Bjartur sólargeisli - fyrsta barnabarnið

Mynd 2008 10 12 12 44 09Í dag fæddist yndisleg lítil stúlka, - en samt svo stór og skýr og lifandi, heilar 17 merkur að þyngd og 53 sentímetrar að lengd. Þetta er fyrst barnabarnið okkar Heiðu, dóttir Einars Axels þriðja barnsins okkar og Erlu unnustu hans. Mynd 2008 10 12 13 20 40Dásamlegur sólargeisli sem sópar í einni svipan í burtu öllu svartnættinu sem grúft hefur yfir fréttum. Svo heilbrigð og lifandi og virtist strax forvitin um tilveruna sem birtist henni. Ótrúlega þæg og róleg í fangi pabba síns sem var að rifna úr stolti og hamingju. Fæðingin var strembin en allt fór vel og undursamlegt hvernig erfiði fæðingarinnar víkur þegar barnið er komið í heiminnMynd 2008 10 12 13 21 32.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Innilega til hamingju!

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Innilega Innilega til hamingju.

Óaflátlega til hamingju.

Hann vermdi inngöngu og útgöngu litla barnsins og veiti ykkur styrk til. að styðja það og biðja því blessunar.

ÞAð er ekkert lítillækkandi að biðja þeim sem maður elskar góðs.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 12.10.2008 kl. 22:44

3 identicon

Hjartanlegar hamigjuóskir með litlu prinsessuna.Lífið er undursamlegt.

'Asdís Ólafs (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Innilega til hamingju með litla sprotann og sólargeislann!

Sigurður Þórðarson, 12.10.2008 kl. 23:31

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Innilega til hamingju, það er eitthvað til að keppa að í landinu að búa til betri framtíð fyrir litlu börnin sem nú eru að fæðast.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.10.2008 kl. 00:32

6 identicon

Elsku Helgi,Heiða og allir hinir!

Innilega til hamingju með þessa yndislegu prinsessu. Hún er með svip frá báðum foreldrum,ekki leiðum að líkjast þar ;) Okkur hlakkar svo til þess að fá að knúsa hana aðeins.

Kærar kveðjur: Kristín Ósk,Stefán Már,Davíð Máni,Sesselja Ósk og Aðalbjörg Ósk litla guðdóttir ykkar :)

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:38

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bestu þakkir kæra fólk - Magnað að við finnum einmitt öll til samstöðu yfir hverjum nýfæddum litlum landa okkar hvert sem annars sjónarhorn okkar er á landsmálin. - Þrátt fyrir allt erum við ein fjölskylda þegar mest á reynir.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.10.2008 kl. 02:47

8 Smámynd: Dunni

Innilega til hamingju vinur.  Skilaðu kveðju til langafans líka.

Dunni, 13.10.2008 kl. 06:03

9 identicon

Hjartans hamingjuóskir Helgi : Minnir okkur vel á til hve mikils er að vinna að við björgum nú öllu sem bjargað verður fyrir Ísland framtíðarinnar.

Gunnar (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 10:56

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hjartanlegar hamingjuóskir til ykkar Heidu og foreldranna  med svona dásamlega stúlku.

Kvedja frá Jyderup.

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 13.10.2008 kl. 13:32

11 identicon

Á svona stundu gerir maður sér grein fyrir því hvað er mikilvægt í lífinu. Innilega til hamingju með þessa fallegu stúlku

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 20:07

12 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Innilega til hamingju með sólargeislann, Helgi og fjölskylda, hamingjuóskir til langafans og ömmunnar líka :)

Bryndís Svavarsdóttir, 13.10.2008 kl. 21:29

13 identicon

Hjartanlegar hamingjuóskir til ykkar Heiðu og fjölskyldu

Guðrún G

Guðrún (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 01:12

14 identicon

Það er yndislegt þegar að börnin koma í heiminn.  Það eru forréttindi að vera þátttakandi í lífi ykkar allra Helgi og Heiða.  Prinsupessan er dásamleg.  Ástarkveðjur til ykkar frá nýbakaðri afasystur.  (Tími til kominn ;) )

Unnur (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 08:53

15 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Bestu hamingjuóskir til ykkar allra.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.10.2008 kl. 23:20

16 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - til hamingju með afabarniðl Fallegar myndir af henni - líka flottar skordýramyndir.

Sigrún Óskars, 16.10.2008 kl. 09:06

17 identicon

Sæll Helgi. Ég kíki einstaka sinnum inn á síðuna þína. Stóðst ekki freistinguna að óska þér til hamingju. Kveðja til systra þinna. Guðbjörg

Guðbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:22

18 identicon

Til hamingju með litla sólargeislan Elsku fjölskilda.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband