„Annað lýðveldið Ísland“ óhjákvæmileg nauðsyn

Stjórnarráðið undir nýju tungliEðli og gerð íslenska stjórnkerfisins er grunnorsök þeirra ófara sem við eru rétt að byrja að ganga í gegnum.  Stjórnkerfi okkar hefur eins og Vilmundur heitinn Gylfason varaði okkur við fyrir 30 árum, reynst algerlega vanmegnugt um aðhald og eftirlit með sjálfu sér, stofnunum samfélagsins og öllu viðskiptalífi landsins. - Í raun hefur það reynst gróðrarstía spillingar og sérhagsmunagæslu. Ég efast ekki um góðan vilja margra manna en augljóslega hefur hann hvergi nærri dugað til.


Allan lýðveldistímann hefur Alþingi ætlað að endurskoða stjórnarskrána. - Niðurstaðan hefur alltaf orðið sú sama - að aldrei hefur neinu verið breytt um stjórnskipun Lýðveldisins Íslands, og það þó stjórnarskráin sé samin undir danska kónginum fyrir Noreg, í kjölfar byltingaársins 1848, þ.e. fyrir 160 árum. Þær breytingar sem gerðar hafa verið hafa lotið að öðrum hlutum en stjórnskipuninni að undaskyldum allra brýnustu breytingum til stofnunar lýðveldisins árið 1944.

Sjálfstæð og ótengd þvers- og kruss umdæmi, stjórnvöld og stofnanir

Ólafur Borgarstjóri2Ef Ísland á að geta staðist sem sjálfstætt og fullvalda lýðveldi til frambúðar verður að endurstofna stjórnskipan íslenska lýðveldisins með algerlega nýrri stjórnarskrá og nýrri stjórnskipan, að gleyma því sem við búum við til að semja nýtt frá grunni sem til hins ýtrasta byggði á hugmyndum um  aðskilnað og  innibyggt aðhald og eftirlit. M.a. með allskyns skörun og þvers- og kruss uppbyggingu sjálfstæðra og ótengdra stofnanna, umdæma og sérstakra eftirlitsfunksjóna.

Dæmi mætti taka að umdæmi skipulagssvæðis annarsvegar og umdæmi byggingaeftirlits hinsvegar væru ólík. Kópavogur gæti verið ein skipulagsheild en að t.d. 3 umdæmi byggingaeftirlits næðu hvert yfir hluta Kópavogs, hluta Hafnarfjarðar og hluta Garðabæjar og heyrðu ekki beint undir eitt sveitarfélag. Sama hugsun næði til allra annarra þátta - en með annari skörun og mismunandi rótum valds og umboðs.


Þá verður  að kjósa handhafa framkvæmdavalds og löggjafarvald sitt í hvoru lagi - og það getur ekki verið forseti þingsins sem færi með framkvæmdavald eins og annars ágætar hugmyndir Njarðar P Njarðvík gera ráð fyrir.

Allir hagsmunir uppi á borðum og má aldrei hafa svarið tryggð við önnur félög

Hærri og lægriÞá verður að innleiða það í stjórnarskrá að þingmenn og kjörnir valdhafar geri opinberlega grein fyrir sérhagsmunum sínum, eignum og hagsmunatengslum og láti af öðrum störfum og ábyrgðastöðum á meðan þeir gegna þingmennsku, ráðherradómi og öðrum helstu valdapóstum í þágu samfélagsins.  Einnig ætti alltaf að vera ljóst að þeir sem gegndu opinberu embætti hefðu ekki svarið trúnað eða tryggð við önnur félög, leynifélög eða samfélög  en það sem þeir væru að bjóða sig fram til að þjóna. - Val manna stæði þar á milli annaðhvort að þjóna leynifélagi sínu eða samfélagi okkar en aldrei hvort tveggja.

Boða til sérstaks stjórnlagaþings núna

Núna, svo fljótt sem unnt er, verður að boða til sérstaks stjórnlagaþings og sækja hugmyndir og reynslu í alla samanlagða sögu lýðræðislegra stjórnkerfa heimsins og leitast við að skapa úr því það besta sem að völ er á. - Vel að merkja þeir sem gæfu kost á sér til þess þings  ættu að þurfa vera án sérstakra tengsla við sérhagsmuni og þá gefast kostur á að rjúfa slík tengsl séu þau til staðar, og alls ekki að hafa svarið leynifélögum  trúnað og tryggð.

Þekking og reynsla heimsins höfð að leiðarljósi

Gamli maðurinn og þinghúsiðNjörður P Njarðvík hefur rétt fyrir sér um að nú verður að stofna „Annað lýðveldið Ísland“ og það á ekki að vera hlutverk alþingis heldur sérkjörins stjórnlagaþings að semja nýja stjórnarskrá, en það verður að byrja á að afla þekkingar og reynslu úr reynslusjóði heimsins með þá útgangspunkta að búa til lagskipt þvers- og krusskerfi þar sem sjálfvirkar eftirlits- og aðhaldsfunksjónir eru innibyggðar í kerfið með skýrum aðskilnaði einstakra þátta, laga og funksjóna byggð á lýðræðislegri ábyrgð og kjöri til mismunandi grunnpósta, og ófrávíkjanlegum reglum um að fulltrúar þjóðarinnar séu ekki bundnir öðrum  miklum hagsmunum eða trúnaði og tryggð við önnur félög eða samfélög en það sem þeir bjóða sig fram til að annast.

Við eigum hér einstakt tækifæri til að byggja upp frá grunni á því besta sem reynsla heimsins ætti að hafa kennt okkur - vilji íslendingar í raun eitthvað læra.  - Áfallið væri þá ekki til einskis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Nú nú og hvar ætti að byrja ?hver er það sem boðar til stjórnlagaþings ?hver velur í það ?

Það hefur köngu verið ljóst að þetta kerfi sem við búum við nú er mjög gallað og þarf breytinga við ,en spurninginn er hvernig getum við komið breytingum á ?

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 11.1.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það verður að byrja á að setja lög um kosningu þess, kjörgengi og hlutverk og krók inní stjórnarskránna ef hann vantar. Eftir það væri það á eigin vegum.

Þetta mun taka tíma og þarf að taka tíma vegna þeirra lýðræðislegu og upplýsandi vinnubragaða sem verður að beita. - Enda er þetta ekki til að leysa núverand vanda heldur til að fyrirbyggja að hann verði til aftur. - Sem og til að tryggja að fullt af smærri málum endurtaki sig ekki í þeim mæli sem verið hefur undangengna áratugi.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Áhugaverð grein Helgi. Ég held við þyrftum að reyna að sameinast um að koma þverpólitískum lista inná þingið við næstu kosningar, reyna að ná slíkri samstöðu um það að fólk komi í það verkefni úr öllum flokkum og stigum þjóðfélagsins, og sá hópur komi hér á beinu og milliliðalausu lýðræði.

Fyrst þegar þjóðin hefur síðasta orðið í stórum málum upprætist spillingin.

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 22:23

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Helgi!

Ég er sammála þér hvað vandamálin varðar en ekki lausnirnar.

Ég tel nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni til að koma í veg fyrir það ofurvald, sem framkvæmdavaldið hefur yfir Alþingi og jafnvel óbeint yfir dómstólum með skipun dómara.

Tryggja þarf fullkominn aðskilnað framkvæmda-, löggjafar og dómsvalds og það er hægt að gera með mun minni breytingum en þú stingur upp á.

Að okkar kerfi sem slíkt sé handónýtt er hins vegar orðum aukið!

Nei, það er meingallað en hægt er að gera stórar breytingar á stjórnarskránni og kosningalöggjöf til að það virki mjög ágætlega!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.1.2009 kl. 12:11

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Aðeins með því að hugsa hlutina frá grunni getum við fundið bestu niðurstöðu í ljósi þekkingar og reynslusjóðs heimsins, - byggt til framtíðar en ekki fortíðar - óbundin af fyrirframhugmyndum eða fyrirframramma þess sem við höfum iðkað fram til þessa.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.1.2009 kl. 14:32

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er að mörgu að hyggja og við gerð nýrrar stjórnarskrár verður að setja skýrt fram það sjónarmið að þeir sem bjóða sig fram til þjónustu og trúnaðarstarfa fyrir samfélagið svo sem dómarar, þingmenn, ráðherrar og æðstu  embættismenn hafi ekki svarið öðrum félögum eða samfélögum trúnað eða tryggð sína sem stangast gæti á við hagsmuni samfélagshagsmuni okkar.

Dæmi um þetta eru tryggðareiðar Frímúrara sem heita að styðja alltaf hver við annan eftir annars leynilegum reglum og leynilegri valdaröð, - en gerast svo dómarar og embættismenn sem úthluta gæðum samfélagsins til okkar allra - og þeirra sem þeir hafa svarið sérstaka tryggð við.

- Slíkt er ótækt með öllu og allt annað sem teldist sambærilegt við það þar á meðal allir sérhagsmunir. Menn yrðu að velja, vilja þeir þjóna samfélaginu og slíta með skýrum hætti tengsl við sérhagsmuni eða vilja þeir þjóna sérhagsmununum og þá ekki að gefa kost á sér fyrir samfélagið?

- Aldrei má leika vafi á að þeir sem gegni æðstu embættum séu aðeins bundnir okkar samfélagslegu hagsmunum og séu óbundnir af sérstakri tryggð og trúnað við aðra hagsmuni, félög eða samfélög umfram skyldur sínar við okkur.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.1.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband