Hver, ef einhver, reyndi að koma peningum úr ICESAVE?

Björgólfur1Var reynt að koma peningum undan úr ICESAVE kerfi Landsbankans breska og flytja þá til Íslands? Gordon Brown skýrir beitingu hryðjuverkalaganna á Landsbankann og yfirtöku stöndugra og ótengdra dótturfyrirtækja Kaupþings með þeim orðum að miklir peningar hafi verið fluttir til Íslands síðustu dagana áður en hryðjuverkalögunum var beitt til að stöðva það.

Sjálfum finnst mér afar ósennilegt að nokkur hafi reynt að kaupa krónur og flytja mikla peninga til Íslands á þeim tímapunkti þegar gengið var á hraðferð niðurávið og allir reyndu augljóslega einmitt að flytja peninga í hina áttina úr krónum í pund, evrur og dollara þ.e. að verða sér úti um gjaldeyri og losa sig við krónur. Bankarnir voru augljóslega í óða önn að kaupa gjaldeyri til að standa við erlendar skuldbindingar sínar og flytja peninga frá Íslandi.

Jafn ósennilegt og það er að nokkur nema ríkið teldi sig hafa hag af því að flytja pening heim frá Bretlandi á þessum tímapunkti verður einmitt að upplýsa hvort þetta sé rétt hjá Gordon Brown að þetta hafi verið gert, en einnig hver reyndi að flytja peninga heim? Hvort það var fyrir eða eftir yfirtöku fjármálaeftirlitsins á Landsbankanum og hvort það var einkaaðili eða ríkið?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svona peningafærslur hljóta að vera rekjanlegar í tölvukerfi bankans. Það ætti að vera auðvelt að komast að hinu sanna.

Ágúst H Bjarnason, 10.10.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það skiptir öllu máli hér hvort bankinn reyndi undir stjórn fjármálaeftirlitsins og ríkisins að flytja mikla peninga til Íslands, þ.e. til að styrkja þann hluta Landsbankans sem lýst haði verið yfir að ætti að bjarga á kostnað breta og erlenda hlutans, eða hvort það voru einkaðailar fyrir yfirtöku FME sem voru að flytja persónulegar eigur sínar, eða hvort þetta sé yfir höfuð ekki rétt hjá Brown og að engir óvenjulegir peningaflutningar hafi farið fram eða verið reyndir.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.10.2008 kl. 09:50

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

EF þetta er satt, fellur eina og aleina röksemdafærsla þeirra um, að bankin hafi verið íslenskur.  Því ef svo hefði verið, hefðu færslurnar ,,til Íslands" ekki verið svona miklar, heldur einungis ,,eðlilegar" millifærslur á netpeningum.

Bretarnir eru að segja, að Icesave bankinn hafi verið íslenskur netbanki og því ekki með starfstöðvar í Englandi.

Ef fréttin er sönn, þá er það lygi.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.10.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

+Eg tek hæfilega mikið mark á Gordon Brown

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband