Fullnaðarsönnun: Steingrímur og Guðni í Kastljósi

Það var merkilegt að horfa á þá Steingrím J og Guðna Ágústsson í Kastljósi þar sem þeir báru sjálfa sig fram sem fullnaðarsönnun fyrir því að enginn annar stjórnarmyndunarmöguleiki var í stöðunni fyrir Ingibjörgu Sólrúnu en S+D.

Í kjölfarið af stuttu viðtali við formann Samfylkingarinnar sönnuðu þeir einfaldlega fyrir alþjóð að Ingibjörg átti engra annarra kosta völ en að fara með Geir Haarde í ríkisstjórn og að þeir félagar Steingrímur og Guðni eru ekki stjórntækir saman eða yfir höfuð vildu þeir vinna saman. 

Steingrímur náttúrulega byrjaður eins og skot að ráðist á samstarfsflokk Sjálfstæðisflokksins með svikaásökunum eins og hann kann best og gerir alltaf en nú er þetta bara orðinn góður brandari og saman voru þeir félagar eins og atriði úr grínharmleik - hreint ótrúlega fáránlegir.

Svo varð þetta náttúrlega enn skemmtilegra þegar Guðni reyndi að segja frá því eins og hann tryði því í alvöru að Framsókn hafi einmitt náð uppsveiflu á milli skoðanakannanna þegar svo stórblaðið DV kom út og eyðilagði allt saman fyrir þeim með auðmagnssmitaðri gagnrýni svo þeir fengu bara nokkrum prósentum meira en kannanir höfðu spáð þeim. - Þar náði Guðni sínu besta.


mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband