Ef Landsvirkjun heldur því fram að leyfi fyrir Norðlingaölduvirkjun/-veitu sé verðmæt eign Landsvirkjunar og notar það sem rök gegn því að láta leyfið aftur af hendi til þjóðarinnar er þá ekki deginum ljósara að Landsvirkjun ætti að greiða fyrir öll slík leyfi viðunandi verð, eða greiddi Landvirkjun jafngildi þeirra verðmæta sem fyrirtækið telur felast í þessu leyfi þegar það fékkst? Ætlar Landsvirkjun að vanvirða þjóðina sem hefur veitt henni án endurgjalds leyfi til allra virkjanna hennar og vísa nú til ónotaðs virkjanaleyfis sem verðmæta eign til að neita þjóðinni um að vernda þessi miklu náttúrverðmæti?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 25. maí 2007 (breytt kl. 20:59) | Facebook
Athugasemdir
Ef kvóteigendur véfengdu rétt þjóðarinnar til að vernda fiskistofna og loka svæðum og draga úr eða auka veiðar eftir ástandi náttúru og vistkerfis með þeim orðum að veiðiheimildir væru verðmæti sem þeir sættu sig ekki við að þjóðin skipti sér af eftir að hafa afhent þeim þær þá væru það sambærileg rök.
Landsvirkjun hefur virkjanaheimildir sem fyrirtækið hefur ýmist notað eða ekki, ef ný sjónarmið og rök um ástand og þarfir náttúru og vistkerfis breyta afstöðu okkar til hluta af virkjanaleyfum Landsvikrjunar sem auk þess eru enn ónotuð þá verður Landsvirkjun að sætta sig við það.
Helgi Jóhann Hauksson, 25.5.2007 kl. 23:50
Þetta er aðalástæða þess að aldrei, aldrei á að selja Landsvirkjun, eins og virðist vera í undirbúningi hjá nýju ríkisstjórninni, þótt þau skýli sig á bakvið "ekki á þessu kjörtímabili". Það verður aldrei hægt að meta þessi réttindi og línulagningaréttindin til fulls.
Gestur Guðjónsson, 26.5.2007 kl. 10:34
Þetta er auðvitað hárrétt hjá Gesti. Þessi réttindi hefðu aldrei verið veitt með þeim hætti sem var gert til að leggja svo í hendur einkaaðilum.
Helgi Jóhann Hauksson, 26.5.2007 kl. 15:07
Já já en ætli rentan af auðlindinni fari ekki hvort sem er til Alcoa.
Pétur Þorleifsson , 26.5.2007 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.