Það eru því fullar forsendur fyrir hvaða Kópavogsbúa sem er til að senda inn andmæli á skipulag@kopavogur.is Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er allstaðar bæði á Íslandi og Evrópu verið að færa hafnarstarfsemi fyrir skip út fyrir byggð ef hægt er - nema í Kópavogi þar sem verið er að byggja hana upp inní byggð. Stækkun hafnarsvæðisins skerðir því lífsgæði í Kópavogi. Meira má sjá um efnið á www.karsnes.is
Þetta þarf ekki að vera flókið ein setning gerir gagn. Munið að taka fram að verið sé að mótmæla stækkun hafnarsvæðisins á Kársnesi og setjið undir fullt nafn heimili og kennitölu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 31. ágúst 2007 (breytt 20.10.2011 kl. 03:28) | Facebook
Athugasemdir
Hér er mitt atkvæði gegn þessari vitleysu
Gunnar Atli Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 22:12
Auðvita á ekki að stækka höfnina. Heldur væri gáfulegra að leggja auka gjöld á íbúa á Kársnesinu sem samsvarar áætlaðri innkomu á hafnarsvæðinu. Ef það er svo gott að búa þarna sé ég ekkert að því að fólk borgi aukalega fyrir það.
Jón (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 14:59
Oboðslega er þetta falleg mynd og flott sjónarhorn. Hvar er hún tekin?
Sigga (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 16:33
Takk Sigga! Myndin er tekin frá Nónhæðinni.
Jón þegar menn kaupa húsin sín borga þeir það verðmæti sem í staðsetningu þeirra felst. Þessvegna eru hús dýrari hér en á Suðureyri.
Kársnesingar eru sannfærðir um að það verðmæti sem þeir sóttust eftir með því að ákveða að eiga þar heimili sitt og var í raun lofað með skipulagi bæjarins, muni skerðast við þessara framkvæmdir.
- Þess utan hefur aldrei verið sýnt fram á að höfn í Kópavogi sé þjóðhagslega arðbær fremur hitt að samfélagið í Kópavogi greiði með henni, bæði vegna stofnkostnaðar og reksturs og vegna skerðingar á öðrum gæðum svo sem vegna þungaksturs um götur, hávaða, mengun og að höfnin takmarki mögleika sæðisins en auki ekki. Auk þess sem hafnarstarfsemi ar jafnan sett útfyrir byggð í dag m.a. vegna hávaða frá henni.
Helgi Jóhann Hauksson, 2.9.2007 kl. 16:32
Það var einhveratíma haft eftir Gunnari Birgissyni að Byko vildi fá höfnina í Kópavogi til að landa og nýta sér aðstöðuna þar. Ég var að tala við enn sem vinnur hjá Byko og hann sagði mér í óspurðum fréttum að þeir vildu ekkert með þessa höfn hafa það væru til aðrar og betri hafnir sem þeir vildu nota.
Brynjar Hólm Bjarnason, 2.9.2007 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.