Vodafone.is rænt af Kúbverksum tölvuþrjótum

Þurfti að fara inná vodafone.is undir kl 01.00 til að senda SMS en þá blasti við þessi undarlega og óhuggulega sjón.

Þ.e. þessi skjámynd hér til hliðar í stað heimasíðu Vodafone og tilkynnti að kúbverskir tölvuþrjótar hefðu rænt léninu vodafone.is. Ekki aðeins er myndin óhugguleg heldur að þetta merkir að varnir vodafone.is sem hýsir tölvupóstinn okkar og heimasíður fjölmargra eru ekki traustari en svo að unnt var að ræna þeirra eigin heimasíðu, - eða er það ekki? Myndina má stækka upp í fulla stæðr með því að smella á hana og svo aftur og svo aftur. Þá sést t.d. að slóðin er rétt vodafone.is , ég ætlaði vart að trúa því sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá þetta líka en vodaphone maður sem er vinur minn lét mig sverja að ég myndi ekki segja neinum frá   En já þetta þótti mér GEÐVEIKT fyndið sérstaklega þar sem ég og þessi einstaklingur áttum í viðræðum um hvort væri betra vodaphone eða síminn

Gyða (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Skafti Elíasson

Ég held að það séu bara engar upplýsingar öruggar sem eru með tengingu við internetið.

Skafti Elíasson, 15.4.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband