Rökfræði íslensku hvalveiðimannanna gegnur ekki upp

720Þegar við veiddum í kringum 500 hvali á ári sögðum við að veiðar okkar hefðu engin áhrif á hvalastofnana. Við vildum því með þeim rökum vera undanþegin takmörkunum og frekari boðum og bönnum á veiðum á þeim forsendum. Eftir að hvalveiðibannið var sett halda hvalveiðimenn því hinsvegar fram að við verðum að veiða hvali til að halda niðri hvalastofnunum svo þeir éti ekki frá okkur allan fiskinn.

Ég skil því ekki alveg hvernig rökfræði íslensku hvalveiðimannanna getur gengið upp. Augljóslega hafði 500 hvala veiði meiri áhrif á litla og minnkandi stofna 1985 þegar við fullyrtum að veiðar okkar hefðu engin áhrif á stofnana en nú þegar þeir segja að íslendingar verði að veiða til að halda niðri ört stækkandi hvalastofnunum. - Hvað þurfum við þá eiginlega að veiða mörg dýr núna til að hafa slík áhrif ein og sér og án veiða annarra sem við höfðum ekki með veiðum á 500 dýrum fram til 1985?

- Eigum við ekki bara að hætta þessari vitleysu og snúa okkur að einhverju sem vænlegra er til árangurs? 


mbl.is Japanar opnir fyrir málamiðlunum á hvalveiðifundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Helgi. innlegg þitt er áhugavert, en ertu viss um, að þú farir með rétt mál ?

Fiskveiðimenn eru víða í bullandi samkeppni við hvali um veiðar í ört minnkandi fiskistofnum um allan heim.

Það gefur auga leið, að færri hvalir éta minna en fleiri hvalir. Ergo, við verðum að láta af þessum hræsnisfulla "bamba" hugsunarhætti, sem tröllríður einkum þjóðum Vesturlanda og veiða fleiri hvali.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 29.5.2007 kl. 05:56

2 Smámynd: Einar Jón

Ég er ekkert sérlega fylgjandi hvalveiðum, en ég er á móti lélegum röksemdafærslum. 

Auðvitað hefur það einhver áhrif að drepa 500 hvali á ári. Á móti kom eflaust að þeir fjölguðu sér hraðar og færri dóu úr elli, svo að meðalaldur var lægri. Það sem skiptir máli er að stofnarnir voru í jafnvægi eða að vaxa svo að í heildina höfðu veiðarnar engin neikvæð áhrif. 

500 hvalir vega þúsundir tonna, og það þýðir að þeir þurfa að borða ansi mikið á ári. Þessi fæða er annaðhvort fiskstofnarnir sjálfir eða fæða þeirra. Það telur.



Einar Jón, 29.5.2007 kl. 08:33

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Málið er að við ein og sér án veiða allra annarra getum ekki haft nein þau áhrif á hvalastonana að þeir minnki og éti því minni fisk. Það voru okkar eigin rök þegar stofnanir voru miklu minni en nú er og þau rök eru jafngild núna. M.a.  eykst viðkoma stofnsins (fjölgun) þegar hann verður fyrir áföllum og árásum. Ég efast ekki um að hægt sé að halda uppi sjálbærum veiðum á hvali og hef ekki á móti veiðunum sem slíkum en eins og málum er háttað er fráleitt að við hættum orðspori okkar og viðskiptahagsmunum þjóðarinnar til að drepa nokkra hvali til einskis gagns heldur bara ógagns, auk þess sem hvalaskoðun er orðinn miklu stærri atvinnuvegur en veiðar geta verið.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.5.2007 kl. 14:27

4 identicon

Ef veiðaranar hafa engin áhrif ættum við þá ekki að veiða?
Annars þarf ekki mikinn stærðfræðing til að sjá að ef við veiðum 200 dýr af áætluðum 26.000 í kringum landið er það ekki nema 0,77% af heildinni sem er dropi í hafið. Ef við segjum sem svo að við höfum stórlega ofáætlað langreyðarstofninn við landið þannig að hér séu eingöngum um 13.000 dýr þá eru 200 dýr af því ekki nema 1,54% af heildinni.

Ég er líka á því að hvalaskoðun og hvalveiðar geti farið saman.

Annars verður þessum veiðum sjálfhætt skapist ekki grundvöllur til að selja afurðirnar.

Svo tel ég einnig að neikvæð áhrif hvalveiða séu stórlega ofmetin sbr. að ferðamannastraumur til landsins eykst mikið á hverju ári þrátt fyrir vísindaveiðar og nú síðast atvinnuveiðar. 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband