Það ætti nú að vera öllum ljóst að eitthvað veldur því að stjórnun fiskveiða á Íslandsmiðum leiðir ekki til þeirrar niðurstöðu sem vænst er þ.e. fiskistofnar hafa ekki eflst s.l. 20 ár heldur hrakar þeim enn þrátt fyrir aðgerðir sem áttu að leiða til hins gagnstæða fyrir löngu síðan. Í ritgerð sem ég skrifaði fyrir meira um 12 árum kallaði ég þetta óþekkta "eitthvað" X-þáttinn þ.e. þá þegar var ljóst að einhver óþekkt stærð og áhrifavaldur olli allt annarri niðurstöðu en vænst var. Enn er X-faktorinn ófundinn hann getur verið náttúrulegur en langlíklegast er að hann liggi í umgengni okkar við fiskimiðin og vistkerfi þeirra, trúlega í þáttum sem af ýmsum ástæðum er tabú að ræða svo sem plæging og sléttun botnsins með stórum botnvörpum sem minnkar yfirborðsflöt botnsins og eyðileggur skjól og búsvæði smádýra sem er grundvöllur að viðgangi botnfiska, afla framhjá vigt, meðafla hent vegna skorts á kvóta, ofveiði á fæðustofnum eins og loðnu og rækju, og margt fleira kemur til greina. Við ættum hinsvegar að gefa okkur að X-faktorinn er til og við þurfum að finna hann til að komast fyrir hann og með markvissri tengingu staðreynda má leiða hann í ljós - líkt og að leysa morðgátu.
Spá því að þorskkvótinn verði ákveðinn 155 þúsund tonn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 4. júní 2007 (breytt 13.6.2007 kl. 15:16) | Facebook
Athugasemdir
Fiskifræðin er eins og hver önnur vísindagrein, þar sem endalaust er verið að spá og spekúlera, sem betur fer. Fiskifræðin er hins vegar ekkert áræðanlegri en til dæmis veðurfræðin og líkurnar á skekkju eða rangri spá því svipaðar. Hvað veldur er og verður ávallt X-faktor. (Glæsilegar myndir sem príða hjá þér síðuna)
Halldór Egill Guðnason, 5.6.2007 kl. 09:52
Það kom upp villa þegar ég var að senda og blönduðust saman tvær athugasemdir.Svona átti þetta að vera.
Þú hittir naglann á höfuðið í þessum skrifum þínum.Við þurfum að endurskoða allt kerfið og þau vísindi sem liggja að baki.Ég get ekki skilið að nokkur maður geti í dag talað um kvótakerfið og þá fiskveiðistjórnun sem við höfum búið við síðustu 25 árin sem besta kerfi í heimi núna þegar síðustu staðreyndir blasa við í skýrslu jólasveinana á hafró.Það fer lítið fyrir í íslenskum fjölmiðlum sú frétt frá Noregi að norðmenn eru hættir við að laga sitt kerfi að íslenskri fyrirmynd.Þeir segja íslenska kerfið mein gallað og ekki til fyrirmyndar.Einu framsalsheimildirnar sem verða leyfðar samkvæmt nýju frumvarpi sem lagt var fyrir norska stórþingið í dag er flutningur á aflaheimildum frá stórum skipum til smábáta.Annað verður ekki leyft hjá frændum okkar í Noregi.Allt tal um besta fiskveiðikerfi í heimi er bara áróður kvótagreifanna íslensku og einu löndin sem hafa tekið upp svipuð kerfi eru Máritanía og Marokkó og þar eru það herforingjar sem eru handhafar kvótans og leigja hann út.Þar var Samherji að kaupa stóra útgerð núna fyrir ekki löngu síðan sem gerir út á Makríl og þá aðallega smámakríl því stóri makrílinn sem bar uppi veiðarnar þar niðri fyrstu árin er uppveiddur og skipin hafa fært sig grynnra síðustu 2-3 árin og liggja þar í smáfiski í dag.Sem sagt þar er sú þróun að stóri og verðmæti fiskurinn er búinn og það er bætt upp með veiðum á smærri verðminni fiski í stórum stíl.Allt til fyrirmyndar eða hvað ?
Jón Magnússon (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:25
Bestu þakkir fyrir skrifin Jón, þetta er afar athyglisvert.
Helgi Jóhann Hauksson, 5.6.2007 kl. 16:34
Þetta er hárétt vísindamenn ákveða aflan með tiltölulega vanþróuðum vísinda aðferðum. Færeyingar prófuðu íslensku aðferðina og henntu henni út eftir ca. 2 ár og tóku upp sóknardaga. Það athyglisverða við það er að síðan þeir tóku upp sóknardagana hafa fiskistofnarnir við Færeyjar vaxið ár frá ári. Á Íslandi tíðkast það að koma einungis að landi með það verðmætasta úr veiðiferðinni hinu er hennt og lái ég það engum allir hugsa jú um að bera sem mest úr býtum, þar af leiðandi er brottkast miklu meira en Hafró gerir sér grein fyrir eða er tilbúið að viðurkenna. Í Færeyjum aftur á móti er sjómönnum engin akkur í því að kasta fiski hvert svo sem verðgildið er á honum heldur kemur allt að landi, minnki stofnar er sóknardögum einfaldlega fækkað og það svínvirkar.
Það má fastlega gera ráð fyrir því að ef að tillögum Hafró um 30% niðurskurð í þorskkvóta gengur eftir þá aukist bara brottkast, akstri framhjá vigt einnig og þegar upp er staðið verður samdrátturinn í afla óverulegur eða jafnvel enginn.
Róbert Tómasson, 10.6.2007 kl. 15:00
Reyndar er nú þorskstofninn aftur hruninn við Færeyjar og nú er mælt með NÚLL-Kvóta þar.
Hvort kerfið sem er betra fyrir fiskistofnanna er ljóst að hagfræðilega er miklu betra að hafa aflamark þar sem hægt er í senn að vita hvað kemur að landi á næstunni og að stýra hvenær það er sótt. - Frjálsa framsalið er í sjálfu sér ekki hluti af sjálfu aflamarkskerfinu heldur viðbót við það. Sama er um allskyns aðrar reglur svo sem um veiðafæri, hólf og svæði sem og hvar og hvernig má veiða á hverjum tíma. Allt hefur það áhrif á hvernig við umgöngust fiskimiðin.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.6.2007 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.