... Og Mogginn heiðarlegastur um fréttaflutninginn eða hvað? - Segir fjölmenni fremur en að skrökva að lesendum. RÚV segir að þetta séu 1500 manns hér á þeim fundi sem þessar myndir sýna.
Ekki veit ég hvaðan lögreglu og þægum fjölmiðlum koma tölur yfir fjölda mótmælenda á Austurvelli en undarlegar eru þær.
Á sínum tíma þegar Austurvöllur var nær fullur af fólki árið 1984 í BSRB-verkfallinu, sagði lögreglan að 12 þúsund manns hefðu verið á vellinum og enginn véfengdi þá tölu. Venjulega miða ég við þá tölu þegar ég met fjöldann á svæðinu, þ.e. fullur en ekki troðfullur tæki Austurvöllur 12 þúsund manns.
Ég held jafnvel að fundastjóri og fundaboðendur átti sig ekki á hve margt fólk var í dag lengra frá þeim eða allt frá stéttinni kringum Jón Sig og að Borginni. Þar var t.d. erfiðara að komast um til að taka myndir en framar, og þar sem ég sæki líka sjónarhronið frá sviðnu á margar myndir hef ég tekið eftir að þaðan er ómögulegt að átta sig á hvort margt eða fátt er handan fremstu runnanna. - Sjónarhorn iðandi eftirlitsmyndavélar lögreglu er einmitt það sama og frá sviðinu (kannski ekki tilviljun hvar sviðið fær að vera).
Þá er heldur aldrei fullmætt fyrr en svona korter er liðið á fundinn. - Rétt fjöldatala ætti alltaf að vera þegar flest er.
Ef 12 þúsund manns komast með góðu móti fyrir á Austurvelli þá eru örugglega fleiri hér en 1500 manns eins og RÚV greindi frá.
- Nær væri að ætla að a.m.k. 6-7 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í dag.
- Um fundinn og ræðurnar má lesa hér á Nei.
Efstu myndir hér eru teknar frá sviðnu, en þéttnin var ekki minni frá Jóni Sig og að Borginni, það sést neðar:
... og svo aftar í mannhafinu eða frá bekkjunum við styttu Jóns Sigurðssonar:
... og svo bara bland í poka:
Fjórtándi fundurinn á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 11. janúar 2009 (breytt kl. 07:09) | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þessar myndir...æðislegar! Og ég prílaði upp á pall til Harðar strax eftir fundinn og leit yfir mannhafið og þarna voru MIKLU fleiri en 1500...eins og myndirnar þínar sína mjög vel
Heiða B. Heiðars, 11.1.2009 kl. 07:50
http://www.visir.is/article/20081122/FRETTIR01/468741269/-1
Með þessari frétt fylgir mynd tekin af húsþaki, yfir Austurvöll.
Þessar myndir eru líka til á blöðunum – en mér sýnist að þær séu ekki birtar fyrr en nokkrum vikum eftir fjölmenna fundi. Hef ekki leitað í þaula, en þeim hefur í það minnsta ekki verið gert hátt undir höfði.
Haukur Már (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 08:23
Flottar myndir,hvaða máli skiptir hve margir voru? tíkinni hlítur að líða ílla að þurfa að horfa uppá hvað er að gerast hér heim, þar sem hún hefur ekki neitt að gera til útlanda.
Bernharð Hjaltalín, 11.1.2009 kl. 08:25
Heill og sæll félgi.
Þeir kunna greinilega ekki að telja upp að 100 hjá lögreglunni eða þeir sem sjá um opinbera talningu.
Fínar myndir hjá þér og segja miklu meira en tölur talningarmeistaranna.
Skilaðu kveðju til skólastjórans.
Dunni, 11.1.2009 kl. 09:51
virðingin fyrir lögreglunni minnkar með hverri rangfærslu frá þeim.. hvernig á maður að treysta stofnun sem getur ekki ályktað á mannfjölda ??
Hvað er austurvöllur stór ? Þá meina ég frá húsvegg að húsvegg .. hver maður hefur um 0.5-1 fm til umráða, það er nokkurnveginn eðlileg fjarlægðarmörk milli fólks sem ekki þekkist neitt..
Ég sjálfur áætlaði um 4000 manns á sl laugardegi en ég hafði heldur ekki yfirsýn fyrur aftan styttuna af Jóni Sig, ég er reyndar á einni myndinni sem þú tókst af pallinum.
Skv þessum myndum er amk 6000 manns þarna.
Óskar Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 11:03
Myndir ljúga ekki, en það gera munnmæli. Takk fyrir þetta, þöggunin er í algemingi hjá yfirvöldum, svo það er eins gott að við hin fáum upplýsingar svona beint í æð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2009 kl. 11:34
Þakka þér kærlega fyrir fína færslu og myndir sem tala sínu máli.
P.s.
Gaman að hitta þig á Austurvelli
Sigurður Þórðarson, 11.1.2009 kl. 12:52
Frábærar myndir og greinilega ekki bara "ungmenni" á fundinum eins og fréttafalsarar RÚV reyna alltaf að koma á framfæri. Um fjöldatölur RÚV er það sama að segja. Það er greinilegt hvaðan fréttastýringin hjá RÚV kemur enda fréttir af mótmælum alltaf sjálfstæðisflokknum og lögreglunni í hag. Það er sorglegt að fréttastofa RÚV skuli ekki vera áreiðanleg einmitt núna, hafi hún þá einhvern tíma verið það. Fréttastofu RÚV er greinilega stýrt "að ofan" og trúverðugleiki hennar því komin niður á neðsta plan til Reynis Traustasonar mannorðsmorðingja og fréttafalsara.
corvus corax, 11.1.2009 kl. 14:22
Skiltin eru athyglisverð. Nú er nefnilega líka verið að planta þeirri ímynd að mótmæla-skiltin sé afhent á skrifstofu eins stjórnarandstöðuflokkanna. Þessi skilti sem hér sjást eru svo fjölbreytt og persónulega sérstök að fáránlegt er að ímynda sér að miðstýrð afhending sé á skiltum frá einum stjórnmálaflokki.
Þarna er helst „Neyðarstjórn kvenna“ með stöðluð skilti. Reyndar held ég að fundahaldarar sjálfir hafi á fyrstu fundunum komið með skilti með sér sem var gott mál.
Annars um fjölmiðla er athyglisvert að aðeins STÚDENTABLAÐIÐ hefur gert úttekt á hópunum sem sérstaklega hafa formast og koma saman um mótmælin og kröfur þeirra. Enginn annar fjölmiðill og þar á meðal enginn þeirra sem ber skylda til að upplýsa þjóðina hefur reynt að auðvelda þjóðinni að greina hvaða kröfur koma þarna fram með slíkri úttekt.
Gunnar (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 15:10
Góðan og blessaðan daginn! Ég undrast þessa talningu, ég get ekki séð hvaða máli það skiptir, hvort fjöldinn var eitt þúsund eða tíuþúsund. Það sem máli skiptir að mínum dómi er að fólk sér sig knúið til að mæta og mótmæla, valdníðslu og óréttlæti, sem er búið að viðgangast allt of lengi hér á landi. Opinberar fréttir eru því miður allar á eina lund, fullar af hroka og lítilsvirðingu. Skildi ekki vera svæfandi að telja endalaust fáeina grímukrakka (samanber telja kindur)? Hættið að telja og farið að gera eitthvað af viti. Kveðja Björk.
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:47
Tölur skipta víst máli. Ég held að ef fólk heyri frá fjölmiðlum að mótmælendum sé að fækka hverja viku þá missir það trúnna á mótmælin og mætir síður. Löggan vill af e-jum ástæðum áætla því fólkið færra en það er í raun, eflaust vegna fyrrgreindrar ástæðu, þá þurfa þeir að standa í minna veseni. Ef mótmælendum fækkar þá mun ríkisstjórnin sjá það sem tækifæri að sitja sem fastast og breyta ekki neinu.
Það er svo alveg ótrúlegt hvernig er hægt að áætla 1500 manns þegar maður getur gengið smá í kringum völlinn til að sjá að það eru a.m.k. 4 þús + (þetta veit hver maður sem hefur farið á tónleika í Laugardalshöllinni)
ari (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 21:16
Ef þetta eru 1500 manns.. að þá ætti ég að fara betur yfir stærðfræðina...
Þetta eru ekki 1500 manns fyrir 5aura.
Sennilega nær 6000 eins og Óskar segir hér fyrir ofan.
Furðuleg árátta hjá lögreglu og fjölmiðlum að reyna að ljúga til um fjölda.. og tala niður mótmælin.
Það er augljóst að viss öfl í þessu landi eru orðin óstyrk...
...bara flott mál.
Bestu kveðjur
Einar E (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.