Geir: 50 milljarða kostar að ná fyrri skattleysismörkum

Gamli maðurinn og þinghúsiðÓmar kom sterkur út úr Kastljósþættinum í kvöld, sem og Steingrímur J, Ingibjörg stóð sig mjög vel þegar leið á en verr í upphafi, en Ingibjörg S_02Guðjón stóð sig bara illa og Jón stóð sig alls ekki neitt. Geir Haarde hefur vaxið meira sem foringi en ég átti von á sem gleður mig um leið og ég hef svolítið blendnar tilfinningar gagnvart því þar sem ég tel mikilvægt að skipt verði um ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Vopnin snérust þó í höndum Geirs þegar hann hafði spurt Ómar hvort hann gerði sér grein fyrir hversu feikna dýrt væri að hækka skattleysismörk í 130 – 150 þúsund, það kostaði yfir 50 milljarða en Ómar skaut því að á móti að fyrst við höfðum efni á jafngildi þess fyrir 12 árum, hlytum við að hafa efni á því núna (eftir allt góðærið).

Þá segir þetta okkur nákvæmlega hvað þeir hafa hækkað mikið álögur á lægsta hluta tekna á þessum tíma, eða samkvæmt orðum Geirs um 50 milljarða króna.

Frjálslyndir styðja stóriðjuþensluna en eru á móti útlendingunum sem þenslan þarfnast.

Umræður flokksforingjanna í Kastljósi í kvöld marka upphaf hinnar formlegu kosningabaráttu. Um margt óljós og óvenjulega staða flokkanna samkvæmt skoðanakönnunum setur óhjákvæmilega svip sinn á kosningabaráttuna, en einnig er augljóst að þau mál sem litlu flokkarnir Frjálslyndiflokkurinn og Íslandshreyfingin hafa sett á oddinn móta núna umræðuna. Stóriðjumál og útlendingamál voru meginmál umræðunnar,  en lítið sem ekkert fór fyrir menntamálum, velferðarmálum eða samgöngumálum svo eitthvað sé nefnt. Í þessum málaflokkum kristallast þó hrópandi mótsögnin í málflutningi FF sem setur sig á móti útlendingunum en með stóriðjunni og þenslunni.
En eins og allir vita sem vilja er þenslan og stóriðjuframkvæmdirnar helsta ástæða eftispurnar eftir erlendu vinnuafli. Í raun merkir þetta að annaðhvort meinar FF ekki það sem þeir segja eða þeir vita ekkert hvað þeir eru að segja. Þeir geta ekki  stutt stóriðjuframkvæmdir en lokað á vinnuaflið sem framkvæmdirnar og þenslan kallar eftir. Það leiðir augljóslega af sér óðverðbólgu eins og þensla gerði á fyrri tímum, þ.e. víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags vegna umframeftirspurnar eftir vinnuafli.

ÍH (Ómar) og FF stýra umræðunni

Óháð spurningunni um fylgi flokkanna sem þrátt fyrir allt er ekki alltaf aðalatrið þá sakna ég þess núna að flokkurinn minn Samfylkingin, jafnarðamannaflokkurinn á Íslandi sé ekki að stýra umræðunni, í það minnsta til jafns við þá sem bera fram vanheilugu útlendingamálin og háheilögu umhverfismálin, og þá helst með sterkri innkomu um “endurreisn velferðarkerfisnins” eða viðlíka. Afhverju er umræðan nú öll um FF og ÍH og þeirra málefni? -Af því þeir hafa sett málin á dagskrá knúið fram viðbrögð og fengið þau. Flokkur á umtalsvert erindi ef honum tekst að fá mál á dagskrá svo ekki sé talað um þegar öll umræðan og stefnuskrár hinna flokkanna taka mið af henni, en það er það sem Ómari hefur tekist.

Frelsi, jafnrétti, bræðralag
Það er í raun allt í lagi að Samfylkingin tapi fylgi ef hún er að mjaka grundvallarmálum áleiðis - ná árangri um það sem stjórnmál fjalla um þ.e. stefnumótun. Samfylkingin SV-kjd_01Eftir 12 ára íhaldsstjórn er fátt brýnna en endurreisn verlferðarkerfisins með klassískar hugsjónir jafnaðarmanna að leiðarljósi; frelsi, jafnrétti, bræðralag; þar sem bræðralag vísar til samhjálparinnar, samtryggingarinnar og velferðarkerfisins og hjartaþelsins sem að baki þess býr; jafnrétti, ekki bara stytting úr “jafnrétti kynjanna”, heldur á öllum sviðum; og frelsi sem okkur öllum ber, og ber samfélagsleg skylda til að skapa öðrum sem geta ekki notið þess vegna skorts á nauðþurftum og heilsu.

Verst væri að ná ekki af alvöru þessum grundvallarsónarmiðum inn á dagskrá íslenskra stjórnmála, og helst sem leiðarljós við ríkisstjórnarmyndun. 15, 20 eða 30 % er í raun aukatriði ef tekst að móta dagskrá umræðunnar og réttar ákvarðanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Ég vona svo innilega að Samfylkingin rífi sig upp í fylgi núna næsta mánuðinn, frjálslyndir detti útaf þingi, íslandshreyfingin annaðhvort skríði inn með einn mann eða fái mjög lítið fylgi svo að dautt fylgi myndist ekki og Samfylking myndi velferðarríkisstjórn með VG, setji pásu á stóriðjuna og loksins einhverja peninga í heilbrigðiskerfið.

En jú, þetta er aðeins einn af mínum dagdraumum.

Kv,

Guðfinnur Sveinsson, 11.4.2007 kl. 04:18

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Helgi,
ég er hjartanlega sammála þér með greiningu þína á þættinum í Kastljósi fyrir utan það að ég get engan vegin séð Ómar Ragnarsson fyrir mér sem stjórnmálamann. Mér er það bara gjörsamlega ómögulegt. Mér finnst Ómar flottur karl og hann hefur verið að gera frábæra hluti en mér finnst hann einfaldlega of tilfinningaríkur til að vera í stjórmálum. Ég sé það ekki fyrir mér að hann muni geta samið um eitt eða neitt þegar kemur að náttúruvernd, hún er honum of mikið hjartans mál, og það er gott! Við þurfum menn eins og Ómar til að vekja þjóðina, en han á að vera allra og hann gerði að mínu mati mikil mistök með því að fara í flokk fallistanna og láta hafa sig í pólitík. Hann var okkur miklu meira virði utan þeirra.

Svo vona ég að sjálfsögðu að Samfylkingin fari að réta úr kútnum, hún á erindi í ríkisstjórn, Íslendingar þurfa einfaldlega á því að halda að málefni Samfylkingarinnar um jöfnuð, réttlæti og bræðralag nái fram að ganga.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.4.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband