öðrum hætti í samfélagseign, og þá er ekki bara átt við ríkið og hreina ríkisbanka heldur líka samtök aðila vinnumarkaðarins, stéttarfélaga, lífeyrissjóða og stórra félagsamataka auk tuga þúsunda hluthafa þar sem enginn einstaklingur átti verulega stóran hlut, og svo eingaform Sparisjóðanna sem töldust eign sinna samfélaga með sérstökum hætti. Bankarnir eru enn hver um sig á hraðri leið úr samfélagseign til að verða einkaeign eins eða örfárra einstaklinga, þ.e. þeir sem ekki þegar eru orðnir í reynd prívateign eins manns. Það er til þess sem ég vísa þegar ég segi feikna hraðan virðisauka þeirra á leið frá samfélagseing til einkaeingar ætti að verða okkur umhugsunarefni.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.4.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband