110 þúsund bílar norðan Smáratorgs á sólarhring árið 2024

Picture 19Það er athyglisvert að það teljist áhyggjuefni að umferð geti farið í 37 þúsund bíla á sólarhring á Reykjanesbraut hjá Hvaleyrarholti í Hafnarfirði þegar á sama tíma vart nokkur virðist veita athygli áformum bæjaryfirvalda í Kópavogi um 110 þúsund bíla umferð norðan Smáratorgs auk nýrra 70 km vega samhliða Reykjanesbraut í báðar áttir til að létta á henni. Sjálf verði Reykjanesbraut í allt að 12 akreinum og með mjög flóknum nýjum gatnamótum þar sem nú er bensínstöð og 10-11 versun.

Picture 15Þá er t.d. í umhverfismati á þessu bæjar- og íbúasvæði vegna Glaðheimasvæðisins hvergi minnst á gangandi eða hjólandi vegfarendur á mörgum tugum blaðsíðna þrátt fyrir að reiknað sé með 250 íbúðum á Glaðheimasvæðinu og að íbúar þar muni senda börn sín yfir 110 þúsund bíla veginn í skóla í Smáraskóla og að íbúar beggja vegna við hann sæki atvinnu og þjónustu yfir á Glaðheimasvæðið og svo öfugt yfir á Smáralindarsvæðið. (Athuga ber að hin miklu byggingaáform „12turna-skipulagið“ eru ekki teiknuð inná og sýnd með umferðarmannvirkjunum).

Picture 11Nú er verið að setja Arnarnesveg á brú yfir Reykjanesbrautina og brúin er hönnuð sem hringtorg með miklum aðreinum en  án allra gangstétta, göngubrúa eða gönguleiða samhliða í sama plani milli þessara tveggja hæða sem eiga verða svona þéttbyggðar að aldrei fyrr hefur sést annað eins á Íslandi. Þegar þessi hönnun er skoðuð sést að nánast engin leið verður að bæta við greiðum gönguleiðum eftirá og ekki er hugsað fyrir þeim fyrirfram, þó endar grænt göngusvæði efst á Nónhæð annarsvegar og hinumegin við veginn tekur við nánast samfellt grænt svæði alla leið að Elliðavatni - á milli er hinsvegar ófært stórfljót og aðeins gert fært fyrir bíla yfir það en hvorki gangandi né hjólandi.

Haft er eftir skipulagsfrömuðum í Kópavogi að hverfin séu hugsuð sem eyjur sem fólk eigi ekki að fara á milli nema á bílum, hvort rétt er eftir haft er spurning en þannig er þetta hannað í reynd.


mbl.is Draga verður úr rykmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir að standa vaktina og vekja athygli á þessu!

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Komdu sæll Helgi. Þetta er  skemmtilegt ævintýri  þessi nýi miðbær hjá  ykkur í  Kópavogi.  Eins og ég sé fyrir mér verður hönnun á Glaðheimalandinu engu lík og á örugglega eftir að vera stolt Kópavogs, ásamt Smáralindinni, turninum við Smáratorg og öðrum væntanlegum byggingum. Þetta á eftir að verða miðbær höfuðborgarinnar. Ég held að það séu óþarfa áhyggjur hjá þér að hönnuðir gleymi göngu og hjólaleyðum enda sameyginlegt hagsmunamál fjárfesta og almennings. Þessi nýa hringlaga brú á örugglega eftir að ganga eins og smurt hjól fyrir umferðina.

Þessar slaufur á efstu myndinni eru gatnamótin fyrir jarðgöngin sem eiga að liggja undir Kópavogin að Öskjuhlíðargöngum og áfram niður í 101 Rvk.

Ég hefði viljað sjá Reykjavík gera svipað dæmi við Elliðaárósa, þá yrði öll helsta miðborgarstarfssemin að eini heild og allar samgöngur miklu auðveldari. En þetta 101 rugl virðist ætla að gera útaf við borginna.

Á blogginu hjá mér eru myndir að módeli sem sýnir miðbæ við Elliðaárósa. 

Sturla Snorrason, 18.8.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þakka þér innleggið Sturla, en því miður þá hef ég bæði leitað mjög vandlega í nýrri gögnum sem og kynnti ég mér sérstaklega hringtorgsbrúnna á Arnarnesvegi milli Nónhæðar og Hnorðaholts/Glaðheima og gerði formlega athugasemd við þetta, og því miður er bara alls ekki gert ráð fyrir gangandi vegafarendum, og það er hvergi á þá minnst í umhverfismatinu.

Leiðin sem þú munt t.d. þurfa að fara ef þú ætlar gangandi frá Nónhæð yfir í Glaðheimasvæðið sem bílar munu komast á hringtorgs-brú í sama plani og hæðirnar eru, þá eiga gangandi að rölta sér niður brekkuna yfir í Garðabæ og þar undir veginn í undirgöngum og svo aftur upp hinum megin - enn í Garðabæ og svo uppá hæðin meðfram veginum og inn á Glaðheimasvæðið.

Það er svona svipað og ef menn hefðu ákveðið þegar Kópavogsgjáin var brúuð að sleppa öllum gangstéttum og leiðum fyrir gangandi vegfarendur yfir gjánna, milli svæðisins í kringum Gerðasafn, tónlistahúsið og kirkjuna yfir í Hamraborgina en segja gangandi í stað að rölta sér hverju sinni niður að Sunnuhlíð og fara þar undir veginn í undirgöngum og svo aftur upp hinum megin til að komast frá Salnum yfir í Hamraborgina

Helgi Jóhann Hauksson, 18.8.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Stundum þegar menn tala um að setja umferð í stokk eða göng er eins og gleymist að mengun og svifryk minnkar ekkert við það heldur kemur bara allt út á við gangamunna og dreifist mjög þétt yfir þá sem næstir búa, þannig að það er lítið fagnaðarefni af göngum fyrir þá sem búa nærri munnanum.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.8.2008 kl. 23:53

5 Smámynd: Sturla Snorrason

það er furðulegt ef það eru ekki göngustígar á brúnni, las einhverstaðar að ríkið legði ekki göngustíga eða hjólastíga. Bærinn verður sennilega að byggja sér brú fyrir gangandi. En fyrir ofan Smáralindina koma ný undirgöng fyrir bíla og gangandi.

Sturla Snorrason, 19.8.2008 kl. 00:08

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það eru líka svörin sem ég fékk sem og það að Vegagerðin vildi ekki blanda saman gangandi og akandi umferð. Um það geta þó allir verið sammála en Það er ekki leyst með því að láta sem börn og gangandi séu ekki til í bænum okkar, þau fara þá bara um óvarin á brúnni. Og þess hefði heldur ekki þurft ef strax við grunnhönnun væri leitað lausna fyrir alla t.d. ef sérstök afgirt göngubrú hefði verið hluti af grunnhönnun mannvirkisins og þá trúlega þurft eitthvað annað en hringtorg fyrir bílana.

Það er líka fjári hart ef Vegagerðin á að geta klofið upp bæjarfélög með þessum hætti þar sem sérlega þétt á að byggja beggja vegna við veginn en sleppa því að gera ráð fyrir að í bænum búa ekki bara bílar heldur líka fólk á öllu aldri og af öllum gerðum sem bæði þurfa og vilja fara skemmri og lengri vegalengdir gangandi og hjólandi.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.8.2008 kl. 00:48

7 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Sem dæmi um hönnun göngu og hjólreiðastíga milli Kópavogs og Garðabæjar finnst aðeins einn slíkur stígur og hann liggur niður við sjó við Kópavogslækinn. sá stígur nýtist ákaflega fáum enda liggur hann nokkurn vegin í útkanti byggðar. Næsti stígur er uppi í Heiðmörk og ekki tilengilegur fyrir fólk sem ætlar að ferðast innan byggða. Milli Hafnarfarðar og Garðabæjar er sama sagan. Sá göngustígur er reyndar beint áframhald af göngustígnum milli Kóp. og Garðab.

Það er reyndar svo skrítið með Garðabæ að þar ferðast enginn nema á einkabíl að áliti bæjarstjórnarinnar þar. Ekki vilja þeir þar einu sinni taka þátt í því að reyna að minka einkabílismann með því að taka þátt í fríum strætóferðum fyrir sitt skólafólk.

Brynjar Hólm Bjarnason, 19.8.2008 kl. 08:25

8 Smámynd: Morten Lange

Vegalög
2007 nr. 80 29. mars
 

27. gr. Hjólreiða- og göngustígar.
 Í samgönguáætlun er heimilt að veita fé til almennra hjólreiða- og göngustíga meðfram umferðarmestu þjóðvegum samkvæmt sérstakri áætlun sem gerð skal að höfðu samráði við sveitarfélög
 

http://www.althingi.is/lagas/135a/2007080.html

Morten Lange, 20.8.2008 kl. 02:05

9 Smámynd: Morten Lange

Ekkert bólar á slíkri áætlun. Það þarf sennilega öflugan þrýsting til að stjórnmálamenn standa sér  í þessum efnum ? 

Morten Lange, 22.8.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband