Fyrir utan stóriðjustefnu Framsóknar er fátt hér í kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins sem ekki er hægt að taka heilshugar undir og bæta við "ég vildi að þessi flokkur hefði verið við völd undanfarin ár". - En bíðum nú við það hefur hann einmitt verið, hvernig á þá að vera hægt að taka mark á svona plaggi sem lýsir fullkomlega allt öðrum hugmyndum en praktiseraðar hafa verið af sama flokki í 12 ár.
PS Þetta er kannski ekki alveg réttlátt hjá mér í garð Framsóknar án þess að minnast þess að einstaka þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins hafa vakið sérlega aðdáun mína fyrir ákveðin verk og hugarfar sem samt hefur ekki náð að móta yfirbragð ríkisstjórnarinnar í heild. Sumt jafnvel ekki náð athygli. Svo fátt sé nefnt má nefna að báðir Páll Pétursson og Finnur Ingólfsson áttu meiri heiður og þakkir skyldar en þeir hlutu fyrir að taka á málum skuldugra fjölskylda, m.a. með stofnun ráðgjafastofu heimilanna og mikið fleiru, Jón Kristjánsson ráðherrann hæglyndi var allra ráðherra duglegastur að mæta allstaðar þar sem mál sjúklinga og öryrkja voru til umræðu og stoppa við og hlusta en ekki bara sýna sig, Halldór Ásgrímsson hafði þrátt fyrir allt kjark til að taka ESB mál á dagskrá þó sumir samráðherrar vildu ekki ræða þau, og auðvitað er ekki réttlátt að ekkert sé virt við Framsókn hve duglegur flokkurinn hefur verið við að setja konur í ráðherrastöður. - Það breytir þó ekki því að heildar yfirbragð ríkisvaldins sl 12 ár þar sem Framsókn hefur haft hlming ráðuneyta hefur verið afar hægrisinnað, andsnúið samhjálp, og nú er mál að linni.
Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 10. apríl 2007 (breytt 11.4.2007 kl. 18:29) | Facebook
Athugasemdir
Bíðum við, hvað áttu nú við? Er þetta eitthvað annað en hefur verið praktíserað á síðustu 12 árum?
Áframhaldandi uppbygging samkeppnisfærs atvinnulífs og afkomuöryggi í öllum byggðum. - Þetta hefur jú svo sannarlega verið í gangi undanfarin ár.
Atvinnuþróun nái til alls landsins og háskólanám verði eflt enn frekar. - Það þarf nú ekki annað en að skoða breytingarnar á háskólaumhverfinu núna og fyrir 12 árum til að sjá að hér hefur nú þegar verið lyft grettistaki.
Skattleysismörk verði 100 þúsund krónur og stimpilgjöld verði afnumin. - Skattleysismörkin hafa verið að hækka undanfarin ár. Skoðaðu bara þróun skattamála og augun munu opnast.
Lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat. - 90% lánin voru áfangi á þessari leið.
Eingöngu verði einstaklingsrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum. - Frábært mál, nú þegar hefur verið aukið við rými en betur má ef duga skal og nú er að klára þetta.
Og svo framvegis og svo framvegis. Hættu svo þessum rakalausa þvættingi.
Snæþór S. Halldórsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 14:12
Gott að einhverjir geri sér grein fyrir því sem þú gerir þér grein fyrir Helgi!
Kv,
Guffi
Guðfinnur Sveinsson, 11.4.2007 kl. 04:20
Fólk tekur almennt ekki lengur mark á nokkrum sköpuðum hlutum, loforðum eða nokkru örðu frá Framsóknarfólki. Einmitt þess vegna er flokkurinn að hrynja. Þeir geta ekki endalaust logið sig inn á fólk og Alþingi.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.