Æ! Sigursteinn þetta var óþarfi - hvað segir þetta okkur?

Mynd_129Æi! Sigursteinn þetta var óþarfi. Fáir menn búa yfir jafn snarpri greind og Sigursteinn Másson en fáa menn skortir eins félagsfærni og Sigurstein Másson. Sigursteinn er stórbrotinn og býr yfir stórum kostum en líka stórum göllum t.d. þeim sem hér birtist, að rjúka á dyr þegar hann fær ekki sjálfur að handvelja alla, hvern og einn einasta í stjórn Brynju. – Hann var ófáanlegur um að einn einasti frá fyrri stjórn sæti áfram. Samt var bæði verið að skipta um framkvæmdastjóra og fulltrúa félagsmálaráðuneytisins í stjórn Brynju og svo einnig  þessa 4 fulltrúa ÖBÍ. Og hann var einnig ófáanlegur til að leyfa kosningu á milli nafna eins og tíðkast hjá ÖBÍ Heldur aðeins allan pakkann. Það var því óhjákvæmilegt að annar yrði settur saman og boðinn fram.

Þannig vill til að ég er einn þeirra 16 á aðalstjórnarfundi ÖBÍ sem greiddi atkvæði með nú nýrri stjórn Brynju og studdi því ekki þann lista/pakka sem Sigursteinn vildi. En Sigursteinn Másson var ekki í kjöri hér.

Vel að merkja þá rekur Brynja tvöfalt fleiri leiguíbúðir en t.d. Kópavogsbær.

Frá minni hálfu hefur þetta mál eða önnur sem ég hef komið nálægt hjá ÖBÍ á engan hátt snúist um nafnið Sigursteinn Másson heldur um grundvallaratriði, málefni, upplýsingar og rök.

Sigursetinn Másson vildi einn ráða öllum mönnum í stjórn Brynju húsfélags sem stofnað var af frumkvöðlum ÖBÍ við lítil eða engin efni þar sem frumkvöðlarnir tóku sjálfir persónulega ábyrgð, og til að þjóna sem flestum með sem lægst leigugjald voru íbúðir hafðar smáar. Þó nú sé verkefnið að færa Brynju til nútímans þá verða ekki til jafn margar en miklu stærri og betur búnar íbúðir nema með miklu nýju fé, hinn kosturinn væri að selja margar litlar og lélegar íbúðir en kaupa miklu færri, stærri og betri íbúðir sem þá þörfnuðust hærri leigu til samræmis.

Aðalstjórn ÖBÍ velur fjóra menn í stjórn Brynju en ráðherra velur einn. Sigursteinn sætti sig á þessum fundi ekki við neitt annað en að ráða sjálfur öllum 4 fulltrúum ÖBÍ – allt eða ekkert – ekkert minna en það kom til greina frá hans hálfu og öllum málamiðlunum var hafnað þar á meðal að kjósa á milli nafna eins og tíðkast hjá ÖBÍ en ekki bara allan pakkann/listann. Fyrst engar málamiðlanir voru í boði valdi aðalstjórn því stjórn sem saman stóð af tveimur síðustu formönnum ÖBÍ á undan Sigursteini og tveimur vel menntuðum og mætum konum. 

Skýrar og ítrekaðar óskir höfðu komið fram í aðalstjórn um að bætt yrði við nöfnum og kosið milli nafna en ekki lista en listakosning hefur ekki tíðkast hjá bandalaginu. Einnig að innri reynsla og þekking yrði varðveitt milli stjórnartímabila með því a.m.k. einn úr gömlu stjórninni sæti áfram. Ekki síst þar sem þegar var  væntanlegur nýr framkvæmdastjóri og nýr fulltrúi ráðherra. En öllu slíku var alfarið hafnað af Sigursteini. Því var óhjákvæmilegt að annar listi yrði settur saman sem svo var kosinn.


mbl.is Sigursteinn segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Helgi,

Þar sem þú virðist hokinn af reynslu og aðdáandi alls sem Sigursteinn stóð ekki fyrir, þætti mér vænt um að þú nefndir mér og öðrum dæmi um aðdáunarverð verk þeirra manna sem þú nefnir í blogginu. Arnþórs, Grétars og þeirra aðdáendaklúbbs.

Guðjón Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 09:55

2 identicon

Afsakið, Garðars Sverrissonar. Kv Gaui

Guðjón (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Að vera einarður á sjónvarpsskjá er ekki það sama og vera afreksmaður í starfi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2008 kl. 11:46

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég get talið upp heilmikinn afrekslista Sigursteins en ekki síður Garðars Sverrissonar en stóra málið sem skilur á milli feigs og ófeigs hér er einfaldlega „félagsfærni“.

Sá sem lítur á alla sem andmæla í einstökum málum og prinsipatriðum sem persónulega andstæðinga sína, gengur fram með hótunum um að hætta og hættir þegar hann fær ekki að ráða, synjar áður öllum óskum um málamiðlun sem og að kosið yrði milli nafna en ekki bara allt eða ekkert og kveðst svo ekki geta setið fundi með sumum þeirra sem mestrar hylli hafa notið í samtökum okkar, lýsir sig þannig sjálfur ófæran til verksins. Sem er afar miður þar sem Sigursteinn er annars snarp greindur baráttumaður.

Samstarf og samvinna og að geta rifist sáttir eru lykil atriði. Endalausar hreinsanir að hætti einræðisherra geta hinsvegar aldrei gengið í samtökum okkar og ekki fallnar til árangurs til lengdar.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.1.2008 kl. 14:13

5 identicon

Held reyndar að Sigursteinn hafi komist að kjarna málsins er hann sagði að Hússjóður ÖBÍ ræki lestina á Íslandi hvað varðar aðbúnað í húsnæðismálum. SM hefur barist fyrir því undanfarin ár að bætt verði úr en ekki orðið ágengt. Lítið hefu rbreyst - og skammt er síðan íbúi dó og lá lengi áður en hans var vitjað. Þetta er eitthvað sem Sigursteinn sættir sig ekki vi. Hann stendur og fellur meðsamvisku sinni. Það er meira en sumir aðrir sem eiga engin prinsipp, haga edingöngu seglum eftir vindi.

Bolli Valgarðsson (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Bolli og þakka þér innleggið.

Allir á aðalstjórnarfundi voru sammála um að breytingar væru framundan hjá Brynju enda eru þær þegar hafnar en ekkert svigrúm var gefið til að spyrja hvaða breytingar Sigursteinn og hans frambjóðendur stæðu fyrir, t.d. hvort þeir ætluðu að fækka mikið íbúðum, þ.e. að selja margar litlar og gamlar fyrir nýjar, stærri, betri, dýrari en miklu færri, og hvað yrði þá um íbúana? -fengju miklu færri íbúð en þeir sem hafa íbúð í dag? -þyrfti leigan að hækka til samræmis?

Sigursteinn lagði fram skýrslu um hvað væri að en ekki orð um hvernig hann vildi að bætt yrði úr eða hvar ætti að taka peninga til breytinganna nema með stórfelldri fækkun íbúða.

Í því breytingaferli sem framundan er þótti mér t.d. Garðar Sverrisson manna vænlegastur til að koma fram af nærfærni við íbúana sjálfa sem breytingar myndu snerta og forðast útreiknaðar aðgerðir þar sem mannssálin er ekki höfð með í reiknisdæminu.

Satt best að segja finnst mér það afar ósmekklegt að kalla stjórn Hússjóðs Brynju sem rekur mörg hundruð íbúðir til ábyrgðar á að fólks sé ekki vitjað í húsum þeirra. Brynja er bara leigusali sem hefur það að markmiði að veita öryrkjum öruggt skjól og þak yfir höfuðið fyrir sem minnst leigugjald en er hvorki heimahjúkrun, heimahlynning, félagsþjónusta, heilsugæsla eða aðstandandi.

Eftir sem áður er nú búið að skipta um 5 af 6 stjórnendum Brynju að  meðtöldum framkvæmdastjóra og fulltrúa ráðherra. 

Helgi Jóhann Hauksson, 13.1.2008 kl. 18:33

7 identicon

Kæri Helgi,

Spyr sá sem ekki veit. Ég vildi gjarnan fá listann um afrek þessara manna. Varðandi lausnir eða mögulega framtíðarsýn "nýrra" manna í stjórn Brynju, þá skiptuð þið Helgarnir nokkuð jafnt umræðutímanum á milli ykkar. Önnur sjónarmið komust varla að. En ég man ekki eftir að eitthvað um breytingar hefði verið tíundað af ykkar hálfu. Bara að breytingar væru hafnar? Ekkert um hvaða aðgerða væri að vænta.

Guðjón Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 22:29

8 identicon

Sæll Helgi ( allavega vona ég það )

Varðandi þetta mál þá ætla ég bara að segja það að ÞÚ VEIST BETUR og það sem verra er að þú veist líka að þú er aðsegja ÓSATT. Þú veist jafn vel og ég að búið var að útiloka ÖBÍ nánast frá ölu samstarfi við hið opinbera áður en Sigursteinn tók við sem formaður ÖBÍ. Þú veist það líka að það var meirihluti framkvæmdarstjórnar sem lagði til þau nöfn sem meirihluti framkvæmdarstjórnar lagði fram á fundinum. Þú veist það líka að Emil stóð upp á fundinum á Sögu og kynnti sinn lista, þar á meðal sjálfan sig. ÁN NOKKURA UMRÆÐU. Þessi nöfn höfðu ekki einu sinni verið kynnt á framkvæmdarstjórnar fundi sem var fyrir fundin á Sögu. Vil minna þig á svona til gamans að sá hópur sem þú aðhyllist gagnríndi hvað mest á fundinum á  Grand hótel, þú veist, að fá ekki betri kynningu á þeim einstaklingum sem meirihluti framkvæmdarstjórnar ÖBÍ lagði fram á fundinum Grand hótel. Þú veist líka eins og ég að ekki þótti sá hópur sem þú aðhyllist ekki vera mikil þörf á að við aðalstjórnarmenn í ÖBÍ vissum eins mikið um það fólk sem Emil stakk upp á eins og það fólk sem meirihluti framkvæmdarstjórnar hafði kynnt í framkvæmdarstjórn og í aðalstjórn. Spurning um félagsfælni ??? Hjá einhverjum !!! Helgi þú veist líka betur, þegar um við tölum um þær upplýsingar sem við við höfum um ástand íbúða og aðbúnað. Helgi þú veist líka hver tillaga Emils var, þ.e óbreitt stjórn. Helgi þú veist líka hverjir voru í síðustu stjórn og hvernig þeir tóku á málunum. Helgi þú veist líka að Brynja er ekki bara leigusali á íbúðum heldur líka rekur Brynja íbúðir sínar og sér um ( á að sjá um ) allt viðhald og lagfæringar. Helgi þú hefur verið gagnrýnin á ýmsa hluti er varðar öryrkja og vilt þeim vel vonandi. Helgi þú veist betur .....það er búin að vera stefnumótunarvinna varðandi Brynju hússjóð og .... Helgi þú veist ....

Helgi, mér finnst að þeir sem segja ekki rétt frá og fara frjálslega með, eru ekki að vinna fyrir fatlaða né málefni öryrkja. Þeir eru þarna inni af einhverjum öðrum hvötum.

Sigursteinn hefur að mínu mati þann stutta tíma sem hann hefur hafið ímynd ÖBÍ úr neikvæðri í jákvæða ýmynd. Hann hefur komið því í kring að nú vinnur ÖBÍ með stjórnvöldum, en ekki á móti, með borgaryfirvöldum en ekki á móti. Hafdís hefur að mínu mati líka staðið sig frábærlega, komið með feskar hugmyndir og nútímalegri vinnubrögð inn í ÖBÍ eins og Sigursteinn. En því miður þá er það nú þannig að viss gerð að fólki kann ekki að meta þannig nýungar, eða breytingar yfir höfuð. Að lokum þetta. Helgi, þú veist og ég veit að þú, Helgi veist ..........

Ægir Lúðvíksson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 00:28

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sælir góðir félagar Guðjón og Ægir

Tvennt skulum við hafa alveg á hreinu hið fyrra er að ég tilheyri engum liðum, grúppum eða hópum hjá ÖBÍ eða annarsstaðar. Ég geng út frá því að góðir vinir mínir séu stundum sammála mér og stundum ósammála mér. - Ég hef t.d. persónulega átt nokkur orð við Sigurstein um þetta Brynjumál en ekki eitt aukatekið orð við Emil eða Helga Hjörvar um málið, þ.e. ég tengist þeim ekki með neinum hætti og þekki þá ekkert utan funda ÖBÍ og því ekkert frekar en t.d. Ægi sem ég kýs að líta á sem vin minn eftir afar ánægjulegt samstarf í nefnd hjá ÖBÍ. Mín afstaða hverju sinni er málefnaleg og byggð á minni bestu yfirsýn í hverju máli og á þeim upplýsingum sem fram eru lagðar eða ég hef aflað mér.

Þess vegna kaus ég alltaf að líta á Sigurstein sem vin minn þó svo hann lokaði á mig frá því ég fyrst hafði uppi efasemdir um forsendur forsætisráðherranefndarinnar fyrir um ári um nýtt örorkumat (sem ekki fæst skilgreint) þar sem ég þó styð samt eindregið betra endurhæfingarkerfi og að greining á þörf fyrir stoðtæki sé gerð strax og samræmd. 

Efasemdir mínar standa enn og voru um þær forsendur sem lagðar voru fram af nefndinni þar sem t.d. gallar við bótafyrirkomulag voru notaðir sem rök gegn matsaðferðinni sjálfri, og svo allskyns staðhæfingar sem ekki standast eins og að fólk „ákvæði“ að fara á örorku fremur en að vinna. Eins og öryrkjar séu upp til hópa letilýður sem "velur" sér að vera á örorku að lífsviðurværi, einnig hugmyndir um að 75% öryrki hefði 25% vinnuhæfni og ætti því að hafa 25% vinnu eða sækja um atvinnuleysisbætur ella fyrir þessum 25%, einnig og mestar efasemdir hafði ég um að við íslendingar gætum búið til aðferð (í stað þess að nota það sem er þaulreynt erlendis) til að meta alhliða færni öryrkja og möguleika hans til að afla sér tekna sem auk þess væri þá bein tekjutenging við sjálft matið, svo náttúrulega það að öryrkjar færu í endurmat á 1-12 mánaða fresti í stað 3ja -6 ára fresti í dag þ.e. þyrftu sífellt að vera að sanna veikindi sín, -og ákvæði um „þjónustufulltrúa“ sem í öllum textum og frásögnum aðila nefndarinnar nema ÖBÍ eru skilgreindir til að hafa eftirlit með öryrkjunum (öryrkjalögga) og skikka þá til úrræða en svipta þá bótum ella. Og reyndar fjölmargt fleira sem bar með sér að þessi nefnd var sett á fót eins og segir í inngangi skýrslunnar af aðilum vinnumarkaðarins til að finna leiðir til að létta vaxandi örorkubyrði ef lífeyrissjóðunum. - En ekki í þágu öryrkja.

Ég kaus hinsvegar að reyna hafa áhrif á málið innan ÖBÍ en ekki að skrifa um það opinberlega svo Sigursteinn gæti ekki túlkað athugasemdir mínar sem fjandskap við sig - en það gerði hann nú samt. 

Um samstarf við hið opinbera er ein leiðinn að leggjast flatur fyrir svona hugmyndum, en önnur er sú að standa í lappirnar.

Ég get talið upp langan afrekslista fyrir góð verk fráfarandi formanns og Hafdís held ég mikið uppá, en það sem enn hefur sést úr forsætisráðherranefndinni er ekki eitt þeirra.

Ný ríkisstjórn og nýr félagsmálaráðherra þ.e. sá sem nú er, hefði alltaf tekið upp samstarf við öryrkja hver sem formaðurinn væri. - Vandamálið var fjandsamleg ríkistjórn Davíðs Oddssonar.

Hið síðara er: Nei! Ægir ég veit ekki hvað þú ert að fara með tali um að ég fari frjálslega með eða að eitthvað sem ég hef sagt sé ósatt. Ekkert sem ég rita er mér kunnugt um að sé ósatt. Upplýsingar um allt slíkt eru vel þegnar hér eða á póstafangið: hehau@internet.is, Því það geri ég ekki viljandi og sjálfsagt væri að leiðrétta slíkt.

Guðjón; ég átti aðeins örfá orð um þetta mál á fundinum og ekki fleiri orð en t.d. Ægir vinur okkar hér. Lengstur tími fór auðvitað í skýrslulestur formanns. Verra var þó að mjög var þrengt að mælendaskrá og umræðutíma vegna þess að táknmálstúlkar höfðu ekki verið pantaðir með það í huga að fundur gæti staðið lengur en dagskrá gerði ráð fyrir.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.1.2008 kl. 13:41

10 identicon

Takk Helgi, þetta eru einu haldgóðu upplýsingarnar um málið og eru í góðu samræmi við annað sem maður veit.

Ekki veit ég hvernig einhver heldur að hann geti stýrt stórum samtökum en verið með endalausar hreinsanir, hótanir og læti, samtök snúast um samstöðu og stærsta hlutverk formanns er að ná saman við ólík sjónarmið mynda samstöðu.  Það er sama hvað menn halda að þeir séu að gera góða hluti útfrá frá kenningum eða hugmyndafræði ef þeir þurfa að velta öllu um koll og reka alla og hlusta ekki á aðra en jámenn þá gegnur það aldrei upp sama hvað það er sem þeir þykjast ætla áorka.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband