Framsóknarflokkurinn er nátengdur og rígbundinn stærstu eigendum Kaupþings og fjölmargra spillingartækifæra einkavæðingar síðustu ára þar á meðal vegna Kögunar sem var einkavæðing ratsjárkerfis hersins sem einn framsóknarþingmaður fékk upp í hendurnar.
Það er því deginum ljósara að nú þegar Framsókn vill völd eins og þeir sætu í stjórn í stað þess að standa við sitt eigið tilboð um að að styðja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG þá er það aðeins og eingöngu til að verja hagsmuni þessa gerspilta flokkspólitíska Framsóknarauðvalds. Það skyldi engan undra þó Framsóknarþingmenn kaupi sér helgina nú til að kanna hvernig hagsmunum Framsóknarauðvaldsins verður best borgið og hvort því sé betur borgið með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn frekar en að standa við tilboð sitt tl S og VG. - Þegar upp er staðið er það það eina sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í yfir 13 ár það er útdeiling þjóðarauðsins og SÍS auðsins til sín og flokksgæðinga sinna.
Þeir geta þó ekki enn ímyndað sér hvernig þjóðin mun bregðast við ef þeir svíkja nú og þó ekki væri nema ef þeir tefja og þvælast fyrir.
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 30. janúar 2009 | Facebook
Athugasemdir
Þeir vilja stjórna án ábyrgðar. þau ætla að vera með fjárstýringu.
Var það ekki pabbi nýja framsóknarformannsins sem fékk Kögun?
´
Heidi Strand, 30.1.2009 kl. 20:03
Jú, passar.
gunnar (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:06
Sjá slóðina að ofan:
g (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:16
Þetta er heilbrigðisvandamál,það er eithvað mikið að Íslendingum,að kjósa þessa kvalara yfir sig áratug eftir áratug...Tókstu eftir efnehagsráðgjafanum sem framsókn kallaði til,þ.a.s.verri partinum af Hannesi Hólmsteini..Það skildi þó aldrei vera að Norski grínistin sem lísti Íslendingum ansi frjálslega í bankahruninu,hafi haft rétt fyrir sér
Júlíus Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:18
tel að þetta sé rétt athugað hjá þér Helgi.. Framsókn kom á óvart með þessu útspili sínu um að styðja vinstristjórn falli.. enda var það aldrei ætlunin heldur bara að tryggja það að peningarnir færiu örugglega réttar boðleiðir !
Framsókn = spilling
Óskar Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 20:19
Þetta er augljós tafleikur í þágu gerspillta Framsóknar-auðvaldsins en þjóðin mun aldrei sætta sig við þið eitt einast hænufet að auðvaldsflokkarnir sem eyðilögðu Ísland haldi nú áfram.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.1.2009 kl. 20:21
Nákvæmlega - málið er auðvitað að Framsókn er ekki ný, hún fór bara í andlitslyftingu eða kannski var hún bara sminkuð. Það er því í sjálfu sér gott að sminkið leki af áður en kemur að kosningum. Það er þó ekki öll von úti um að þjóðin fari að átta sig á því hvar víglínan liggur um það hvort við viljum þjóðfélag sérhagsmuna eða félagshyggju og jöfnuðar.
Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:28
Svona plott er í gangi en óttinn við endurnýjuð mótmæli hræðir. Sigmundur (sem sumir kalla nú Svikmund Lepp) veit þó að allt brjálast. Hann stefnir því á vinstri stjórn en reynir að fá eins mikið út úr þeirri leið fyrir sína menn (S-hóp) og hægt er. Sjálfstæðismenn ættu að muna að hann getur svikið þá líka - gamall Framsóknarmaðurinn.
Mikilvægt fyrir mótmælendur að halda vöku sinni. Þetta er krítísk helgi.
Sigurjón (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:41
Pabbi Sigmunds er stjórnarformaður Icelandair. Ólafur Ólafsson er aðaleigandi Icelandairs. 1+1=2 Framsóknarmaður+almannafé= almenningur verður fátækari.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:47
Er fólk ekki í tengslum við raunveruleikann eða hvað? Framsókn fékk málefnasamningin í hendur um hádegið og taldi hann ekki kveða nógu skýrt á um hvernig bjarga ætti heimilum og fyrirtækjum og með hvaða fjármagni. Það reyna sjálfstæðismenn að blása upp sem að allt sé að fara í vaskinn og svo heilaþvegið virðist fólk vera að það trúir þessum þvættingi.
Það er einnig alger þvættingur að Sigmundur eigi ekkert bakland innan flokksins. Hann myndi heldur aldrei taka ráðum frá Finni Ingólfssyni sem var aukinheldur dreginn af Halldóri úr sjálfstæðisflokknum. Ég reikna með að hann hafi vit á að leita á heimaslóðir því hann á ekki heima í Framsókn. Ef að Sigmundur færi að leita til Finns myndi það fljótt kvisast út og Sigmundi yrði ekki vært í formannsstólnum.
Talandi um spillingu. Hvaða flokkur eyddi síðustu tveimur árum í að koma sínum mönnum/konum í sendiherra og forstjórastöður hjá ríkinu? Hvaða flokkur hefur eytt síðustu 20 árum tæpum í að koma sínu fólki fyrir í dómskerfinu þannig að það má með sanni efast um það í dag að við búum í réttarríki?
Guðmundur Ragnar Björnsson, 30.1.2009 kl. 20:52
Framsókn setti fyrirfram skilyrði þar sem stærst var að kosningar yrðu sem fyrst. Sjálfir lýstu þeir því yfir að þeir væru ekki tilbúnir til að setjast í stjórn fyrir kosningar. Þeir geta því ekki bæði átt og étið kökuna. Þ.e. bæði verði utan og innan stjórnar. Ef þessum skýru einföldu skilyrðum þeirra er mætt þá er það verkefni stjórnarinnar næstu vikur að koma þeim í framkvæmd og útfæra málin.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.1.2009 kl. 21:11
Sumir halda að Framsókn ætli í eins manns meirihlutstjórn með Sjálfstæðinu. Þá mun taka við "svarti febrúar" því almenningur mun mótmæla sem aldrei fyrr. Gott samt að Framsókn sýndi sitt rétta andlit svona snemma því þá er von til að flokkurinn þurrkist út í kosningum. Spillingarlið!
Ína (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:18
Ég er sammála því að það er gott þetta kom í ljós strax. Framsókn verður afmáð.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.1.2009 kl. 21:21
Hér er rætt um einkavæðingu Kögunar og sölu Gunnlaugs Sigmundssonar fv þingmanns Framsóknar sem varð multimilljóner á Kögun: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=89604
Svona lýsir svo Kögun starfsemi sinni svona á ensku heimasíðunni sinni:
Gunnar (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:18
Hvað helvítis rugl er í gangi hér? Nærist fólk á endalausum samsæriskenningum og bulli? Eigum við ekki bara bíða og sjá hvað gerist á mánudaginn. Ætli þá verði ekki búið að mynda minnihlutastjórn Samfylkingar og VG sem Framsókn ver falli. Vill fólk í alvörunni að það sé bara óútfylltur tékki sem menn samþykkja? Hverjar eru afleiðingarnar af því? Og hver ætlar að bera ábyrgðina þá? Í guðanna bænum hlífið fólki við svona dylgjum.
Jóhanna (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:30
Það er öllum ljóst hvað svika- og spillingaflokkurinn Framsókn er að gera nú þegar hann kaupir sér helgi við þessar aðstæður.
- Flokkurinn lýsti því sjálfur yfir að hann væri ekki tilbúinn í stjórn fyrr en eftir kosningar og bauð stuðning við minnihlutastjórn að uppfytlum einföldum skilyrðum - fyrst og fremst um kosningar. Ef frumskilyrðin sem hann setti eru öll í stjórnarsáttmálanum nokkurnvegin eins panta var þá getur hann ekkert verið að þvælast meira fyrir en það.
Ef hann vildi vera í stjórn og taka fulla ábyrgð á stjórnarathöfnum átti hann ekki að lýsa yfir því gagnstæða að hann vildi það ekki fyrr en eftir kosningar.
Gunnar (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:55
Framsókn fór í andlitslyftingu en er enn í gömlu nærbuxurnar.
Heidi Strand, 30.1.2009 kl. 23:03
Notaði Geir nokkuð tækifærið í vikunni og samdi við NATO um að "verja sig" fyrir þjóðinni?
Sigríður (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 00:04
Framsókn=
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:20
Það tel ég fyrir víst að fram-að-þessu-friðsamir-mótmælendur muni margir sýna á sér nýja hlið ef framsókn kemur sjálfstæðisflokki að stjórnborðinu á ný. Ég mun ekki persónulega koma að því að meiða annað fólk og mæli ekki með því, en ég get lofað ykkur því að það mun mörgum finnast fullkomlega afsakanlegt að nota hvaða leiðir sem er til þess að ýta úr vegi hverju því sem fyrir verður, til að koma í veg fyrir svo yfirþyrmandi augljóst ranglæti, þjóðin mun ekki leyfa því að viðgangast einn einasta dag.
Löggan hefur þegar gefið mótmælendum þau skilaboð að þeir séu ekki með þeim í liði, og hafa beitt á þá árásarúðanum og/eða barið á þeim við hvert tækifæri sem gefist hefur. Lögregluþrælarnir munu ekki vera afsakaðir lengur ef þeir verja stjórn sjálfstæðisflokks með því að reyna að lemja niður réttlætisrödd þjóðarinnar, svo mikið er víst.
Ása P. (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 00:26
Framsóknarflokknum er ekki treystandi.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.1.2009 kl. 01:27
Svikmundur leppur er ábyggilega gott nafn á formanninn nýja. Ekki hef ég trú á því að hann tali fyrir sjálfan sig, hann er bara málpípa.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2009 kl. 01:56
Stolið af öðru athugasemdasvæði:
Sýnir best hve brýnt verður í næstu kosningum að afmá Framsóknarflokkinn. Það var gott að hann minnti okkur á það.
Helgi Jóhann Hauksson, 31.1.2009 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.