Beitingu hryðjuverkalaganna verður að prófa fyrir dómi

icesave_6_30_trongt.jpgBjörgvin, Ingibjörg og Össur þið viljið ekki láta minnast ykkar fyrir þetta, að prófa ekki rétt okkar.

Eitt ætti að vera öllum ljóst að þess mun Íslensk saga alltaf minnast að ríkisstjórn Íslands, íslensk stjórnvöld og Landsbankinn* ásamt öllum sem þeim tengdust voru einn dag sett undir ákvæði breskra hryðjuverkalaga. - Með sama hætti mun það heldur aldrei gleymast í okkar sögu hvaða stjórnmálamenn á vakt nú munu ekki gæta sæmdar þjóðarinnar og reka mál okkar og rétt fyrir breskum dómstólum til að prófa réttmæti þessarar ákvörðunar.

Það er ekki nóg að Kaupþing fari í mál því hryðjuverkalögunum var ekki beitt gegn Kaupþingi.

Ef einhver þessara aðila sem lögunum var beitt gegn; Ríkisstjórn Íslands, íslensk stjórnvöld og Landsbankinn*, hafa verðskuldað beitingu þeirra verða stjórnvöld að upplýsa okkur um öll atvik þess og gera okkur skýra grein fyrir því að af þeirri ástæðu sé málið ekki sótt, - það hafa þau ekki gert.

Við höfum nú haft langan aðdraganda að næsta miðvikudegi þegar frestur til að krefjast ógildingar gerningsins rennur út. - Hér er ekki um að ræða þá hröðu atburðaráðs sem ráðalausir ráðherrar gátu skýlt sér bak við við hrun bankanna.

Það má því segja að allar ákvarðanir sem nú verða teknar séu að yfirlögðu ráði. 

Björgvin, Ingibjörg og Össur þið viljið ekki láta minnast ykkar fyrir þetta, ekki aðeins að hafa ekki verið með á nótum þegar bankarnir hrundu og ekki lagt skýrar línur til ykkar undirmanna um „allt uppá borðin“ heldur nú að yfirlögðu ráði að vanrækja að prófa fyrir dómi stöðu okkar í þessu skelfilegasta efnahagslega hryðjuverki sem þessi þjóð hefur orðið fyrir.

*Klipp úr bresku tilskipuninni um hverja hún tók til:

Specified persons
3.—(1) The following are specified persons for the purposes of this order
a) Landsbanki
b) the Authorities and
c) the Government of Iceland.

The Authorities means:
a) the Central Bank of Iceland, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik;
b) the Icelandic Financial Services Authority (the Fjármálaeftirlitið); and
c) the Landsbanki receivership committee established by the Icelandic Financial Services Authority;

 


mbl.is Ríkið styður málshöfðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er næstum eins og stjórnvöld séu að passa sig að gera ekkert það sem gæti mögulega dregið úr reiði landans..!

Jórunn (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 03:29

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig grunar einhvernvegin að stjórnvöld vilji ekki fara í mál, vegna þess að þá komi fram hlutir sem láta þau líta jafnvel enn verr út en þau gera núna.

Sem er bara önnur ástæða fyrir því að fara í mál.  Ég vil vita sem mest um hvað í fjandanum var eiginlega á seyði.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.1.2009 kl. 04:19

3 identicon

Ef stjórnvöld voga sér að fara ekki með þetta fyrir dómstólana þá er eitthvað meira en lítið að. Sem verður að koma uppá yfirborðið.

Hef ekki trú á að bresk stjórnvöld hafi brugðist svona við nema að rík ástæða hafi verið fyrir hendi. 

Allt upp á borðið segir Þorgerður og það gildir líka um þetta. 

Kidda (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:28

4 identicon

The name of the law is "The freezing of Assets legislation".......The "Terrorist Law" is a name given mostly by the Icelandic media. This law has been used against private accounts, private companies, and against individuals who have been deemed to be breaking law, both ethical and legal. Neither the UK Government or the UK citizens refer to Icelanders as "Terrorists"..........Icelandic National pride has been hurt. I hope it does not get hurt more by losing these upcoming charges. What I and many others abroad cannot understand is why the "Gansters" that put you in this situation are not behind bars. They certainly would be elxwhere.....Good Luck....But point your anger at the right people....Please....

Fair Play (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:31

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Imba solla Stirða er búin að stimpla sig sem undirlægja.. hún er ekki minn leiðtogi lengur og ég mun aldrei kjósa Samfó aftur ef hún er þar formaður eða í framboði.  aumingjar allir með tölu ef þeir fara ekki í mál við bretana.. 

Óskar Þorkelsson, 6.1.2009 kl. 12:21

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Yes, fair play please!

From the UK Treasury Order:

"The Treasury, in exercise of the powers conferred by sections 4 and 14 of and schedule 3 to the Anti-terrorism, Crime and Security Act 2001(a), make the following order:
Citation, commencement, extent and application
1.—(1) This order may be Cited as the Landsbanki Freecing Order 2008 and Comes into force at 10.10 a.m. on 8th October 2008."

[....]

Specified persons
3.—(1) The following are specified persons for the purposes of this order
a) Landsbanki
b) the Authorities and
c) the Government of Iceland.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.1.2009 kl. 13:07

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Landsbanki á hryðjuverkalistaB

Helgi Jóhann Hauksson, 6.1.2009 kl. 13:19

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er reyndar misskilningur að viðkomandi lög séu "hryðjuverkalög", þar sem þau ná yfir mun fleira en hryðjuverk. Það að beita þeim á íslenska banka eða ríkisstjórn fól því alls ekki í sér neinn dóm um það að Ísland eða íslensk fyrirtæki væru tengd hryðjuverkum, enda hefur Ísland hvergi verið skilgreint sem hryðjuverkaríki.

Fólk ætti að reyna að komast yfir þetta.

Svala Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 18:13

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæl Svala

Lögin heita „The Anti-terrorism, Crime and Security Act“ og voru sett til vanar hryðjuverkum með hliðstæðum hætti og lög í sama tilgangi víða annarstaðar.

Þá má einnig skoða listann sem Landsbankinn var settur á með tilskipuninni og svo þá staðreynd að þegar reynt var að taka til á honum til að skilja ísland frá hryðjuverkamönnum og tilkynna um hverja á listanum „hryðjuverk“ ættu ekki við var Landsbankinn einn settur niðurfyrir, hryðjuverkaskilgreiningin átti því við allan listann að öðru leiti  og því einnig um hann í heild áður en Landsbankinn var tekinn niðurfyrir.

Það er því afar langsótt að milda túlkun þessarar gerðar - og orðin sem orðrétt er vitnað til hér ofar úr tilskipuninni og úr sjálfu nafni laganna tala sínu máli hjálparlaust. Engu máli skiptir hvernig við viljum að þetta sé skilið í daglegu tali eru þetta bara „hryðjuverkalögin“ eða „The Anti-terrorism Act“.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.1.2009 kl. 18:26

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

PS Svala, það er ekki enn búið að aflétta tilskipuninni svo það er meira en að segja það að „komast yfir þetta“ starfsfólk í Nýja-Landsbankanum segir mér að bankinn sé einfaldlega varanlega búinn að vera vegna þessa - hann geti ekkert gert - ekki átt nein samsmkipti við neinn útfyrir landssteinana og um banka merki það bara að hann verði að hverfa í einni mydn eða annarri.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.1.2009 kl. 18:29

11 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það má því segja að Bretar hafi beint þessum lögum gegn ríkinu Í þeim skilningi að orðalagið á þessu (eftir að hafa lesið upprunalega skjalið) sé haft þannig að hægt sé að bregðast við óeðlilegum aðgerðum Skilanefndar Landsbankans og þeirra sem höfðu tekið yfir rekstur bankans.  (sem í raun var íslenska ríkið)

Þó verðu að taka með í reikninginn að ef banki er að fara á hliðina fara yfirvöld venjulega inní hann og frysta allt til að koma í veg fyrir að verðmætum sé komið undan eða eitthvað óeðlilegt eigi sér stað. Hér höfðu Íslendingar

Bretar voru þarna í þeirri stöðu að þessi banki var ekki rekinn á bresku leyfi og allt í einu var Íslenska ríkið var buið að fara inní bankann hérna megin frá og enginn vissi hvað það ætlaði að gera, ekki einusinni það sjálft!

Sævar Finnbogason, 7.1.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband