Einfaldlega virkar

picture_32.pngInnhverf íhugun, eins og Bítla-jóginn Maharishi Mahes Yogi kenndi hana, einfaldlega virkar hvort sem menn trúa því eða ekki og hvort sem menn eru vestrænir eða austrænir og hvort sem menn eru karlar eða konur og hvort sem menn kynna sér hvaðan þessi tækni er runnin eða ekki. Nákvæmleg eins og teygjur og líkamsæfingar jógaleikfiminnar virka hvort sem menn trúa á þær eða ekki.

Ég lærði þessa tækni fyrir um 30 árum og hef síðan átt mín tímabil þegar ég hef verið duglegur við að „íhuga“ og þau sem ég sleppt því alveg en alltaf er ég þakklátur fyrir að eiga þessa einföldu tækni. 

Það sem mikilvægara er fyrir okkur núna er að hún hefur áhrif á allt samfélagið ef hópur iðkar tæknina saman.

Sjá: DavidLynchFoundation


mbl.is Kynna sér innhverfa íhugun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband