Jón verður að komast í ríkistjórn til að hafa vinnu

Ég efast um að fyrr hafi öllum foringjum stjórnmálaflokkanna verið jafn mikilvægt að komast í ríkisstjórn og ráðherrastól og nú.

Gamli maðurinn og þinghúsiðMenn verða að átta sig á því að ef Jón Sigurðsson verður ekki ráðherra er hann atvinnulaus þar sem hann náði ekki þingsæti. Það verður því að vera öllum ljóst að hugmyndir um aðkomu Framsóknar að ríkisstjórn án þess að Jón fái ráðherrasæti svo sem með stuðningi við minnihlutastjórn eru fráleitar.

Jón Sigurðsson mun því biðja Geir Haarde að veita sér svigrúm til að leyfa sínu liði að rasa aðeins út áður en hann leggur nýjan stjórnasáttmála þeirra Geirs fyrir þingflokkinn (sem verður ekki vandamál) og flokksstjórn Framsóknar sem þrátt fyrir stóryrði sumra á fyrri stigum mun aldrei í reynd standa gegn ríkisstjórnarþátttöku sem formaður þeirra leggur til,  í ofanálag verður formaður sem er án þingsætis og missir ráðherrastól ekki lengi formaður eftir það. - Jón verður að komast í ríkistjórn til að hafa vinnu og halda formennskunni.

Stjórnarráðið undir nýju tungliGeir Haarde verður að staðfesta tök sín á flokki sínum og völdum eftir brotthvarf Davíðs með því að mynda sjálfur ríkisstjórn eftir kosningar en missa ekki ríkisstjórnarvöld við fyrsta tækifæri eftir brotthvarf Davíðs. Við það liti þá út sem Geir hefði ekkert í samburði við Davíð. Sjálfstæðisflokkurinn bætti þrátt fyrir allt ekki meiru við sig en svo að hann nær upp í um meðalfylgi síðustu áratuga. - Geir verður að komast í ríkisstjórn og verða áfram forsætisráðherra til að standast samanburð við Davíð Oddsson

Ingibjörg S_02Ingibjörg Sólrún verður að sýna mikla snilld ef hún á að komast upp á milli Jóns sem er atvinnulaus án ráðherrasætis og Geirs sem verður að vera áfram forsætisráðherra ef hann á ekki að blikna í öllum samanburði við Davíð Oddsson.
Ingibjörg verður sjálf að komast í ríkisstjórn til að tryggja stöðu sína. Þrátt fyrir góðan árangur á lokasprettinum er fylgi Samfylkingar fallið niður í það sama og það var fyrir 8 árum svo þá er bara eftir að koma flokknum í ríkisstjórn til að réttlæta formannsslaginn. Ef Ingibjörgu tekst það ekki er víst að staða hennar verður henni vandræðaleg og óþægileg jafnvel þótt mögulegir andstæðingar hennar innan flokksins teldu ekki vit í öðru en að sýna stöðugleika og halda óbreyttri forystu eins og voru rök margra þeirra gegn formannsframboði Ingibjargar. - Ingibjörg verður að komast í ríkisstjórn til að vera viss um að halda bærilegu pólitísku lífi.

SteingrímurJSteingrímur J Sigfússon þekkir bragðið af ráðherravöldum frá því hann var landbúnaðar- samgönguráðherra Alþýðubandalagsins og að aðeins með þeim völdum hefur hann raunveruleg áhrif, og hann veit best að ef þetta tækifæri nýtist ekki eftir sætan sigur og "veður" mikilla umskipti í stjórnmálunum er óvíst hvenær það gefst aftur, eða að það yfirleitt gefist í hans tíð, þá þarf hann að komast í ríkisstjórn til að sýna flokk sinn sem ábyrgan valdaflokk en ekki bara þrasflokk á jaðrinum. - Með hina miklu reynslu Steingríms á þessum tímamótum er þetta besta tækifæri VG til þess. - Steingrímur telur því vafalítið sérlega mikilvægt nú að komast í ríkisstjórn.

Í Frjálslyndaflokknum er það vafalítið Jón Magnússon sem kostar mestu kappi allra á að komast í ríkisstjórn, fremur formanni sínum. Jón þarf tækifæri til að sýna að ráðherrastóll hæfi honum og að hann sé ekki óábyrgur "rasisti" heldur vandaður alvöru pólitíkus.

Aldrei fyrr hafa allir foringjar flokkanna kappkostað svo að komast í ríkistjórn og nú.

Hærri og lægriLang líklegast tel ég að Jón Sigurðsson fái Geir Haarde til að bíða aðeins eftir sér og þegar Framsóknarmenn hafa fengið að mögla aðeins í fjölmiðla leggur Jón fram stjórnarsáttmála þeirra Geirs sem "hina einu ábyrgu leið Framsóknarflokksins".

Það líklegasta eina sem mögulega gæti breytt því er ef Ingibjörg Sólrún nær raunverulegu sambandi og tengslum við Þorgerði Katrínu, ef það á að takast nú þarf Ingibjörg að hafa lagt jarðveg að því og ræktað á liðnum vetri. - Fátt annað en alvöru andstaða Þorgerðar Katrínar við áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokki og alvöru tilboð frá Ingibjörgu Sólrúnu til Geirs hefur nokkurn minnsta möguleika til að geta breytt því að Framsókn og íhaldið verða áfram saman. Geir mun ekki einu sinni orða það að sleppa Jóni nema hann sé algerlega viss um að ná áður í bakkann hinum megin með Samfylkingunni.

Það þarf mikinn klunnaskap Geirs til að missa frá sér ríkisstjórnarforystuna og það veit Geir, einnig að aðrir munu benda á það ef svo færi.  Sem sannur íhaldsmaður mun Geir því fara þá leið að taka sem minnsta áhættu með sem minnstum breytingum -og ekki andartak að sleppa ríkisstjórnarforystunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já slæmt væri það nú ef menn þyrftu nú að fara í alvöru djobb svona til tilbreytingar. Eru ekki einhverjir fé-forkólfar sem geta veitt bóndanum stöðu í smá tíma, hann Finnur örugglega eitthvað að gera, hann Jón, þ.e.

Tími kominn á breytingu, það er ekki gott þegar sömu menn eru við völd svona lengi. Þeim veitir ekki af að fara í hellulagnir inn á milli. Það styrkir bakið.

Ólafur Þórðarson, 16.5.2007 kl. 04:10

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Held að það sé nú óþarfi að hafa áhyggjur af því að Jón verði atvinnulaus. Held að hann yrði sneggri en Lukku Láki að ná sér í aðra vinnu og betur borgaða sem væri rólegri allavega á opinberum vettvangi. 

Stendur hinsvegar verra á hjá Steingrími og Ingibjörgu sem eru að nálgast síðasta söludag í pólitíkinni. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 16.5.2007 kl. 09:01

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sérkennileg nálgun hjá Guðmundi hér að ofan. Jón á flóamarkaði nema eitthvað framsóknaríhald kippi honum innbyrðis en hin eru þó enn í vinnu og ekkert sem bendir til annars en svo verði næstu fjögur árin.

Þórbergur Torfason, 16.5.2007 kl. 15:33

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Eru þau svo ekki öll búin að tryggja sér þessi fínu eftirlaun?

Þórbergur Torfason, 16.5.2007 kl. 15:35

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Skemmtilegar pælingar.  Það yrði ansi erfitt hlutskipti fyrir Jón að vera í stjórnarandstöðu þar sem hann yrði jú ekki þingmaður.   Utanþingsstjórnarandstöðuforingi....  hefur það verið reynt áður?

Sigfús Þ. Sigmundsson, 16.5.2007 kl. 16:36

6 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Steingrímur er að verða eins og Hjörleifur ss. náttröll í engum tengslum við veruleikann. Ef hann kemst ekki í stjórn núna þá finnst mér ekki ólíklegt að hann verði ekki í forystu 2011. Sama á við um ISG sem er ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir og miðað við hversu fljótir Samfylkingarmenn eru að skipta um skoðanir í ýmsum málum þá held ég að þolinmæðin gagnvart Ingibjörgu verði þrotin fljótlega nema annað tveggja komi til, að Samfylkingin komist í ríkisstjórn eða að Samfylkingin staðfesti sig í skoðanakönnunum sem 35% flokkur. 

Hvað varðar Jón þá á maður með hans menntun og reynslu ekki erfitt með að finna sér starf við hæfi annað en þau tvö fyrrnefndu ef þau dyttu út af þingi. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 16.5.2007 kl. 20:34

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég reikna svo sem ekki með að Jón Sigurðsson eigi erfitt með að fá einhverja vinnu en ef hann hefur ekki vinnu í pólitík annað hvort sem þingmaður eða sem ráðherrasæti þá er næsta víst að hann missi fljótlega formannsstólinn líka. Það getur enginn sinnt formennsku í alvöru stjórnmálaflokki við hliðina á öðru óskyldu fullu starfi utan stjórnmálanna. Hvorki er þá svigrúm til að fylgjast svo með sem þarf né tími til að sinna því sem þarf.

Svo er þetta nú bara þannig með alla menn að við viljum frekar halda góðu starfi en þurfa að fara leita að nýju upp á von og óvón - hver sem á í hlut. Voru svo ekki rökin fyrir lífeyrislögunum þau að á Íslandi hefði fv. ráðherrum reynst sérlega erfitt að fá vinnu utan bitlinga kerfisins og þau áttu m.a. að taka þrýstinginn af utanríkisþjónustunni og Seðalbankanum? - Eitthvað er trúlega til í því.

Helgi Jóhann Hauksson, 16.5.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband