Það hefur verið óvenju rólegt í gosmálum á Íslandi það sem af er þessari öld. Að jafnaði má reikna með gosi á 3ja ára fresti en enn hefur ekkert eldgos orðið á þessu árþúsundi, þó mörg svæði og eldfjöll séu komin á tíma.
Í nokkur ár eða allt frá 2001 hefur farið hægt vaxandi virkni í og útfrá Bárðarbungu. Það kæmi mér ekki á óvart að hún myndi láta til sín taka á þessu ári eða því næsta. Í raun er liðinn langur tími frá síðustu goshrinu í Bárðarbungukerfinu jafnvel yfir 220 ár, þegar aftur lengst af gaus í Bárðarbungukerfinu á um 40 ára fresti. Á 18. öld gaus þar 10 sinnum svo vitað sé.
Frá gossprungum Bárðarbungukerfisins hafa flætt mikil hraun á stundum þar á meðal Þjórsárhraunin miklu alla leið í sjó fram í Ölfusi. Þá er Veiðivatnasvæðið og hraun þaðan er öll mynduð af umbrotum frá Bárðarbungu. Þá hafa allmikil vatnsflóð vegna jökulhlaupa farið í Jökulsá á fjöllum sem og í Tungná, Þjórsá og Skjálfandafljót vegna umbrota í Bárðarbungu.
Kannski þarf að huga að þessu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 16. mars 2009 | Facebook
Athugasemdir
Við getum fylgst með hræringum í beinni hér. Í sambandi við Þjórsárhraun sér maður mælieininguna rúmkílómetra. Það er sagt hafa verið 25 til 40 km3. Rann 140 kílómetra og er sagt vera 15 til 40 kílómetrar að þykkt.
Pétur Þorleifsson , 16.3.2009 kl. 05:53
Nei, varla svo þykkt. 15 til 40 kílómetrar að breidd ? Meðalþykktin 26 metrar.
Pétur Þorleifsson , 16.3.2009 kl. 06:39
Að vísu ekki alveg goslaust á þessu árþúsundi því Grímsvötn gusu árið 2004. En það er sjálfsagt ástæða til að fylgjast með Bárðarbungu en gosi þar mun sjálfsagt fylgja hlaup, spurning bara hvert það muni renna.
Emil Hannes Valgeirsson, 16.3.2009 kl. 09:58
Áhugasamir fylgjast með
Hólmdís Hjartardóttir, 16.3.2009 kl. 11:21
...ætla rétt að vona það.
Helgi Jóhann Hauksson, 17.3.2009 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.