Óverjandi að MK krefjist fartölva ef ekki sannast árangur

Hendur Skólameistari MK segir ungmennum í Kópavogi að fara annað í nám ef þau hafi ekki efni á 130 þúsund króna fartölvu auk trygginga, forrita og tölvutösku og  alls annars kostnaðar af bókakaupum og skólabyrjun.

Það er óásættanlegt að svona sé talað til fjölskyldnanna í bænum og að Menntaskólinn okkar geri þá kröfu til nemenda sinna að þeir eigi hver og einn sína eigin fartölvu til að burðast með hvern dag í og úr skólann þegar unnt er leysa sömu viðfangsefni í öðrum skólum með miklu skaplegri hætti og þjóðhagslega hagkvæmar.

Mynd_tekin_ 2005-01-20 023337PMNú ætti að liggja fyrir niðurstaða um stórbættan námsárangur

Núna eru átta ár síðan þessi stefna var tekinn upp gegn skýrum andmælum samtaka tölvukennara og annarra sem töldu sig hafa þekkingu og reynslu af málinu. Það ættu því að liggja fyrir niðurstöður um bættan námsárangur nemenda MK á móti tölvukaupabyrði og tölvuburðs nemenda. Einnig ætti nú 8 árum seinna að vera unnt að vega árangurinn á móti kostnaðinum.

Til að heimila tilraunir á skólakefinu - tilraunir með börnin okkar, ætti þess alltaf að vera krafist að ljóst væri fyrirfram hvernig árangurinn verður mældur, -hvað teldist ásættanlegur árangur og hvað ekki og hvað sýndi að rétt væri að hætta tilrauninni til að valda ekki frekari skaða. Landsmót UMFÍ 2007Hér er á ferð tilraun byggð á tilgátu Björns Banasonar þv. menntmálaráðherra um snylligáfuna sem myndi kvikna af að hafa fartölvu í fanginu alla daga -og MK tók tilgátuna uppá sína arma.

Sem slík hlýtur tilraunin að hafa haft eitthvað skilgreint markmið og því viðmiðun til að meta árangurinn. - Nú er komið að því að krefjast verður upplýsinga um árangurinn. -Skilaði tilraunin betri almennum námsárangri og/eða öflugri frumkvöðlum á tölvusviði en við má búast úr sambærilegum hópi nemenda í öðrum skólum? -Ef hún skilaði betri árangri á einu sviði var það á kostnað árangurs á öðrum sviðum -eða ekki? -Eða er hún bara mikil útgjöld fyrir heimilin til að ná smáræðis sparnaði fyrir skólann.

Í dag nota allir menntaskólarnir netið með þeim hætti sem MK var bent á sínum tíma að yrði gert innan skamms, þ.e. að hver nemandi á sinn aðgangslykil og heimasvæði sem hann kemst á hvar sem hann sest við tölvu hvort sem er í skólanum eða útí heimi. Götuleikh Kópavogi-Á sama tíma hefur MK hinsvegar sett takmarkanir á hvað nemendur geta gert án þess að koma með tölvurnar sjálfar í skólann. Þ.e. skólinn var síðast þegar ég vissi að hindra greiðan aðgang nemenda sinna að gögnum og sínu svæði væru þeir staddir utan skólans.

Verr settir en aðrir?

Sé það rétt eru nemendur „smartskólans“ því verr settir en nemendur annarra skóla í Reykjavík sem geta sest við hvaða tölvu hvar sem er í borginni eða í skólanum eða hvar sem er í heiminum og gengið beint að sínu efni á skólaneti skólans þeirra.

Það er kominn tími til að MK geri upp við Kópavogsbúa hverju hefur verið áorkað með tölvukvöðinni, og vegi með skýrum mælingum nytsemdina á móti kostnaðinum. Samkvæmt Mogga-fréttinni kosta ódýrustu tölvur sem uppfylla skilyrði MK 130 þúsund,  við það bætist forritakostnaður og taska fyrir að lágmarki 35 þúsund sem gerir 165 þúsund krónur á mann. Heldur óvarlegt finnst mér að reikna með lengri endingatíma en tvö ár á tölvu í svona miklu hnjaski. Kostnaður hvers nemenda er því a.m.k. 330 þúsund krónur á 4 árum. –Hafa þær krónur ávaxtast með mælanlegum og sannanlegum hætti í árangri nemenda MK og betri undirbúningi þeirra fyrir frekara nám?

Stærðfræðilið á leið til VíetnamMenntastofnun sem vill að mark sé tekið á henni hlýtur að hafa lagt til grundvallar svo stórri og dýrri tilraun sem auk þess er framkvæmd á kostnað nemenda sinna að tryggja að árangurinn yrði mældur með traustum og trúverðugum hætti.

Efnaminni fari annað_farölvur24-08-2008


mbl.is Sumir skólar gera kröfu um fartölvueign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnaldur

Er þetta ekki góð lausn http://misa.is/Default.asp?Sid_Id=28993&tId=2&Tre_Rod=&fre_id=75341&meira=1

Arnaldur, 26.8.2008 kl. 14:26

2 identicon

Mér finnst að það sem Helgi setur hér fram, að alltaf eigi að vera ljóst fyrirfram hvernig mæla á árangur af skólatilraunum, mjög mikilvægt. Það blossa upp allskyns tískubólur og heilir árgangar barna lenda fyrir þeim en svo er ekki eins það þurfi neitt að standa skil á því hvort tilraunir sem gerðar eru með börnin okkar hafa lánast eða ekki, og því heldur ekki hvort rétt sé að halda tilraun áfram eða ekki, eða hvort aðrir eigi að fylgja eða ekki. - Bara eitthvað svona „já þetta er smart hjá ykkur“, en ekkert um „græddu nemendur á þessu eða ekki?“.

Sigga (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þessi kostnaður er brjálæðislegur, sjálfur er ég með fartölvu sem kostaði 55 þúsund fyrir níu mánuðum og hún er mun betri en sú sem ég hafði þá átt í ár og sú kostaði 70 þús. Umferðin um þessar einnotatölvur hefur verið veruleg og hef ég á þessum tæpum tveimur árum dánlódað hátt í terabæti og horft og hlustað á það stöff. Skólinn er orðið í þágu atvinnulífsins eins og hjá Mussolini og því snýst þetta sífellt meira um sölumennsku starfsmanna í þágu húsbænda sinna eins og hver maður sér. Við sjáum líka sífellt vonlausari bílasala í pólitíkinni þannig að þetta er alveg samhæfð stefna. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 26.8.2008 kl. 21:55

4 identicon

Í vetur mun Menntaskólinn á Ísafirði í fyrsta sinn krefjast þess að allir nemendur skólans verði með fartölvu.  Vegna hagstæðra samninga sem náðust í útboði skólans í vor býður skólinn nemendum sínum upp á fullkomnar fartölvur frá HP gegn enn lægra leigu- og þjónustugjaldi heldur en fyrirhugað var í vor.  Leigu- og þjónustugjaldið verður kr. 10.000,- á önn.  Gegn því hafa nemendur tölvuna til fullra umráða allt árið, meðan þeir stunda nám við skólann. Gert er ráð fyrir því að nemendur eignist tölvuna þegar þeir hafa lokið fullu námi við skólann.

Tekið af heimasíðu MÍ, www.misa.is

Svona er þetta í MÍ; fyrir 10 þús kr. á önn fæst tölva með allri þjónustu og internetaðgangi. Að fullu námi loknu eignast krakkarnir tölvuna.

Ísfirðingur (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband