Fossvogskirkjugaður er afbragðs veiðilenda fyrir fuglaljósmyndun. En fleiri hafa uppgötvað þessa gjöfulu veiðilendu.
Þessi köttur hér sem myndirnar sýna hafði uppgötvað það líka. Hann lék sér að því að veiða fulga eins og þennan þröst og skemmti sér með hann um stund og skildi svo eftir helsærðan, og að því er virtist löngu dauðan. Þrösturinn hinsvegar virðist vera eins og hænsnin að því leiti að þegar hann er í sjokki og er lagur á bakið liggur hann grafkjurr og hreyfir sig ekki, svo báðir kötturinn og ég héldum hann steindauðan. Þegar hinsvegar kötturinn var farinn á brott fullviss um að ekki væri meiri leik að hafa frá þrestinum, stóð þrösturinn á fætur og hökti í skjól inn í gróðurinn.
Ég gat ekki áttað mig á því hve alvarlega særður hann var eða hvort kötturinn myndi koma aftur bráðlega til að leika sér meira með hann. - En ljóst er að ekki er vanþörf á að kattaeigendur í nágrenni svona vistsvæða hengi bjöllur um háls kattanna sinna.
Smellið á myndirnar til að stækka þær.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 17. apríl 2007 (breytt kl. 21:30) | Facebook
Athugasemdir
Vona að blessaður hafi jafnað sig. Þetta er harður heimur. Sömu lögmál gilda hjá manninum. Það ætti að setja bjöllur á háls bankamanna og fleiri líkra, varnarlausum sakleysingjum til viðvörunnar. Og auðvitað líka á kisurnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 11:48
Sammála Jóni Steinari. Spurningin er hvernig við getum verndað dýrin fyrir veiðum mannanna sem telja sjálfa sig til "viti borinna" og drepa svo fjölmörg dýr eins og kötturinn og nefnir þá athöfn veiðar, ýmist til skemmtunar eða markaðssölu? Setjum svo líka bjöllur á fálka, erni, smyril o.fl.
Vilborg Eggertsdóttir, 17.4.2007 kl. 21:47
Flottar myndir. Þarf að prufa að veiða þarna!!
Gunnlaugur Júlíusson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.