Allir „þjóðhollir Íslendingar“ verða að kjósa ESB-flokka

 Mynd 2009 04 22 17 57 42ESB og evra er grunnur til að byggja á og grunnurinn er tekinn fyrst áður en byggt er. Þess vegna verða „þjóðhollir Íslendingar“ nú að kjósa þá flokka sem skýrt styðja ESB-aðildarviðræður strax.  Svo verðum við að ganga vasklega til ESB-aðildarviðræðna strax að kosningum loknum, til að geta byrjað að byggja upp að nýju. - Við byggjum hinsvegar aðeins sjálf það gerir það enginn fyrir okkur.

Við höfum ekkert að óttast hjá ESB frekar en aðrar þjóðir en allt að vinna. Öll verðmætasköpun á þessi landi byggir beint eða óbeint á viðskiptum við útlönd og sérstaklega við Evrópu. Allt sem við notum til að búa til verðmæti er að hluta eða fullu útlent. - Ekkert ríki er háðara viðskiptum við útlönd en við erum. Við komumst janfvel ekki sjálf til annarra landa til að sækja það sem okkur skortir án farartækja sem að mestu eða öllu eru útlensk, og nær allt sem við notum er útlenskt að fullu eða að hluta.

Utan ESB og án evru eigum við vart boðlega framtíð hér og innan ESB höfum við ekkert að óttast frekar  en Danir, Finnar, Svíar, Lúxemborgarar og Maltverjar svo einhverjir 27 fullvalda og sjálfstæðra aðildarþjóða ESB séu nefndar. - Auk þess sem smáþjóðum er alltaf best borgið í bandalögum með mörgum öðrum þjóðum. 

Sjálfur kenni ég mér um hrunið sem varð sem og öllum sem þekkja vel til ESB fyrir að hafa ekki nennt að leiðrétta lýgi-áróður innilokunarmanna og ESB-andstæðinga. Innan ESB með evru í stað krónu hefði eitt ríkasta land heims aldrei orðið fyrsta fórnarlambið og lent verst úti í kreppunni. Nú vitum við hvert það leiddi okkur að vera utan ESB með íslenska krónu og höfum enga afsökun fyrir að stefna fram af bjargbrúninni aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég vil ný kerfi hérna á Íslandi á öllum sviðum - Endurreisn:

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/entry/817118/

Sigurður Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef ríki Evrópusambandsins væru í reynd fullvalda og sjálfstæðar væru stofnanir sambandsins svo gott sem valdalausar. Það eru þær hins vegar langt því frá. Þessar stofnanir hafa gríðarleg og vaxandi völd yfir málefnum ríkja Evrópusambandsins. Í dag er leitun að málaflokkum innan þeirra sem sambandið hefur ekki meiri eða minni yfirráð yfir og þeim fækkar stöðugt. Þessum stofnunum stjórna nánast undantekningalaust embættismenn Evrópusambandsins sem enginn kýs og við Íslendingar myndum allra sízt kjósa ef við værum komnir undir yfirráð sambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ja, mikil er trú þín á ESB Helgi Jóhann. Hvað eru þeir þá sem eru ekki kjósa Samfylkinguna?  Og rúsínan í pylsuendanum er þessi setning:

Við byggjum hinsvegar aðeins sjálf það gerir það enginn fyrir okkur.

Einmitt!

Jón Baldur Lorange, 23.4.2009 kl. 17:05

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvað gerist ef Frakkland segir sig úr Evrumyntinni? Frakklandsforseti hefur sett þennan möguleika fram nú þegar. Hvað ef aðrar ílla staddar þjóðir segi sig úr Evrunni, til að bjarga sínum efnahag og sínum þegnum.

Hvað eru Svíar að þakka fyrir að vera ekki í Evrumyntinni. Þeir segja það að vera utan Myntarinnar Evru hafi bjargað Svíjóð.

Vaknaðu og farðu að lesa erlendar fréttir.

Eggert Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 18:03

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Eggert, síðast í gær var það í fréttum að þeim fjölgaði nú mjög þeim Svíum sem vildu evru í stað sænsku krónunnar sem þó auðvitað er margfalt sterkari en sú íslenska.

Þrátt fyrir linnulausar staðhæfingar andstæðinga ESB árum og áratugum saman um að „nú“ væru allir að hætta í ESB og hætta með evru hafa þjóðir sífellt krafist inngöngu enn hefur ekkert ríki sett það á dagskrá að ganga úr ESB eða hætta með evru, og nú er það talið helsta hjálpræði þeirra fátæku austur-Evrópuþjóða sem gengu í ESB að fá strax að taka upp evru án þess aðuppfylla skilyrðin.

Við sitjum hinsvegar næsta ein eftir í EFTA og ríkin sem gerðu með okkur EES saminginn eru að fólksfjölda til að lang mestu farin yfir á ESB arm þess samnings.

Þó einhver ríki sem nú eru í ESB eða með evru myndu seinna velja sér aðrar lausnir sé ég ekkert vandmál við það. Ef slíkt á að segja til um ágæti bandalags eða samnings þá sitjum við í versta bandalaginu þar sem nær allir gengið úr EFTA og flestir hafa yfirgefið okkar hlið EES.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 19:20

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hjörtur, ESB er samráðsvettvangur og notar samstöðuákvarðanir með löngum samráðsferlum til að komast að niðurstöðu.

Með beinum og óbeinum hætti er ekki hægt að koma málum í gegnum ESB sem eitthvert ríkjanna er algerlega andvígt.

Það er það eðli þess og uppbygging sem hefur gert það jafn farsælt og raun ber vitni, þ.e. að allir vilja þangað inn og ekkert ríki hefur tekið það á dagsrká að yfirgefa það á sama tíma og við hinsvegar sitjum næsta yfirgefin eftir í EFTA.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 19:28

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Helgi, ég er ekki 100% sannfærð um að aðild að ESB sé rétta leiðin fyrir okkur. En ég er milljón prósent viss um að við verðum að fara í aðildarviðræðurnar og það strax. Ég er álíka sannfærð um að íslenska krónan er ekki sá gjaldmiðill sem mun koma okkur út úr vandanum í nútíð og/eða framtíð. Annað hvort verður að skipta henni út fyrir annan gjaldmiðil eða tengja hana föstum tryggðarböndum við traustari gjaldmiðil. Það gerist reyndar ekki án þess að ganga í ESB eða annað ríkjasamband. Kannski við ættum að verða 53 ríki Bandalags Norður Ameríku.

Heimóttaskapur og einangrunarstefna er engum til góðs. Slíkt minnir mest á andóf bænda við því að fá sæstreng frá Evrópu til Seyðisfjarðar hér snemma á síðustu öld.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.4.2009 kl. 19:33

8 identicon

Ég skil ekki þessa dellu í fólki – sér í lagi andkapítalísku eða jafnaðarsinnuðu fólki – að þykja það raunverulega fýsilegri kostur að ganga í samband við Bandaríkin heldur en Evrópu. Ég held að hver vinstrisinnaður maður hljóti að sjá hversu fjarstæðukennt það er, íhugi hann augnablik hvernig Bandaríkin eru bæði miðstöð kapítalisma og misskiptingar á Vesturlöndum.

Fyrir utan hið augljósa, þá hafa Bandaríkin alltaf haldið mjög fast utan um sitt áhrifasvæði, þ.e. Ameríkurnar tvær, og aldrei farið leynt með það. Yrði Ísland hluti af hinu pólitíska yfirráðasvæði Bandaríkjanna verður að teljast mjög líklegt að Bandaríkin reyndu að hindra áhrif og tengsl Evrópu við Ísland. Slíkur gjörningur yrði aldrei framinn án meiriháttar óafturkræfra afleiðinga.

Vífill (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:20

9 identicon

Ég held að það sem við þurfum er kanadadollar það er alveg deginum ljósara að það tekur miklu styttri tíma en ESB og það eru engin skilirði á bak við það það sem fræðimenn eru búnir að vera að tala um svona 30 -5o er engin að tala um sama hlutin sumir segja að við eigum að halda okkur við íslensku krónuna frekar en að taka upp evru ég kaupi ekki þetta ef þessir fræðimen geta ekki komið sér saman um hvað á að gera þá vil ég ekki taka þátt í því Sigmundur Davíð sagði frá því í fréttum í kvöld að það lægi við annað bankahrun, það væri komin út skýrsla til stjórnarflokkanna sem lýsti þessu bankahruni yfir, hann lagði þessa skírslu fram í Ríkissjónvarpinu í kvöld hún er mjög svört sem þýðir að það verði annað bankahrun á Íslandi sem er ekki gott ef þetta reynist rétt þá erum við búin að vera, algjört hrun banka og heimila.Hann sagði líka að ríkisstjórn sem situr við völd núna eru að fela þetta fyrir okkur framyfir kosningar það er að segja Vinstri Grænt framboð og Samfylking ef reynist rétt eru þeir að halda þessari skýrslu leyndri fram yfir kosningar til þess að þeir nái merihluta á alþingi en það vill nú þannig til að Sigmundur Davíð framsóknarmaður hefur stutt þessa ríkistjórn þannig að hann komst í þessa skýrslu og birti hana í rúv í kvöld hann birti hana fyrir kosningar og það tel ég vera heiðarleika.Eða vildi fólk fá að vita þetta eftir kosningar? nei ég held ekki Þessir stjórnmálaflokkar eru búnir að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn fyrir fyrra hrun og kenna honum einum um allt saman enn ég er sannfærður um að það var ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem bar ábyrgð á þessu Samfylkingin átti stærstan hlut á þessu máli, hún hélt kjafti yfir þessu þó að Seðlabankastjóri væri búin að vara við þessu það er að segja að ef ekkert væri að gert þá yrði bankahrun en það mátti ekki hlusta á það vegna þess að Davíð sagði frá því.Vegna þess að Íngibjörg Sólrún Gísladóttir þoldi ekki að Davíð varaði við því þar sem að þau hafa ekki þolað hvort annað, á það að bitna á heilli þjóð að tveir stjórnmálamenn þola ekki hvorn annan? ég spyr bara. menn meiga leggja hvaða skilning í þetta sem þeir vilja.

Þorsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:26

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Til að taka einhliða upp aðra mynt þurfum við að kaupa mikið magn af þeim gjaldmiðli. Bæði það magn sem þarf til dagsdaglegra nota, sem og til að taka sveiflur í greiðslum vegna skuldbindinga okkar, vaxta og afborganna erlendra lána, sem og til að geta tekið á okkur sveiflur til varnar áhlaupum á banka eða efnhagslíf okkar, þ.e. við þurfum eftir sem áður að eiga öflugan gjaldeyrisvaraforða, þar sem við yrðum ekki aðilar að prentun seðla.

-Enginn er til sem skiptir krónum fyrir okkur í erlenda mynt í slíku magni og enginn er til sem nú vill lána okkur fyrir öllum þeim gjaldeyri sem við þyrftum til að skipta krónunni út fyrir þennan einhvern gjaldeyri.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 22:55

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er búið að sýna fram á hættu af endurteknu bankahruni í nokkra mánuði, og vara við því opinberlega einnig í nokkra mánuði.

Það er ekkert nýtt við það og þessi hætta er raunveruleg.

Sigmundur Davíð er að reyna að tengja þessa hættu við 20% tillögu hans, að gefa öllum afslát á lánum hvort sem þeir get greitt eða ekki.  Ef það væri rétt að 20% leið Framsóknar hjálpaði til við að leysa þann vanda væri auðvelt að fá lándrottnana sem eiga skuldirnar til að fallast á þessa leið, öðruvísi er hún ekki fær - það er ekki hægt að stela fénu af þeim.

- Það er þó ekkert sem bendir til þess að það hvarfli að Framsókn að bera þetta undir þá eða að þeir (lánadrottnarnir) fallist á að teknir verði hundruð milljarða af fé þeirra og fé lífeyrissjóðanna og gefið þeim sem eiga nóg og gætu vel borgað.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 23:16

12 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Helgi,

Það er ekki augljóst að ESB sé gott fyrir Ísland þótt Danmörk og Svíþjóð hafi gengið þar inn. 

Aðstæður okkar eru líkari Noregi og einmitt hann gengur ekki inn í ESB. 

Það er allt gott um ESB að segja og við erum og eigum að vera í góðum viðskiptum við þau lönd. En ég er mjög efins um að það sé gott að láta ESB stjórna okkur. Til þess eru okkar aðstæður of ólíkar þeim sem gilda í Þýskalandi og Frakklandi þar sem allt er ákveðið.

Ísland er stórauðugt að auðlindum en fámennt. Það er því aðeins tímaspursmál um hvenær við komum skútunni á réttan kjöl aftur af sjálfsdáðum. 

ESB á hinsvegar við mörg djúpstæð vandamál að glíma sem leysast ekki í bráð. 

Vil líka benda þér á færslu sem ég var að rita um krónuna en hún er sá gjaldmiðill sem mun henta okkur best á næstu árum.  

Frosti Sigurjónsson, 24.4.2009 kl. 01:21

13 identicon

Ljóta lýðskrumið í Sigmundi Davíð í kvöld, kemur auk þess þessu máli ekkert við.

Furðulegt að láta hann bulla þarna einan. Af hverju var ekki leitað viðbragða frá Jóhönnu Sig eða Steingrími J.??

Nú eða viðskiptaráðherra, sem reyndar svaraði honum svo í útvarpinu seint um kvöldið. Það er einfaldlega ekki það sama.

En þetta virðist síðasta hálmstráið hjá Framsókn, einhverskonar örvænting nú þegar allir hafa séð í gegnum 20% ruglið. Og ef eitthvað af þessu er satt, að bankarnir standi verr en áætlað var, þá eigum við enn síður efni á þessi 20% "leiðréttingu", sem er auðvitað engin leiðrétting heldur einfaldlega gjaldtaka og skattheimta.

Annars er uppleggið hér hjá bloggara það sem skiptir öllu: Nú ber okkur öllum skylda til að verja heimilin og fyrirtækin í landinu til framtíðar! - Það gerist aðeins með því að ganga í Evrópusambandið.

Og eina leiðin til að tryggja að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu, er að kjósa Samfylkinguna...!!! X-S!

Evreka (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 01:34

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Frosti, um margt eru aðstæður okkar og Noregs ólíkar auk þess sem það er okkur í hag að Norðmenn höfnuðu og ESB má nú vel vita að ef Noregur á nokkru sinni að treysta sér til að leggja málið aftur fyrir þjóðina þarf að sýna það gagnvart Íslandi að betra bjóðist, jafnvel að freista Noregs.

Að auki þá er hafsvæði Noregs aðliggjandi að hafsvæðum ESB með sameiginlegum fiskistofnum bæði botnfiskstofnum og flökkustofnum. Þá hefur ólíuauður Noregs veitt þeim svigrúm til sérvisku og sérstöðu sem sýnir sig að við einfaldlega höfðum ekki efni á.

Nálægðarreglan er hluti af meginreglum ESB einnig sú regla að sameiginleg vandamál krefjist sameignlegra lausna en sérstök viðfangsefni beri að leysa á vettvangi. Með þeim rökum er sérstakt fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir Miðjarðarhafið þar sem Miðjarðarhafsráð fer með stjórn fiskveiða, annað fyrir Eystrasalt þar sem til skamms tíma Eystraslatsráð fór með stjórn fiskveiða og enn annað fyrir hinar ýmsu fjarlægari eyjar allt frá Kanaríeyjum, Madeira og Azoreyjum til fjarlægari eyja sem teljast aðilar að bandalaginu með sínum ríkjum þar á meðal eyjar og landsvæði Frakka og Englendinga í Karabískahafinu, þá eru ekki taldar eyjar sem hafa þá sérlausn að tilheyra ekki ESB svo sem Færeyjar og Grænland.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.4.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband