Eins og ég benti á hér fyrr héldum við því fram þegar við veiddum að jafnaði um 500 hvali að þær veiðar hefðu engin áhrif á stofnana, sama höfum við sagt um "vísindaveiðar" okkar að þær hefðu engin áhrif á stofnstærðir hvala sem fara um hafsvæði Íslands. Nú segir hinsvegar sjávarútvegsráðherra við Sky sjónvarpið að við verðum að veiða hvali til að halda jafnvægi í lífríki hafsins. Þá er eðlilegt að spurt sé: hvað þurfa íslendingar að veiða marga hvali á ári til að geta haldið niðri stofnum sem 500 dýra veiði hafði engin áhrif á (ef eitthvað er að marka okkar eigin málflutning og röksemdarfærslur)?
Hvort myndu hvalveiðarnar vera sjálfbærar þ.e. ekki skerða eða raska stofnunum? - eða værum við að veiða til að minnka og halda niðri hvalastofnunum svo þeir tækju ekki frá okkur fisk? - Og hvað marga hvali þyrftum við Íslendingar að veiða til að geta haft slík árhrif á stofnana ein og sér án veiða stóru hvalveiðiþjóðanna sem veiddu svo margfalt meira en við svo sem Rússar, Portúgalir, Norðmenn, Bandaríkjamenn og Kanadamenn?
![]() |
Japanar segjast ekki hætta við áform um hnúfubakaveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 29. maí 2007 (breytt 30.5.2007 kl. 02:38) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.