Hanna Birna á enga bandamenn í borgarstjórn

Landsfundur Sjálfstæðisflokks 09Vandinn fyrir Hönnu Birnu væntanlegan borgarstjóra er að í raun stendur hún ein. Í flokknum hennar ríkir glundroði og þar er ekki á neinn að treysta. Hún leitar því ráða annað í baklandið utan borgarstjórnarflokksins líklega til gamalla jaxla eins og Davíðs Oddssonar og co, og þó helst í sinn vinkonuhóp sem er ekki með sjálfstæðum hætti upplýstur um aðalatriði mála heldur aðeins af Hönnu Birnu sjálfri. Þetta einangrar hana þó aðeins enn frekar innan borgarstjórnarflokksins.

Átökin um leiðtogahlutverkið óma líka enn úr herbúð borgarstjórnarflokksins með allskyns tilbúnum og mögulega einhverjum raunverulegum ásökunum í hennar garð um að hún hafa verið völd að upplausninni fyrir 10 mánuðum (sbr umfjöllun Þorsteins Pálssonar í leiðara og túlkun Össurar Skarphéðinssonar á honum).

Hanna Birna virðist einnig af frásöng hennar sjálfrar af aðdraganda þess að Ólafi var kastað fyrir borð hafa viljað beinlínis setjast ofan á borgarstjóra og stjórna hverju smáatriði hjá honum. Jafnvel Davíð Oddsson reyndi ekki að skipta sér af smáatriðum sem öðrum hafði verið falin umsjón með eins og Hanna Birna virðist hafa verið upptekin af gagnvart Ólafi F, hvað þá að Davíð hefði skipt sér af kjaftasögum um samstarfsaðila eins og Hanna Birna virðist hafa borið á borð án þess að spyrja um sannleiksgildi þeirra. - Enginn hinna sem í borgarstjórn sitja vill vera dæmdur eftir slíkum mæli, það atriði einangrar hana því enn frekar. - Af mörgum ástæðum á Hanna Birna því enga raunverulega bandamenn í borgarstjórn Reykjavíkur heldur aðeins óbein tengsl í gegnum peninga- og sérhagsmuni aðila utan borgarstjórnar -  og auðvitað á hún svo væntanlega  stuðningsmenn meðal kjósenda flokksins sem hún þó hefur engin bein tengsl við, en mikilvægasti stuðningshópur hennar er aðild að dyggum persónulegum valdaeflingahópi  kvenna, það skapar henni þó ekki trygga bandamenn í borgarstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er einmitt þessi holi tónn. Lítið lagt á sig að ræða við borgarbúa um hvað þeir vilji setja á oddinn. Það eru greinilega Geir og Guðni sem mynda þennan meirihluta í þeirri von að völdin kveiki glæður í fylginu. Síðan eru harðir peningahagsmunir eins og Bitruvirkjun. Þar þarf klárlega að fara varlega um útivistarsvæði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.8.2008 kl. 09:41

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hann Birna virkaði alls ekki klaufs í sínum fyrstu ummælum heldur frekar "heimsk".

Hann Birna sýnir svipaða takata og Þorgerður Katrín heldur að hún eigi landið skuldlaust og geti bara gert það sem henni þóknast.

Á sjálfstæðisflokkurinn engi betra fólk en það sem þeir skarta í borgarstjórn....þetta er alls ekki boðlegt neinu lýðræði.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.8.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Dunni

Hegðunarmynstur Hönnu Birnu í pólitíkinni bndir til þess að hún hafi litla sem enga yfirsýn og þaðan av síður lýðræðislegar pólitiskar  hugsjónir. Þess vegna á hún enga bandamenn eins og þú segir. En í kringum hana eru nokkrir pólitískir bandingjar. Þeir keppast við að klóra aaugun hver úr öðrum. 

Til að losna út úr þeim ljóta leik brá Gísli Marteinn undir sig betri fætinum og hélt til Skotlands. Sennilega það gáfulegata sem hann gat gert til að bjaarga því em bjargað verður af framtíð hans í stjórnmálum.  þ.e eg hann hefur þá einhvern áhugað á framapoti sínu lengur.

Dunni, 17.8.2008 kl. 11:01

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að þú skulir nenna að blogga svona bull, Helgi.

Og Guðrún Þóra, Hanna Birna er ekki heimsk, heldur ljóngáfuð. Við erum frekar slöpp í toppstykkinu, ef við tökum ekki eftir því.

Jón Valur Jensson, 17.8.2008 kl. 12:21

5 identicon

Ekki er ég nú oft sammála þér Jón Valur en get núna tekið undir með þér af heilum hug.

Haraldur (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 16:54

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hanna sýndi mikla snilli þegar hún brá sér í gerfi yfirsetukonu og vaktaði Ólaf frá morgni til kvölds og þóttist vera að semja við hann meðan aðrir gengu frá samvingum við Framsókn.  Ólafur vann sér það til óhelgis að egna Björgólf.

Sigurður Þórðarson, 17.8.2008 kl. 17:32

7 identicon

Það er naumast, Hanna á mjög sterkt bakland innan flokksins. Hún er gáfuð, fljót að hugsa og er skörungur til vinnu. Þessi bloggfærsla er greinilega skrifuð í einhverjum ham því færslan er full af staðreynda- og stafsetningavillum. Hvernig dettur einhverjum manni það í hug að HBK standi ein? Sammála Jóni Val.

Berglind (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 19:02

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er náttúrlega skortur á raunverulegum einlægum bandamönnum í borgarstjórn sem ég er að tala um, bæði innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks sem og meðal annarra borgarstjórnarmanna. Ég veit hinsvegar vel að Hanna Birna er aðili að öflugu tengslaneti utan borgarstjórnar t.d. sem elítu-konur hafa komið sér upp. Það ætti alls ekki vanmeta það eða gera lítið úr því sem slíku. Það er svona nútíma útgáfa af Frímúrarareglunni, þ.e. meðvituð smíði tengslanets til að allir aðilar þess styðji persónulegan framgang hvers annars.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.8.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband