Drottningarnar farnar að hegða sér ósæmilega

Jæja, nú eru drottningarnar komnar á stjá og teknar að hegða sér ósæmilega eins og jafnan í byrjun ágúst, og það bara hér í skjóli runnanna utan við gluggann hjá mér. Þegar ég verð var við slíkt og þvílíkt er auðvitað mér að mæta með myndvélina. Mér tókst að ná af því ljósmynd þegar ung risastór og litrík bumbubý-drottning hitti miklu minni en ámóta litríkan karl í rauðblaðarósarunnanum okkar. Þegar hún varð mín var flaug hún nokkrar blokkir í burtu með karlinn hangandi aftur úr sér.Mynd 2008 08 04 13 00 42+++ 1 (Smella ítrekað á myndir til að stækka) Á útlensku heita svona randaflugur „bumblebee“ eða „bombus“ á latínu. Einhver  hefur þýtt „bombus“ sem „humla“ á íslensku án þess þó ég átti mig á til hvers humla vísar þá finnst mér bumbubý  betra og meira lýsandi.

Ræktaðar hunangsflugur og skyldar tegundir kallast hinsvegar „honeybee“ og þá að mínu viti bara hungangsbý á íslensku. Reyndar safnar einmitt bumbubýið gulu frjódufti í lærapokana sína og ber í búið ásamt sykrum sem verða að hunangi við að fá smá for-meltingu, en hunagsbýið safnar fyrst og fremst hunangi.

Mynd 2007 07 26 14 10 10Á norðlægum slóðum lifir hver bumbubý-drottning aðeins um það bil eitt ár, þernur og karlar lifa ekki veturinn af og líklega að jafnaði ekki nema um 30 daga. Þess vegna verður ung drottning að finna sér karl til að frjóvga eggin sín áður en sumarið er á enda.


Þegar líður á haustið finnur svo unga drottningin sér stað til að leggjast í dvala í yfir veturinn. Þegar vorar og hlýnar á ný losnar drottningin úr dvala tekur að safna fæðu og finnur sér bústað fyrir fjölskylduna yfir sumarið.    n2323Þar elur hún þá afkomendur sem karlinn frjóvgaði haustið áður.
Frjóvguð egg gefa öll kvenkyns afkomendur, fyrst ófrjóar þernur sem byggja upp búið og safna próteinríku frjódufti og orkuríku hunangi í búið. Það stjórnast af boðefnum sem móðirin gefur frá sér og kölluð eru ferómón en þegar líður á sumarið dvín efnastarfsemi drottningarinnar og í stað þerna sem þjóna henni verða til nýjar ungar og frjóar drottningar, vel aldar af fæðunni sem þernurnar hafa borið í búið og miklu stærri en þær og þar sem móðirin er hætt að framleiða fermón sækja  þær heldur ekki til baka í búið.

Nú verpir gamla drottningin líka ófrjóvguðum eggjum því sæðisskammturinn frá haustinu á undan er upp urinn. Úr ófrjóvguðum eggjum klekjast hinsvegar frjóir karlar. Karlarnir eru því eingetin afkvæmi drottningarinnar.Mynd 2007 07 26 14 07 39

Á Íslandi  eru taldar vera til þrjár gerðir bumbubýs eða „humla“.
Sú sem talin er hafi verið hér um ómunatíð er móhumlan eða Bombus jonellus (móbumba).
Sú stóra sem sást hér fyrst sumarið 1979 en hefur orðið mest áberandi seinni ár er húshumlan eða Bombus lucorum (húsbumba).
Nokkrum áratugum fyrr hafði hinsvegar borist hingað garðhumla eða Bombus hortorum (garðbumba) sem er með áberandi hlutfallslega stórt og framsett höfuð í samanburði við hinar.DSC 0132s++DSC 1441sB Hún er talin hafi vikið fyrir þeirri stóru eða húshumlunni.

Ég tel mig einmitt hafa myndað höfuðstóra garðbumbu í garðinum okkar fyrir ekki svo löngu, sem hér má sjá á flugi á tveimur myndum. Hér er raninn einnig áberandi en allar hafa þær langan rana eða tungu sem þær geta notað til að teygja sig eftir hunangi.
Sú stóra Bombus lucorum eða húsbumba er frekar auðþekkt af hve stílhrein hún er, af tveimur áberandi gulum röndum sem hvor er alveg á sínum búkhluta og svo hvítum endanum. Vegna þess hve hún er stór áberandi og stílhrein er hún líka vinsælt myndefni víða um heim.

- Ég er hinsvegar ekki nógu vel að mér um bumbubý til að geta sagt um hverrar tegundar þessi ljósa hér neðst er, á Jakobsfíflunum. Þær voru margar saman á túnflöt miklu ljósri en venjulegar húsbumbur sem einnig voru að í hópi ekki langt frá.  Það má segja að þessar ljósu séu nánast al gráhærðar í samanburði og með fleiri litarendur en hinar. - Kannski einhver geti sagt mér það?  - Trúlega eru þetta hinar upphaflegu íslensku móhumlur eða móbumbur. Þá er ég þar með mínar eigin myndir  teknar hér í  Kópavogi af öllum þremur íslensku humlu- eða bumbutegundunum .Mynd 2007 07 26 13 47 47Mynd 2007 07 26 13 47 32


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Bumbubý er frábært nafn á þessar geðþekku flugur.  Humla finnst mér ekki gott nafn á býflugurnar okkar.  Ekki þekki ég þessa gráu.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.8.2008 kl. 02:10

2 identicon

Ótrúlega flottar myndir - og takk fyrir fróðleikinn.

Guðmundur (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 02:38

3 Smámynd: Dunni

Þú heldur þig alltaf við pornóið 

Frábærar myndir hjá þér félagi.

Skilaðu kveðju til höfðingjans í Firðinum

Dunni, 8.8.2008 kl. 09:45

4 identicon

Ja, mér finnst þú nú ná þessu fjári vel með bumbubý sem þýðing á bumblebee úr ensku  og fræðiheitinu bombus á latínu. Og svo hunangsbý fyrir Honeybee. Í orðabók er bæði Bumblebee og Honeybee þýtt sem „hunangsfluga“ án aðgreiningar.

Humla hefur enga skírskotun enda enginn sem notar það þó það sé notað á vef Náttúrufræðistofnunar hefur það ekki fengið neina útbreiðslu, líklega vegna þess að það er alls ekki lýsandi eða gegnsætt eins og góð íslensk orð eiga að vera. Sú stóra húsbumban Bombus lucorum er t.d. alls ekki áberandi fyrir suð eða hljóð sitt umfram t.d. venjulega fiskiflugu eða geitung. - En það einkennir hana að hún er eins og stór röndótt kúla á flugi - bumba, hunangsbý er hinsvegar mikið mjóslegnara ásýndar því það er ekki eins loðið.

Stundum er eins og orð megi ekki vera of einföld og sjálfsögð á íslensku, menn leitalengt yfir skammt - og mistekst. Bumbubý skal þessi stofn býflugna heita.

Sigurður (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 13:30

5 Smámynd: Heidi Strand

Mjög skemmtilegar myndir. Hunangsflugan er yndisleg!
Helgi, hvernig myndavél ertu með?

Heidi Strand, 8.8.2008 kl. 18:44

6 Smámynd: Kristinn Jónsson

Guði sé lof, þar sem gay pride er á morgun, hélt ég að hommanir og lessunar hefðu tekið daginn snemma, og væru kominn á gluggana. Sjáumst öll í göngunni á morgun (í dag).

Kristinn Jónsson, 9.8.2008 kl. 01:07

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk fyrir innleggin hér.

Sæl Heidi, ég er reyndar með Nikon digital vélar en nota lang mest Sigma zoom-linsu með macro. Nú þegar bestu framleiðendur eins og Nikon og Canon bjóða digital "body" fyrir skiptanlegar linsur á góðu verði þá er það mín reynsla að best sé að fá sér fyrst ódýrt body en leggja því meiri pening í linsur þar til aftur er hægt að uppfæra body-ið þá er maður búinn að koma sér upp góðum linsum. Body-in úreldast líka mjög hratt núna en linsunar ekki.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.8.2008 kl. 02:30

8 Smámynd: Kristinn Jónsson

Fyrirgefðu, ætlaði ekki að vera dónalegur. Æðislegar myndir, hugmyndir kvikna stundum spontant. Kiddi

Kristinn Jónsson, 9.8.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband