Hælisleitendur á íslandi fá 10 þúsund krónur á mánuði annað fá þeir ekki í sínar hendur nema matarpakka frá Rauðakrossinum tvisvar í viku og skjól á hrörlegasta gististað sem ég hef litið inn á - og án allrar þjónustu. Það þarfnast því skýringa þegar stjórnvöld segja hvern hælisleitanda kosta 10 milljónir á ári.
Vart gefur fjölskrúðugri hóp fólks en 40 hælisleitendur víða að úr heiminum, með ólíkan bakgrunn og sögu og ólíkir á alla hugsanlega vegu.
Margir meðal þeirra eru með fullgilda pappíra og skjöl en bíða samt mánuðum og árum saman svara um hvort þeir fái að bjarga sér á Íslandi. Margir eru þeir flóttmenn frá löndum þar sem Ísland með bandamönnum sínum í NATO hefur háð einhverskonar stríðsrekstur þaðan sem hundruð þúsunda eða milljónir eru heimilislaus á flótta bæði nær og fjær upprunalegum heimilum sínum. Meðal þeirra er menntað fólk sem ég hitti með þekkta starfsferla; prófessor, sálfræðingur, þekktur blaðamaður og mikið fleiri. - En verða að bíða samt og sæta mikilli niðurlægingu hér.
Öllum ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum eru lagðar ríkar skyldur á herðar vegna hælisleitenda og vegna mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna. Það er í raun gert ráð fyrir að hver sem er gæti einn daginn orðið hælisleitendi þ.e. við öll gætum einn daginn þurft nauðug að flýja eigin heimkynni vegna náttúrhamfara eða stríðs eða annarra óáran.
Augljós ástæða fyrir því að það gæti hent okkur Íslendingar væru náttúrhamafarir.
Sum bláfátæk ríki hafa veitt hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum manna skjól og hæli undir þessum skyldum allra ríkja við alla íbúa jarðar.
Það er ekki merkilegt eða mikið þó við virðum okkar skyldur í þessum efnum við þá sem leita til okkar beint.Hælisleitandinn Farzad Rahmanian, frá Íran, hefur beðið svara í 3 ár. Á meðan fær hann ekki að vinna fyrir sér sjálfur þó þúsundir annarra útlendinga hafi verið fluttir inn í landið til að vinna á Íslandi fram hjá farfuglaheimilinu í Njarðvíkum þar sem hann náðasamlegast fær að gista, og nú tók lögreglan aleigunu af honum í árásinni sinni á hælisleitendur þann 11. september. - Hvers vegna skyldi lögreglan annars hafa valið 11. september af öllum dögum?
Neðsta myndin er tekin Þann 12. sept þegar Farzad Rahmanian frá Íran settist niður þar sem hann situr nú enn í snarvitlausu veðri. Hinar ofar eru teknar í dag 13. sept. 2008. Félagar hans höfðu fært honum Kraftgalla í millitíðinni, en annað hafði hann ekki þegið. Hann hefur ekki neittt matar eða drykkjar frá 11. september sl. þegar lögreglan réðst til inngöngu hjá 42 hælisleitendum.
.
Hælisleitandi mótmælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 13. september 2008 (breytt kl. 23:19) | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru afskaplega góðir og umhugsunarverðir pistlar um hælisleitendur.
Jens Guð, 13.9.2008 kl. 22:14
Það mætti benda Farzan á að ná tali af Jónínu Bjartmars, til að fá skjóta úrlausn sínna mála.
haraldurhar, 13.9.2008 kl. 23:21
Þetta er ömurleg framkoma og okkur öllum til skammar....
....við höfum ekkert að gera með lögregluforingja sem er haldinn slíku gerræði að hann væri flottastur í síðum svörtum leðurfrakka, með gestapó skjöld í rassvasanum...
Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 23:30
ææ ekki fara að gráta! Vonandi verður tessum drullusokkum hent úr landi sem fyrst. Með miljónir tarna inni hjá sér og búnir að væla út styrki! drullupakk sem á að drullast í burtu strax!!
ómar (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 00:06
Ómar!
Það er einmitt arabískt nafn!!! Eitt af undraverðum menningararfi sem arabar færðu hinum vestræna heimi á miðöldum.
Þetta er þrusufærsla Helgi. Þú ert svo góður í þessu og ættir bara að hafa þitt eigið blað.
Bryndís (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 01:08
Viltu ekki eyða kommenti Ómars út, það er frekar klént. Vonandi kemst hann aldrei í þá stöðu í lífinu að þiggja aðstoð annarra.
Nei ég skil ekki hvernig farið er með hælisleitendur hér á landi, það er til skammar. En því miður veit ég ekki nóg um þetta áhlaup lögreglunnar í Reykjanesbæ til að geta tjáð mig um það.
Guðrún Vala Elísdóttir, 14.9.2008 kl. 01:12
Heill og sæll; Helgi og aðrir skrifarar !
Aðdáunarvert; hversu þú, sem Salvör og fleirri komið að þessum málum, út frá fjölda sjónarhorna, enda, ........ ekkert einhlítt, í þessum efnum, fremur en öðrum.
Þakka þér; vandaðar samantektir, á þinni síðu.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 02:31
Sæl öll og takk fyrir innlitið.
Guðrún takk fyrir ábendinguna, en ég læt orð Ómars bara standa þó reyndar það sé beinlínis ólöglegt að veitast að hópum fólks og þess vegna fólki yfirleitt með þeim hætti sem hann gerir. - EN hann lýsir betur en ég get gert hve mikill innri vandi okkar Íslendinga sjálfra er og undir hvaða hatri og ofstopahug er kynt með svona aðgerðum lögreglu og því hvernig yfirvöld matreiða einhliða og skammta upplýsingar til að réttlæta ákvarðanir og aðgerðir sínar.
Helgi Jóhann Hauksson, 14.9.2008 kl. 11:33
Maður á flótta frá Íran, getur ekki verið annað en flóttamaður. Ef Íslensk stjórnvöld sjá það ekki, er æsingurinn að komast í Öryggisráðið og og að fá flóttamenn uppi á Skaga hræsni og tvískinnungur. Hvað ætli ein af sólarlandaferðum Ingibjargar Sólrúnar geti borgað fyrir margar máltíðir fyrir þær fáu hræður sem villst hafa til Íslands?
Þakka góða pistla um mannvonskuna á Suðurnesjunum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.9.2008 kl. 12:31
Lotta, hælisleitendur hafa ekkert að gera með kvóta eða val á flóttmönnum sem boðið er að flytja hingað úr flóttamannabúðum.Þetta fólk kemur hingað sjálft og biður okkur ásjár og óskar eftir að fá að bjarga sér sjálft hér. - Það fær ekkert sem heitið getur hér ef það fær landvist.
Rauðirkossin er beinlíni stofnaður til að hjálpa fólki við stríðshörmungar en þeir sem fyrir þeim lenda geta lent á allskyns hrakhólum, og þá bera straumar tilverunnar þá uppá hinar ýmsu fjörur - flesta næst upprunalegum heimilum sínum en aðrir dreifasat lengra og víðar. - Sumir en aðeins örfáir reka á fjörur Íslendinga og leita hér hælis - stundum vegna tengsla við landið, sumir hafa á einhverjum tímapunkti kynnst og/eða starfað fyrir íslendinga m.a. við rekstur okkar á flugvöllum á stríðssvæðum eða fyrir hjálparstofnanir eins og Rauðakrossinn og aðra - eða bara af tilviljun. Ef þetta fólk fær landvist hér höfum við jafnan notið starfskrafta þeirra og skatta.
- En hvernig dettur þér í hug að vera í Rauða Krossinum og Amnesty ef þú svona augljóslega veist ekki fyrir hvað þessi samtök standa og styður augljóslega ekki málstað þeirra. - Þau standa fyrir allt það sem er andstætt þínum málflutningi Lotta, þ.e. þau standa fyrir mannúð, hjálp við fólk í neyð og alla þá sem beittir eru msirétti og óréttlæti.
Helgi Jóhann Hauksson, 14.9.2008 kl. 14:29
Tek undir þetta með þér Helgi, þetta er undarleg afstaða í þessu samhengi...
Haraldur Davíðsson, 14.9.2008 kl. 14:42
Ég skil þig miklu betur núna Lotta, þakka þér fyrir skrifin og að gefa mér kost á því. Kv Helgi
Helgi Jóhann Hauksson, 14.9.2008 kl. 18:04
góðir pistlar hjá þér Helgi :)
Óskar Þorkelsson, 14.9.2008 kl. 18:40
Takk fyrir þína málefnalegu og yfirveguðu pistla um þetta mál.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2008 kl. 19:32
Þetta er nú með þeim bestu pistlum sem ég hef lesið. Ef ég man rétt þá studdi íslenska ríkistjórninn innrás Bandaríkjamanna og annara inn í Írak. Og svo þegar fólk flýr landið og kemur m.a. til Íslands er talað um að henda þeim út. "Hvað kostar þetta ríkið" og annað sem maður les hér.
Það eru ekki mjög mörg ár þá Íslendigar þáðu félagslega hjálp frá m.a Svíum. Þetta gerðist í gosinu í Vestmannaeyjum. Húsin standa þar sennilega enn. Það er ekki gott að búa í glashúsi og kasta steinum
gunnar (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.