Eftir allt sem á undan er gengið hef ég ekki nokkra einustu trú á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið í þennan leiðangur nú að stugga Ólafi Magnússyni fyrir borð nema áður að vera búninn að tryggja sér nýjan áhafnarmeðlim. Leiðari Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu, yfirlýsingar Guðna Ágústssonar, ýmsum sögum sturtað samtímis í fjölmiðla um hvernig Ólafur F gæti svikið Sjálfstæðisflokkinn. - Og svo strax í kjölfarið er Ólafi hent fyrir borð og gegn öllum fyrri yfirlýsingum Óskars Bergssonar er Óskar kominn í staðinn sama dag.
Allt ber þetta vott um hannaða atburðarás þar sem menn á réttum tímapunkti mýkja fyrst jarðveginn og skapa rétt andrúmsloft fyrir það sem þegar er búið að ákveða og handsala einhverjum dögum fyrr.
- Það fer enginn að segja mér að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði tekið minnstu áhættu um að hrekja Ólaf frá sér án þess að vera áður búnir að geirnegla Óskar Bergson um borð í skútuna.
Egill Helgason spyr í blogginu sínu á Eyjunni hvað Ólafur hafi gert af sér til að verðskulda meðferð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hafi lofað honum borgarstjórastóli þar til í mars á næsta ári fyrir að splundra Tjarnarkvartetnum, hann spyr hvort Ólafur hafi gert eitthvað sem Sjálfstæðisflokkur hlaut ekki reikna með þegar þeir gerðu hann að borgarstjóra og samþykktu málefnasamninginn fræga við hann.
Sjálfstæðisflokkur skuldar skýringu um hvað Ólafur gerði sem þeir ekki hlutu að reikna með þegar þeir keyptu hann úr Tjarnarkvartetnum með óvenju feitum bitum og með borgarstjórastólnum til að tryggja honum völdin og sæmdina en neita nú að greiða lengur af skuld sinni þegar ódýrari háseti býðst á skútuna í staðin. Sá er þó líka keypur útúr fyrri samstarfsyfirlýsingu að þessu sinni þeirri um að enginn fjögurra aðila Tjarnarkvartetsins myndi taka sig útúr til að bjarga Sjálfstæisflokknum þegar þeir yðru leiðir á Ólafi F Magnússyni. Hvernig getur þetta fólk svo treyst hvert öðru þegar svona er til stofnað?
Hanna Birna borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 15. ágúst 2008 (breytt kl. 11:29) | Facebook
Athugasemdir
Þetta er augljóslega skrifað handrit og Guðni Ágústsson var þegar með þetta tilbúið í höndunum þegar hann tók allt í einu að tala fyrir þessu samstarfi fyrir nokkrum dögum - maður sem aldrei hefur skipt sér af borgarstjórnmálunum. Jafnvel tafirnar í gær voru nákvæmlega tilgreindar í handritinu - bráðnauðsynlegar til að auka trúverðugleikann eftir fyrri hraðsuður.
Sjálfstæðisflokkur hefði aldrei eftir fyrra klúður, gert Ólaf hræddan um sig nú nema vera komnir með öruggt framhald áður. Óskar laug því eins og hann er langur til og langtum meira en það þegar hann þóttist ekkert vita.
Gunna (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 04:48
Það kom líka fram í einhverjum fréttatímanum að kl. 11 í gærmorgun eða svo hefði Óskar hafnað Tjarnarkvartett vegna þess að viðræður um nýjan meirihluta hefði verið komnar of langt! samt var þetta tveimur tímum áður en Hanna Birna og Óskar töluðu fyrst saman skv. þeirra eigin sögn!
Síðan var bara skautað yfir þetta eins og þetta hefði enga þýðingu!
Óskar gerði meira en að ljúga - hann hafði sérstaklega fyrir því að hringja í fréttastofu Útvarps til að leiðrétta það að hann hefði ekki verið neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Tæknilega var þetta kannski rétt, en á sama tíma var greinilega búið að ákveða allt saman af formönnunum!
Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 10:13
Gott dæmi um það hvernig hægt er að stýra fjölmiðlum á Íslandi ... og því þá ekki að nýta sér það :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.8.2008 kl. 10:18
Óskar sagði Tjanarkvartetnum kl 11 að málið væri of langt komið til að það breytti neinu þó Óafur stigi niður og hleypti Margréti að, kl 12 gaf hann sérstaka yfirlýsingu í útvarp um að hann hefði ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokk. Varaborgarfulltrúi hans fær hringingu frá honum kl 12:30 sem hún getur ekki svarað og fréttir fyrst af málinu seinni partinn. Hún hefur nú lýst því yfr að hún styðji ekki Óskar og telur hann vera að svíkja drengskaparsamkomuleg þeirra við Tjarnarkvartetinn. - Hvernig á nokkur að geta treyst þessum manni Óskari Bergssyni eftir þetta og þá kannski síst Sjálfstæðisflokksmenn sem nú vita best hvað stjórnar honum og að loforð hans eru föl og hvað þau kosta.
Helgi Jóhann Hauksson, 15.8.2008 kl. 11:25
Innilega sammála þér Helgi. Menn mega efast um geðheilsu Ólafs og haft skoðanir á því hvernig hann kemur fyrir. Eftir stendur að hann er duglegur og fyrst og fremst hugsjónamaður og því var honum hent út. En af hverju ætti Ólafur að standa upp fyrir Margréti sem sveik hann á sjúkrabeði?
Sigurður Þórðarson, 15.8.2008 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.